35 milljarða árleg tekjulind Kristinn H. Gunnarsson skrifar 16. mars 2011 06:00 Í annað sinn á tæpum áratug er ráðist í gagngera endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Fyrri endurskoðun lauk árið 2002 á þann veg að kerfið var framlengt nánast óbreytt. Sú sátt reyndist strax haldlaus enda í engu hróflað við úthlutunarkerfinu sjálfu og ákvæðum framsalsins. Sáttin frá 2002 reyndist svikasátt. Kjósendur voru sviknir. Frá því að handhafar kvótans sigldu í öruggt skjól óbreyttra laga hafa skuldir sjávarútvegsins vaxið hröðum skrefum. Þær fimmfölduðust frá 1997 til 2008 og að meðaltali jukust skuldirnar um 35 milljarða króna á ári. Þær jukust um nærfellt 400 milljarða króna. Andvirði kvóta sem rann út úr fyrirtækjunum í vasa eigendanna er meginástæða skuldasöfnunarinnar. Svo virðist sem þessa fjárhæð sé hægt að taka út úr sjávarútveginum að jafnaði á hverju ári, að minnsta kosti hafa handhafar kvótans gert það. Viðskiptabankarnir telja að sjávarútvegurinn geti borið þessar skuldir og þá er niðurstaðan að rekstur útgerðarfyrirtækja þolir þessa árlegu úttekt. Spurningin er aðeins hver fær ágóðann, 166 eigendur kvótans í aflamarkskerfinu, viðskiptabankarnir eða opinberir aðilar. Þetta er átakalínan við endurskoðun kvótakerfisins rétt eins og áður.Nú eiga menn að læra af mistökunum og varast að gefa kvótahöfunum áfram alla möguleika að taka til sín tugi milljarða króna. Óbreytt kvótakerfi gerir það. Samningar við LÍÚ um langtímaafnot gera það líka. Slíkir samningar til t.d. 20 ára munu líklega viðhalda svipuðu kvótaverði og þar með svipuðu árlegu útstreymi fjár. Það er hlægilegt að taka til ríkisins aðeins 6,44 kr. fyrir heimild til þess að veiða 1 kg af þorski þegar útgerðarmenn leigja leyfið til þriðja aðila fyrir 300 kr. Útvegsmenn þurfa aðeins að veiða helminginn af kvótanum og geta látið aðra veiða fyrir sig hinn helminginn með rífandi gróða. Fiskveiðiárið 2008/9 voru 40% allra útgefinna veiðiheimilda í þorskígildum talin veidd af öðrum en fékk úthlutunina. Hví eiga skattgreiðendur að una stórfelldum skattahækkunum ríkisins þegar tiltölulega fáir handhafar kvótans fá nánast endurgjaldslaust áfram að skattleggja aðra? Það vantar þessa 35 milljarða í þjónustu fyrir almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í annað sinn á tæpum áratug er ráðist í gagngera endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Fyrri endurskoðun lauk árið 2002 á þann veg að kerfið var framlengt nánast óbreytt. Sú sátt reyndist strax haldlaus enda í engu hróflað við úthlutunarkerfinu sjálfu og ákvæðum framsalsins. Sáttin frá 2002 reyndist svikasátt. Kjósendur voru sviknir. Frá því að handhafar kvótans sigldu í öruggt skjól óbreyttra laga hafa skuldir sjávarútvegsins vaxið hröðum skrefum. Þær fimmfölduðust frá 1997 til 2008 og að meðaltali jukust skuldirnar um 35 milljarða króna á ári. Þær jukust um nærfellt 400 milljarða króna. Andvirði kvóta sem rann út úr fyrirtækjunum í vasa eigendanna er meginástæða skuldasöfnunarinnar. Svo virðist sem þessa fjárhæð sé hægt að taka út úr sjávarútveginum að jafnaði á hverju ári, að minnsta kosti hafa handhafar kvótans gert það. Viðskiptabankarnir telja að sjávarútvegurinn geti borið þessar skuldir og þá er niðurstaðan að rekstur útgerðarfyrirtækja þolir þessa árlegu úttekt. Spurningin er aðeins hver fær ágóðann, 166 eigendur kvótans í aflamarkskerfinu, viðskiptabankarnir eða opinberir aðilar. Þetta er átakalínan við endurskoðun kvótakerfisins rétt eins og áður.Nú eiga menn að læra af mistökunum og varast að gefa kvótahöfunum áfram alla möguleika að taka til sín tugi milljarða króna. Óbreytt kvótakerfi gerir það. Samningar við LÍÚ um langtímaafnot gera það líka. Slíkir samningar til t.d. 20 ára munu líklega viðhalda svipuðu kvótaverði og þar með svipuðu árlegu útstreymi fjár. Það er hlægilegt að taka til ríkisins aðeins 6,44 kr. fyrir heimild til þess að veiða 1 kg af þorski þegar útgerðarmenn leigja leyfið til þriðja aðila fyrir 300 kr. Útvegsmenn þurfa aðeins að veiða helminginn af kvótanum og geta látið aðra veiða fyrir sig hinn helminginn með rífandi gróða. Fiskveiðiárið 2008/9 voru 40% allra útgefinna veiðiheimilda í þorskígildum talin veidd af öðrum en fékk úthlutunina. Hví eiga skattgreiðendur að una stórfelldum skattahækkunum ríkisins þegar tiltölulega fáir handhafar kvótans fá nánast endurgjaldslaust áfram að skattleggja aðra? Það vantar þessa 35 milljarða í þjónustu fyrir almenning.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar