Nýr andi laganna nái til stöðu Mehdi Toshiki Toma skrifar 11. maí 2011 13:37 Atburðurinn um síðustu helgi, þar sem hælisleitandi frá Íran, Mehdi Pour, sagðist myndu kveikja í sér, á skrifstofu Rauða Kross Íslands í Efstaleiti var áfall fyrir margt fólk, ekki síst sjálfan mig. Hann varð þar með sjálfum sér og öðrum hættulegur, enda hann var yfirbugaður af lögreglumönnum. Eins og fréttir hermdu ítarlega, sótti Mehdi um hæli á Íslandi árið 2005 og hefur verið að berjast fyrir rétti til að dveljast hér á landi í sjö ár. Venjulegt ferli meðferðar um hælisumsókn byggir á tveimur stigum. Á fyrra stigi er kveðinn upp úrskurður hjá Útlendingastofnun og ef viðkomandi er ekki sáttur við þann úrskurð þá getur hann áfrýjað úrskurðnum til innanríkisráðuneytisins og er þá málið komið á annað stig. Ef viðkomandi er enn ósáttur við úrskurð ráðuneytisins, þá á viðkomandi rétt til höfða málið við héraðsdómstóla en samt hindrar það ekki að yfirvöld geta vísað viðkomandi hælisleitanda á brott úr landinu. Mehdi hafði farið alla þessa leið í kerfinu undanfarin sjö ár nema að ekki var búið að vísa honum burt úr landi. Jafnvel þótt að hælisleitandi hafi fengið endanlega synjun hjá Innanríkiráðuneytinu, getur hann haldið afram því að dvelja á Íslandi. Helstu ástæður þess eru t.d.: A) Hætta á ofsóknum eða pyntingum eru til staðar í heimalandi umsækjanda (þó að hann uppfylli ekki kröfur til þess að fá stöðu sína sem flóttamaður viðurkennda). B) Ekki er hægt að sýna fram á hvaðan umsækjandi kemur eða mögulegt heimaland umsækjanda afneitar honum sem ríkisborgara og neitar að taka við honum. C) Sérstakar aðstæður eru fyrir hendi eða mannúðarsjónarmið mæla með því að brottvísun sé frestað. Að mínu viti eru fjórir eða fimm hælisleitendur við á Íslandi núna sem hafa eytt meira en fimm árum í biðstöðu eftir að hafa fengið synjun um hæli. Mehdi er einn þeirra. Undir þessum kringumstæðum geta þeir ekki búið sér venjulegt líf eins og venjulegt fólk gerir. Þeir geta ekki gert neinar áætlanir eins og að kaupa sér íbúð, eignast lífsförunaut, barn og svo framvegis. Til þess að bæta úr þessum háskalegu aðstæðum, breyttust lögin í síðasta hausti og núna mega yfirvöld gefa dvalarleyfi hælisleitanda sem hefur haft dvalarleyfi til bráðabirgða(veikara leyfi en almennt tímabundið dvalarleyfi) lengri en tvö ár. Í viðtali við Vísir.is þann 6. maí sl. sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra meðal annars: ,,Reglunum hefur verið breytt, til hins betra að mínu mati og ekki hægt að tala um að hann (Mehdi) hafi verið að velkjast um í kerfinu." Hann sagði að viðbrögð Mehdi hafi hugsanlega byggst á misskilningi. Ég fagna orðum Ögmundar og vona að hann beiti Útlendingastofnun þrýstingi til að skoða málið aftur sem allra fyrst í ,,ljósi og anda hinnar nýju lagabreytingar." Lagabreytingarnir sem samþykktar voru á Alþingi síðasta hausti eru til að tryggja lágmarksmannréttindi hælisleitenda á þeirri forsendu og viðurkenningu að það er ekki hægt að gera staðfesta eða skýra allar sögur hælisleitenda sögur þrátt fyrir margra ára rannsóknir af ýmsum ástæðum. Mér skilst að nú sé þessi nýi andi laganna orðinn um málefni hælisumsóknar, en engu að síður sýnist mér eins og að starfshættir Útlendingastofnun byggist áfram gömlu lögunum. Að sjálfsögðu þekki ég ekki hver og einustu vinnubrögð ÚTL og því ætla ég ekki að gagnrýna hana einhliða, en samt er það einnig satt að ég get ekki séð neina skýra breytingu í viðhorfi Útlendingastofnununarinnar varðandi mál Mehdis. Ég tel að Útlendingastofnun þurfi a.m.k. að sýna fram á helstu ástæður þess að hún getur ekki útvegað Mehdi almennt dvalarleyfi eftir að málið er orðið opinbert með þessum hætti. Nú er boltinn hjá Útlendingastofnun og einnig innanríkisráðuneytinu. Ég óska innilega að yfirvöld okkar sýni almenningi áþreifanlega að lögum um hælismál hafi verið breytt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Atburðurinn um síðustu helgi, þar sem hælisleitandi frá Íran, Mehdi Pour, sagðist myndu kveikja í sér, á skrifstofu Rauða Kross Íslands í Efstaleiti var áfall fyrir margt fólk, ekki síst sjálfan mig. Hann varð þar með sjálfum sér og öðrum hættulegur, enda hann var yfirbugaður af lögreglumönnum. Eins og fréttir hermdu ítarlega, sótti Mehdi um hæli á Íslandi árið 2005 og hefur verið að berjast fyrir rétti til að dveljast hér á landi í sjö ár. Venjulegt ferli meðferðar um hælisumsókn byggir á tveimur stigum. Á fyrra stigi er kveðinn upp úrskurður hjá Útlendingastofnun og ef viðkomandi er ekki sáttur við þann úrskurð þá getur hann áfrýjað úrskurðnum til innanríkisráðuneytisins og er þá málið komið á annað stig. Ef viðkomandi er enn ósáttur við úrskurð ráðuneytisins, þá á viðkomandi rétt til höfða málið við héraðsdómstóla en samt hindrar það ekki að yfirvöld geta vísað viðkomandi hælisleitanda á brott úr landinu. Mehdi hafði farið alla þessa leið í kerfinu undanfarin sjö ár nema að ekki var búið að vísa honum burt úr landi. Jafnvel þótt að hælisleitandi hafi fengið endanlega synjun hjá Innanríkiráðuneytinu, getur hann haldið afram því að dvelja á Íslandi. Helstu ástæður þess eru t.d.: A) Hætta á ofsóknum eða pyntingum eru til staðar í heimalandi umsækjanda (þó að hann uppfylli ekki kröfur til þess að fá stöðu sína sem flóttamaður viðurkennda). B) Ekki er hægt að sýna fram á hvaðan umsækjandi kemur eða mögulegt heimaland umsækjanda afneitar honum sem ríkisborgara og neitar að taka við honum. C) Sérstakar aðstæður eru fyrir hendi eða mannúðarsjónarmið mæla með því að brottvísun sé frestað. Að mínu viti eru fjórir eða fimm hælisleitendur við á Íslandi núna sem hafa eytt meira en fimm árum í biðstöðu eftir að hafa fengið synjun um hæli. Mehdi er einn þeirra. Undir þessum kringumstæðum geta þeir ekki búið sér venjulegt líf eins og venjulegt fólk gerir. Þeir geta ekki gert neinar áætlanir eins og að kaupa sér íbúð, eignast lífsförunaut, barn og svo framvegis. Til þess að bæta úr þessum háskalegu aðstæðum, breyttust lögin í síðasta hausti og núna mega yfirvöld gefa dvalarleyfi hælisleitanda sem hefur haft dvalarleyfi til bráðabirgða(veikara leyfi en almennt tímabundið dvalarleyfi) lengri en tvö ár. Í viðtali við Vísir.is þann 6. maí sl. sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra meðal annars: ,,Reglunum hefur verið breytt, til hins betra að mínu mati og ekki hægt að tala um að hann (Mehdi) hafi verið að velkjast um í kerfinu." Hann sagði að viðbrögð Mehdi hafi hugsanlega byggst á misskilningi. Ég fagna orðum Ögmundar og vona að hann beiti Útlendingastofnun þrýstingi til að skoða málið aftur sem allra fyrst í ,,ljósi og anda hinnar nýju lagabreytingar." Lagabreytingarnir sem samþykktar voru á Alþingi síðasta hausti eru til að tryggja lágmarksmannréttindi hælisleitenda á þeirri forsendu og viðurkenningu að það er ekki hægt að gera staðfesta eða skýra allar sögur hælisleitenda sögur þrátt fyrir margra ára rannsóknir af ýmsum ástæðum. Mér skilst að nú sé þessi nýi andi laganna orðinn um málefni hælisumsóknar, en engu að síður sýnist mér eins og að starfshættir Útlendingastofnun byggist áfram gömlu lögunum. Að sjálfsögðu þekki ég ekki hver og einustu vinnubrögð ÚTL og því ætla ég ekki að gagnrýna hana einhliða, en samt er það einnig satt að ég get ekki séð neina skýra breytingu í viðhorfi Útlendingastofnununarinnar varðandi mál Mehdis. Ég tel að Útlendingastofnun þurfi a.m.k. að sýna fram á helstu ástæður þess að hún getur ekki útvegað Mehdi almennt dvalarleyfi eftir að málið er orðið opinbert með þessum hætti. Nú er boltinn hjá Útlendingastofnun og einnig innanríkisráðuneytinu. Ég óska innilega að yfirvöld okkar sýni almenningi áþreifanlega að lögum um hælismál hafi verið breytt.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun