Ríkir ekki jafnrétti í grafískri hönnun 5. apríl 2011 19:30 Bergþóra Jónsdóttir. Mynd/Vilhelm Tímaritið Mæna er unnið af nemendum á þriðja ári í grafískri hönnun við LHÍ og kom önnur útgáfa þess út í kringum HönnunarMars. Í tímaritinu er meðal annars fjallað um þátt kvenna í grafískri hönnun þar sem konur eru hlutgerðar og hlutir kvengerðir. Að sögn Bergþóru Jónsdóttur, nemanda í grafískri hönnun, er tímaritið samstarfsverkefni nemenda og kennara við LHÍ og viðurkennir hún að margt hafi komið henni á óvart þegar þáttur kvenna í grafískri hönnun var skoðaður. "Það var margt sem kom á óvart þó maður vissi svo sem fyrirfram að það ríkir ekki jafnrétti í þessum bransa," segir Bergþóra og tekur sem dæmi hversu fáar konur skipa stjórnunar- og hönnunarstöður hjá auglýsingastofum landsins. "Mér fannst það skjóta skökku við, sérstaklega í ljósi þess að neyslustýring heimila er í miklum mæli í höndum kvenna og þess vegna beinist markaðssetning oftast beint að þeim." Ýmsir fagmenn og -konur lögðu sitt að mörkum með greinaskrifum í tímaritið en nemendur sáu alfarið um útlit og útgáfu þess og viðurkennir Bergþóra að það hafi gengið misjafnlega. "Það er frekar erfitt að setja tuttugu grafíska hönnuði í einn hóp og fá þá til að samræmast um útlit á einhverju. Þetta hafðist þó á endanum og við erum öll mjög sátt við útkomuna," segir hún glaðlega. Öll eintök af Mænu ruku út á HönnunarMars en netútgáfu blaðsins verður aðgengileg á næstunni á slóðinni maena.is. -sm HönnunarMars Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tímaritið Mæna er unnið af nemendum á þriðja ári í grafískri hönnun við LHÍ og kom önnur útgáfa þess út í kringum HönnunarMars. Í tímaritinu er meðal annars fjallað um þátt kvenna í grafískri hönnun þar sem konur eru hlutgerðar og hlutir kvengerðir. Að sögn Bergþóru Jónsdóttur, nemanda í grafískri hönnun, er tímaritið samstarfsverkefni nemenda og kennara við LHÍ og viðurkennir hún að margt hafi komið henni á óvart þegar þáttur kvenna í grafískri hönnun var skoðaður. "Það var margt sem kom á óvart þó maður vissi svo sem fyrirfram að það ríkir ekki jafnrétti í þessum bransa," segir Bergþóra og tekur sem dæmi hversu fáar konur skipa stjórnunar- og hönnunarstöður hjá auglýsingastofum landsins. "Mér fannst það skjóta skökku við, sérstaklega í ljósi þess að neyslustýring heimila er í miklum mæli í höndum kvenna og þess vegna beinist markaðssetning oftast beint að þeim." Ýmsir fagmenn og -konur lögðu sitt að mörkum með greinaskrifum í tímaritið en nemendur sáu alfarið um útlit og útgáfu þess og viðurkennir Bergþóra að það hafi gengið misjafnlega. "Það er frekar erfitt að setja tuttugu grafíska hönnuði í einn hóp og fá þá til að samræmast um útlit á einhverju. Þetta hafðist þó á endanum og við erum öll mjög sátt við útkomuna," segir hún glaðlega. Öll eintök af Mænu ruku út á HönnunarMars en netútgáfu blaðsins verður aðgengileg á næstunni á slóðinni maena.is. -sm
HönnunarMars Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið