Innlent

Sigríður Dagbjört er ungfrú Reykjavík

Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir er ungfrú Reykjavík árið 2011. Mynd/elly@365.is
Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir er ungfrú Reykjavík árið 2011. Mynd/[email protected]
Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, tvítug Kópavogsmær, var kosin ungfrú Reykjavík í gærkvöldi. Hún stundar nám við Verzlunarskóla Íslands og er á lokaári sínu þar. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum í gærkvöldi.

Í öðru sæti varð Eyrún Anna Tryggvadóttir og Hjördís Hjörleifsdóttir í því þriðja. Lilja Ragna Róbertsdóttir fékk flest atkvæði í símakosningu og þá var Halldóra Arnardóttir kosin vinsælasta stúlkan.

Hægt er að sjá myndaalbúm frá keppninni hér.


Tengdar fréttir

Verzlunarskóladama valin ungfrú Reykjavík

Verzlunarskóladaman Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir var valin ungfrú Reykjavík á veitingahúsinu Broadway í gærkvöldi. Eyrún Anna Tryggvadóttir landaði öðru sæti og Hjördís Hjörleifsdóttir því þriðja. Meðfylgjandi má sjá myndir frá keppninni en gríðarlega góð stemning var á þéttsetnu veitingahúsinu eins og myndirnar sýna greinilega. Halldóra Arnardóttir var kosin vinsælasta stúlkan í hópnum og Lilja Ragna Róbertsdóttir sigraði símakosninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×