Ástandið alvarlegt á meðan kælibúnaður er í ólagi 12. mars 2011 13:21 Eðlisfræðingur hjá Geislavörnum Ríkisins segir ástandið í kjarnorkuverinu í Japan vera mjög alvarlegt á meðan ekki hefur verið náð tökum á kælingarbúnaði versins. Almennt er þó talin lítil hætta á því að kjarnakljúfurinn springi. Geislavarnir ríkisins hafa fylgst með þróun þessa máls í samvinnu við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og norrænar geislavarnastofnanir síðan jarðskjálftinn varð þar í gær. Sigurður Emil Pálsson eðlisfræðingur hjá stofnuninni segir hættuna nú vera á kjarnorkubráðnun í verinu ef að hlífðarhjúpur kjarnakljúfsins bregst. „Þangað til að þeim tekst að kæla kjarnaklúfinn og ná fullum tökum á kælingunni þá getur kljúfurinn haldið áfram að hitna og þá getur það leitt til ofhitnunar á eldsneytinu. Jafnvel þótt það gerist þá þarf það eitt ekki að þýða að afleiðingarnar verði alvarlegar því að kjarnakljúfar eru hannaðir fyrir svona slys, þetta er algengasta gerð slysa sem að kjarnorkuverkfræðingar hafa miðað við síðustu áratugi," segir Sigurður Emil. Hann segir samsvarandi slys og varð í Tjernobyl geti ekki orðið þar sem uppbygging versins er allt önnur. Sambærilegasta dæmið sé slys sem varð í kjarnorkuveri á þriggja mílna eyju í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. „Þar einmitt virkaði þessi hlífðarhjúpur þannig að efnin bárust ekki til umhverfis þótt að eldsneytið skemmtist vegna ofhitnunar," segir hann. Alvarlegt slys er mögulegt í kjarnorkuverinu í Japan, en það myndi þá hegða sér öðruvísi, gerast hægar og leiða til mun minni losunar geislavirkra efna til umhverfis, jafnvel þótt hlífðarkápa myndi bregðast. „Enn sem komið er þá höfum við ekki ástæðu til þess að ætla að jafnvel þótt þetta færi á versta veg að hjúpurinn myndi ekki virka, það getur eitthvað af efnum sloppið til umhverfis en enn sem komið þá eru ekki vísbendingar um að það verði heilsufarslega alvarlegt," segir Sigurður Emil. Hafa skal þó í huga að upplýsingar um sprenginguna í morgun eru enn að berast frá kjarnorkuverinu og því ekki hægt að fullyrða um hverjar afleiðingarnar verða segir Sigurður. Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Eðlisfræðingur hjá Geislavörnum Ríkisins segir ástandið í kjarnorkuverinu í Japan vera mjög alvarlegt á meðan ekki hefur verið náð tökum á kælingarbúnaði versins. Almennt er þó talin lítil hætta á því að kjarnakljúfurinn springi. Geislavarnir ríkisins hafa fylgst með þróun þessa máls í samvinnu við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og norrænar geislavarnastofnanir síðan jarðskjálftinn varð þar í gær. Sigurður Emil Pálsson eðlisfræðingur hjá stofnuninni segir hættuna nú vera á kjarnorkubráðnun í verinu ef að hlífðarhjúpur kjarnakljúfsins bregst. „Þangað til að þeim tekst að kæla kjarnaklúfinn og ná fullum tökum á kælingunni þá getur kljúfurinn haldið áfram að hitna og þá getur það leitt til ofhitnunar á eldsneytinu. Jafnvel þótt það gerist þá þarf það eitt ekki að þýða að afleiðingarnar verði alvarlegar því að kjarnakljúfar eru hannaðir fyrir svona slys, þetta er algengasta gerð slysa sem að kjarnorkuverkfræðingar hafa miðað við síðustu áratugi," segir Sigurður Emil. Hann segir samsvarandi slys og varð í Tjernobyl geti ekki orðið þar sem uppbygging versins er allt önnur. Sambærilegasta dæmið sé slys sem varð í kjarnorkuveri á þriggja mílna eyju í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. „Þar einmitt virkaði þessi hlífðarhjúpur þannig að efnin bárust ekki til umhverfis þótt að eldsneytið skemmtist vegna ofhitnunar," segir hann. Alvarlegt slys er mögulegt í kjarnorkuverinu í Japan, en það myndi þá hegða sér öðruvísi, gerast hægar og leiða til mun minni losunar geislavirkra efna til umhverfis, jafnvel þótt hlífðarkápa myndi bregðast. „Enn sem komið er þá höfum við ekki ástæðu til þess að ætla að jafnvel þótt þetta færi á versta veg að hjúpurinn myndi ekki virka, það getur eitthvað af efnum sloppið til umhverfis en enn sem komið þá eru ekki vísbendingar um að það verði heilsufarslega alvarlegt," segir Sigurður Emil. Hafa skal þó í huga að upplýsingar um sprenginguna í morgun eru enn að berast frá kjarnorkuverinu og því ekki hægt að fullyrða um hverjar afleiðingarnar verða segir Sigurður.
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira