Milljarðaáform Nubos næsta sumar í óvissu 2. nóvember 2011 18:33 Tækifæri til að setja af stað mörghundruð milljóna króna hönnunarvinnu fyrir Kínverjann Nubo í vetur er að renna úr greipum þar sem engin svör fást frá stjórnvöldum um hvort honum verði leyft að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Áform um að hefja tíu milljarða króna framkvæmdir næsta sumar eru einnig í uppnámi. Rúmir tveir mánuðir eru nú liðnir frá því Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra barst formlegt erindi frá fyrirtæki Huangs Nubo um undanþágu til að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum þar sem hann áformar tíu milljarða króna uppbyggingu lúxushótels. Að sögn Halldórs Jóhannssonar arkitekts, talsmanns Nubos, hefur ekkert svar borist ennþá frá ráðuneytinu, aðeins fyrirspurn um nánari skýringar, sem var svarað fyrir tæpum mánuði. Halldór segir að Nubo hafi ætlað að hafa hraðar hendur og vonast til að hefja framkvæmdir á Grímsstöðum næsta sumar. Þannig stóð til í síðasta mánuði að senda sérfræðinga til Íslands og setja af stað samstarfsteymi með íslenskum hönnuðum og náttúrufræðingum. Ætlunin var að fara í undirbúningsferðir til Norðausturlands í október áður en harðasti veturinn og skammdegið gengi í garð svo unnt væri að nýta veturinn til hönnunar. Halldór segir að ef ekki berist svar mjög fljótlega sé ljóst að tækifæri til að setja í gang undirbúnings- og hönnunarvinnu í vetur sé fyrir bí, - vinna sem hefði nýst íslenskum náttúrfræðingum, arkitektum, tæknifræðingum og verkfræðingum. Hönnun í vetur, verkefni upp á mörghundruð milljónir króna, jafnvel yfir milljarð, sé forsenda þess að byggingarframkvæmdir geti hafist næsta sumar. Þau áform, segir Halldór, séu nú uppnámi og hætta á því að framkvæmdum geti seinkað um heilt ár, verði á annað borð fallist á jarðakaup Nubos. Jarðakaup útlendinga Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Tækifæri til að setja af stað mörghundruð milljóna króna hönnunarvinnu fyrir Kínverjann Nubo í vetur er að renna úr greipum þar sem engin svör fást frá stjórnvöldum um hvort honum verði leyft að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Áform um að hefja tíu milljarða króna framkvæmdir næsta sumar eru einnig í uppnámi. Rúmir tveir mánuðir eru nú liðnir frá því Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra barst formlegt erindi frá fyrirtæki Huangs Nubo um undanþágu til að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum þar sem hann áformar tíu milljarða króna uppbyggingu lúxushótels. Að sögn Halldórs Jóhannssonar arkitekts, talsmanns Nubos, hefur ekkert svar borist ennþá frá ráðuneytinu, aðeins fyrirspurn um nánari skýringar, sem var svarað fyrir tæpum mánuði. Halldór segir að Nubo hafi ætlað að hafa hraðar hendur og vonast til að hefja framkvæmdir á Grímsstöðum næsta sumar. Þannig stóð til í síðasta mánuði að senda sérfræðinga til Íslands og setja af stað samstarfsteymi með íslenskum hönnuðum og náttúrufræðingum. Ætlunin var að fara í undirbúningsferðir til Norðausturlands í október áður en harðasti veturinn og skammdegið gengi í garð svo unnt væri að nýta veturinn til hönnunar. Halldór segir að ef ekki berist svar mjög fljótlega sé ljóst að tækifæri til að setja í gang undirbúnings- og hönnunarvinnu í vetur sé fyrir bí, - vinna sem hefði nýst íslenskum náttúrfræðingum, arkitektum, tæknifræðingum og verkfræðingum. Hönnun í vetur, verkefni upp á mörghundruð milljónir króna, jafnvel yfir milljarð, sé forsenda þess að byggingarframkvæmdir geti hafist næsta sumar. Þau áform, segir Halldór, séu nú uppnámi og hætta á því að framkvæmdum geti seinkað um heilt ár, verði á annað borð fallist á jarðakaup Nubos.
Jarðakaup útlendinga Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira