Rúnar Kristins: Vonandi getum við strítt þeim 28. júlí 2011 12:00 Rúnar Kristinsson þjálfari KR leiðir lið sitt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Andstæðingurinn er Dinamo Tbilisi frá Georgíu sem fyrirfram er talið töluvert sterkara liðið. „Leikirnir leggjast vel í mig. Það er virkilega gaman að taka þátt í Evrópukeppni. Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila. Vonandi fáum við góð úrslit á heimavelli og getum tekið með okkur hagstæð úrslit út." Andstæðingurinn er reynslumikill í Evrópukeppni. Tbilisi hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið undanfarin tuttugu ár. Þá vann liðið Evrópukeppni bikarhafa vorið 1981. Rúnar segir ekki hægt að gera þá kröfu að KR komist áfram. „Ég held það sé ekki raunhæft að ætlast til þess að við förum áfram úr þessu. Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka og þeir voru mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni. Þetta er öðruvísi lið, spila allt öðruvísi fótbolta og spurning hvort það henti okkur betur eða verr á eftir að koma í ljós. Ef við náum hagstæðum úrslitum heima getum við gert góða hluti. Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika." Dinamo-menn biðu lægri hlut í fyrri leik sínum gegn liði frá Wales í síðustu umferð. Í síðari leiknum var þó allt annað upp á teningnum, 5-0 stórsigur Georgíumanna. Rúnar er sammála því að með tapinu í Wales séu Dinamo-menn búnir að taka út vanmat á minni andstæðingum í keppninni. „Ég hugsa það. Þetta var mjög snemmt á þeirra tímabili. Þeir eru bara að byrja. Nýr þjálfari sem hefur ekki verið lengi við stjórnvölinn. Væntanlega nýjar áherslur á leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrsta leiknum. Liðið var töluvert breytt frá fyrri leiknum í Wales og síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni og vonandi getum við strítt þeim eitthvað." Leikur KR og Dinamo Tbilisi hefst á KR-velli í kvöld klukkan 19:15. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Rúnar Kristinsson þjálfari KR leiðir lið sitt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Andstæðingurinn er Dinamo Tbilisi frá Georgíu sem fyrirfram er talið töluvert sterkara liðið. „Leikirnir leggjast vel í mig. Það er virkilega gaman að taka þátt í Evrópukeppni. Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila. Vonandi fáum við góð úrslit á heimavelli og getum tekið með okkur hagstæð úrslit út." Andstæðingurinn er reynslumikill í Evrópukeppni. Tbilisi hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið undanfarin tuttugu ár. Þá vann liðið Evrópukeppni bikarhafa vorið 1981. Rúnar segir ekki hægt að gera þá kröfu að KR komist áfram. „Ég held það sé ekki raunhæft að ætlast til þess að við förum áfram úr þessu. Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka og þeir voru mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni. Þetta er öðruvísi lið, spila allt öðruvísi fótbolta og spurning hvort það henti okkur betur eða verr á eftir að koma í ljós. Ef við náum hagstæðum úrslitum heima getum við gert góða hluti. Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika." Dinamo-menn biðu lægri hlut í fyrri leik sínum gegn liði frá Wales í síðustu umferð. Í síðari leiknum var þó allt annað upp á teningnum, 5-0 stórsigur Georgíumanna. Rúnar er sammála því að með tapinu í Wales séu Dinamo-menn búnir að taka út vanmat á minni andstæðingum í keppninni. „Ég hugsa það. Þetta var mjög snemmt á þeirra tímabili. Þeir eru bara að byrja. Nýr þjálfari sem hefur ekki verið lengi við stjórnvölinn. Væntanlega nýjar áherslur á leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrsta leiknum. Liðið var töluvert breytt frá fyrri leiknum í Wales og síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni og vonandi getum við strítt þeim eitthvað." Leikur KR og Dinamo Tbilisi hefst á KR-velli í kvöld klukkan 19:15.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira