Fiðrildaáhrif systralags Steinunn Stefánsdóttir skrifar 13. september 2011 10:13 Fiðrildavika UN Women er nú haldin í annað sinn. Markmiðið er að vekja athygli á kjörum kvenna í fátækustu löndum heims. Um leið er þess farið á leit við Íslendinga að ganga í systralag með þessum konum með því að láta fé af hendi rakna til baráttunnar gegn ofbeldi og fátækt. Hugmyndin að baki því að kenna átakið við fiðrildi er falleg og skírskotar til þeirrar kenningar að vængjasláttur agnarlítilla fiðrilda í einum heimshluta geti haft áhrif á veðrakerfið í öðrum heimshluta, auk þess sem fiðrildið hefur um aldir verið tákn umbreytinga og frelsis. Lítið framlag á Íslandi getur enda aukið líkurnar á því að fátækum konum auðnist að skapa sér og börnum sínum og um leið samfélaginu öllu betri framtíð. Starf UN Women beinist fyrst og fremst að því að bæta kjör kvenna í fátækustu löndum heimsins. Það er ekki að ástæðulausu því 70% allra þeirra sem búa við sára fátækt eru konur sem bera yfirleitt ekki aðeins ábyrgð á því að fæða og framfleyta sjálfum sér heldur einnig börnum sínum. Margar rannsóknir hafa sýnt að aðstoð við að bæta kjör, menntun og réttindi kvenna í þróunarlöndum hefur margfeldisáhrif vegna þess að hún skilar sér einnig í meðal annars betri kjörum og menntun barna þeirra. Verkefni sem snúa að jafnrétti kynjanna í þróunarlöndum eru endalaus. Þessi verkefni krefjast ekki aðeins mannafla og tíma heldur einnig talsverðra fjármuna. Þess vegna er efnt til þessa fjársöfnunarátaks nú. Það fé sem Íslendingar láta af hendi rakna í Fiðrildaviku mun ganga til þess að styrkja konur í fátækustu löndum heims til þess að verða sjálfstæðir borgarar sem hafa áhrif á eigin líf og kjör og á samfélag sitt allt. Til þess að svo geti orðið þurfa þessar konur menntun og atvinnutækifæri. Þannig geta þær öðlast sjálfstætt líf án ofbeldis. Þetta er í annað sinn sem Fiðrildavika er haldin en haustið 2008 tókst UN Women (eða UNIFEM eins og samtökin hétu þá) að safna 100 milljónum króna. Kannski sýnir það þá ábyrgð sem Íslendingar, sem að mjög mörgu leyti standa framarlega í jafnréttismálum kynjanna, kenna til gagnvart systrum sínum í löndum þar sem lengra er í land í jafnréttismálum. Verkefnin eru enn óþrjótandi og því vonlegt að íslenskar konur og karlar taki enn á ný við sér með jafnmyndarlegum hætti og fyrir þremur árum. Það gildir nefnilega það sama hér og um aðra þróunaraðstoð að lítið framlag á Íslandi getur með fiðrildaáhrifum skipt sköpum fyrir líf og framtíð konu í fjarlægu landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Fiðrildavika UN Women er nú haldin í annað sinn. Markmiðið er að vekja athygli á kjörum kvenna í fátækustu löndum heims. Um leið er þess farið á leit við Íslendinga að ganga í systralag með þessum konum með því að láta fé af hendi rakna til baráttunnar gegn ofbeldi og fátækt. Hugmyndin að baki því að kenna átakið við fiðrildi er falleg og skírskotar til þeirrar kenningar að vængjasláttur agnarlítilla fiðrilda í einum heimshluta geti haft áhrif á veðrakerfið í öðrum heimshluta, auk þess sem fiðrildið hefur um aldir verið tákn umbreytinga og frelsis. Lítið framlag á Íslandi getur enda aukið líkurnar á því að fátækum konum auðnist að skapa sér og börnum sínum og um leið samfélaginu öllu betri framtíð. Starf UN Women beinist fyrst og fremst að því að bæta kjör kvenna í fátækustu löndum heimsins. Það er ekki að ástæðulausu því 70% allra þeirra sem búa við sára fátækt eru konur sem bera yfirleitt ekki aðeins ábyrgð á því að fæða og framfleyta sjálfum sér heldur einnig börnum sínum. Margar rannsóknir hafa sýnt að aðstoð við að bæta kjör, menntun og réttindi kvenna í þróunarlöndum hefur margfeldisáhrif vegna þess að hún skilar sér einnig í meðal annars betri kjörum og menntun barna þeirra. Verkefni sem snúa að jafnrétti kynjanna í þróunarlöndum eru endalaus. Þessi verkefni krefjast ekki aðeins mannafla og tíma heldur einnig talsverðra fjármuna. Þess vegna er efnt til þessa fjársöfnunarátaks nú. Það fé sem Íslendingar láta af hendi rakna í Fiðrildaviku mun ganga til þess að styrkja konur í fátækustu löndum heims til þess að verða sjálfstæðir borgarar sem hafa áhrif á eigin líf og kjör og á samfélag sitt allt. Til þess að svo geti orðið þurfa þessar konur menntun og atvinnutækifæri. Þannig geta þær öðlast sjálfstætt líf án ofbeldis. Þetta er í annað sinn sem Fiðrildavika er haldin en haustið 2008 tókst UN Women (eða UNIFEM eins og samtökin hétu þá) að safna 100 milljónum króna. Kannski sýnir það þá ábyrgð sem Íslendingar, sem að mjög mörgu leyti standa framarlega í jafnréttismálum kynjanna, kenna til gagnvart systrum sínum í löndum þar sem lengra er í land í jafnréttismálum. Verkefnin eru enn óþrjótandi og því vonlegt að íslenskar konur og karlar taki enn á ný við sér með jafnmyndarlegum hætti og fyrir þremur árum. Það gildir nefnilega það sama hér og um aðra þróunaraðstoð að lítið framlag á Íslandi getur með fiðrildaáhrifum skipt sköpum fyrir líf og framtíð konu í fjarlægu landi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun