Eins og hendi sé veifað Magnús Halldórsson skrifar 18. nóvember 2011 10:42 Stundum er talað um að hlutabréfamarkaðir gefi betri vísbendingu um hvað sé framundan heldur en nokkuð annað. Í bókinni Warren Buffett-aðferðin eftir Robert G. Hagstrom kemur fram, að Buffett líti ekki til gengi hlutabréfa í einstökum félögum á hverjum tíma, heldur noti upplýsingar og reynslu til þess að greina hvað vísitölurnar eru að segja um stöðuna eftir sex mánuði.Tímamót Ég held að íslenski hlutabréfamarkaðurinn standi nú á tímamótum og innan árs þá verði töluvert af fólki búið að hagnast vel á viðskiptum með íslensk hlutabréf. Af hverju? Vegna þess að fordæmalaus hrun á hlutabréfamarkaði, raunar allsherjarhrun eins og varð hér, kallar á að markaðurinn sé endurreistur með „afslætti". Fyrirtæki eru endurskráð á lágu gengi til þess að hræða ekki burtu fjárfesta strax í upphafi. Endurskipulagning og í reynd endurskráning Icelandair Group er gott dæmi um þetta. Félagið var endurskráð á genginu 2,5 en gengi bréfa er nú komið yfir 5 og hefur raunar farið í tæplega 6. Rekstrartölurnar sýna líka ákveðinn stöðugleika sem ætti að tryggja tiltrú stórs hóps hluthafa til lengri tíma. Þetta er allt með þeim fyrirvara að íslenskur almenningur, og stjórnvöld ekki síst, trúi því að markaðsbúskapur sé hinn raunverulegi tilverugrundvöllur velferðarkerfisins en ekki öfugt. Þannig er það á Norðurlöndunum, þar sem rekið er árangursríkt blandað markaðsbúskapskerfi þar sem hið opinbera sýnir í verki að það treystir sér til þess að vinna með fjárfestum úr einkageiranum og alþjóðlegum fagfjárfestum. Dæmi um þetta er Statoil, olíurisinn í Noregi, þar sem ríkið á 68% hlut en einkafjárfestar afganginn, í gegnum kauphöll. Það sama á við um Norsk Hydro, þar sem ríkið á yfir 40% hlut, og raunar langflest stærstu og mikilvægustu fyrirtæki á Norðurlöndunum, þar á meðal orkufyrirtæki. Farið er svonefnd blönduð leið sem Harvard-prófessorinn Michael Porter, virtasti fræðimaður heims á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfni þjóða, sagði á fundi sem ég sat í Arion banka, að væri árangursríkasta og stöðugasta leiðin fram á við. Hann var þá að ræða um orkubúskapinn íslenska. Þetta fyrirkomulag styrkir ávöxtunarmarkað með fjármagn og dreifir eigendaáhættu. Því hefur verið haldið fram í pistlaskrifum viðskiptablaðamanna í norrænum viðskiptablöðum, að þetta fyrirkomulag hefði sannað sig sem besta fyrirkomulagið í kreppunni. Verið ígildi dreifðar áhættu í eignasafni og hjálpað Norðurlandaþjóðunum að standa af sér storminn og raunar gott betur. Margt bendir til þess að þetta sé rétt greining. Í það minnsta halda Norðurlöndin vel sjó og eru að vaxa í efnahagslegu tilliti. Þar snýst ekki allt um háa skatta, þvert á það sem margir halda, heldur þá sýn að markaðsbúskapur búi möguleikann á velferðarkerfi til.Heilbrigð skynsemi Þó nokkuð langt sé í að þessi stefna verði að veruleika hér þá ætti hún að vera okkur umhugsunarefni. Það er ekki nóg að halda fund í Norræna húsinu. Það verður að skoða nákvæmisatriðin og samhengi hlutanna; nákvæmlega hvað það er sem gerir módel Norðurlandanna eftirsóknarvert. Ég hef skrifað á annan tug pistla í gegnum tíðina um mikilvægi þess fyrir ávöxtunarmarkað með fé hér á landi, að dreifa eigendaáhættu Landsvirkjunar með blönduðu eignarhaldi og styrkja með því lánshæfi fyrirtækisins til lengri tíma. Ég ætla að halda því áfram. Nú er umheimurinn mitt inn í tímabili þar sem ríkisábyrgðir eru ekki ávísun á betri lánskjör. Allt bendir til þess að það verði langt tímabil, jafnvel áratugalangt, vegna langtímaskuldavanda þjóðríkja víða um heim. Það sem mun skipta miklu máli þegar kemur að lánakjörum er trúverðugt eignarhald fyrirtækja, raunveruleg geta til þess að aðstoða félög við að ná rekstrarmarkmiðum. Ríkið hefur frá hruni verið dragbítur á lánakjör Landsvirkjunar samkvæmt greiningum matsfyrirtækja, sem hefur komið í veg fyrir að fyrirtækið hafi getað farið út í framkvæmdir á grundvelli arðsemismarkmiða sem fyrirtækið setur sér. Varðandi Landsvirkjun, þá væri hægt að útfæra blandað eignarhald svona: Ríkið heldur 60% hlut, kjölfestu meirihlutaeign, en selur 40%, t.d. á 1,5 x innra virði, eigið fé. Það er upphæð sem nemur tæpum 120 milljörðum króna (vantar ríkinu pening?). Lífeyrissjóðir myndu kaupa 35% af þessum 40 en íslenskur almenningur gæti síðan keypt 5%. Síðan yrði félagið skráð í kauphöll. Varðandi stöðu lífeyrissjóðanna þá eru þeir að glíma við umfangsmikið vandamál sem fer vaxandi, sem er að þeir geta lítið gert við peningana sem þeir ávaxta fyrir sjóðsfélaga. T.d. á Lífeyrissjóður verzlunarmanna um 32 milljarða á innlánsreikningum sem bera að einhverju leyti neikvæða raunvexti nú um stundir. Tæplega 50% af eignum lífeyrissjóðanna eru í opinberum skuldum, sköttum framtíðarinnar, osvfrv. Helsta ástæðan fyrir því að Landsvirkjun fellur vel að fjárfestingamarkmiðum þeirra er að langtímaávöxtun, og síðan tekjustreymi í dollar. Þannig er eignarhlutur í Landsvirkjun ígildi stöðugrar eignar sem varin er fyrir sveiflum á gengi krónunnar. Ekkert er mikilvægara lífeyrissjóðunum heldur en það. Það var nú ekki hugmyndin, að fara nákvæmlega ofan í þetta tiltekna atriði í þessum pistli, en í ljósi þess hversu augljóst það er, að breyting á eignarformi Landsvirkjunar með þessum hætti getur styrkt fjárhagsstöðu ríkisins verulega, verið sem björgunarhringur í ólgusjó fyrir lífeyrissjóðina og styrkt lánshæfi Landsvirkjunar, þá verður ekki komist hjá því að nefna þetta. Þetta snýst ekkert um vinstri eða hægri stefnu í pólitík, heldur heilbrigða skynsemi og framtíðarásýnd ávöxtunarmarkaðar fyrir fjármagn í lokuðu hagkerfi.Spennandi tímar Varðandi næstu mánuði á hlutabréfamarkaðnum íslenska þá eru spennandi tímar framundan. Hagar, Skýrr, Horn, Tryggingamiðstöðin, og hugsanlega fleiri félög, eru á leiðinni inn á skráðan markað. Ég ætla að spá því að félögin verði skráð inn á markað á gengi sem telst þokkalega hagstætt í samanburði við tekjustreymi og eigið fé. Ástæðan er sem fyrr segir; nauðsyn þess að hræða fjárfesta ekki frá markaðnum eftir hið fordæmalausa hrun. Mörg álitamál eru framundan, þegar kemur endurreisn markaðarins. Eitt snýr að Horni dótturfélagi Landsbankans, sem er í eigu skattgreiðenda. Skráning þess er ein umfangsmesta einkavæðing í Íslandssögunni, en eigið fé félagsins er 32 milljarðar króna. Skráning Haga blikknar í samanburði, á þennan mælikvarða, en þó er mun meira rætt um hana.Markaðir eru „framvirkir" „Hlutabréfamarkaðir eiga það til að koma aftan að þér," sagði George Soros, fjárfestirinn þekkti, einu sinni. Það er nokkuð til í þessu finnst mér. Stundum koma bestu vísbendingarnar fram um hvað sé framundan á hlutabréfamarkaði, jafnvel eins og hendi sé veifað. Hlutabréfamarkaðurinn íslenski hrundi haustið 2007, ári áður en skráðu félögin hrundu sjálf. Núna er hann að rísa upp aftur og allt bendir til þess að það verði vel mögulegt fyrir fólk og fyrirtæki að hagnast vel með viðskiptum. Það mun hafa jákvæð áhrif á hagvöxt. Ekki veitir af. Áfram verður íslenskur hlutabréfamarkaður því marki brenndur að verðmyndun eigna byggir á grunnum fleti fjármagnshreyfinga og fárra viðskipta. Markaðinn skortir dýpt. En það er ekki þar með sagt að hann sé ekki nytsamlegur. Innan gjaldeyrishafta getur hann skipti miklu máli við að efla ávöxtunarmarkað og hagkerfið allt. Á þessum tímamótum sýnist mér við standa núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Stundum er talað um að hlutabréfamarkaðir gefi betri vísbendingu um hvað sé framundan heldur en nokkuð annað. Í bókinni Warren Buffett-aðferðin eftir Robert G. Hagstrom kemur fram, að Buffett líti ekki til gengi hlutabréfa í einstökum félögum á hverjum tíma, heldur noti upplýsingar og reynslu til þess að greina hvað vísitölurnar eru að segja um stöðuna eftir sex mánuði.Tímamót Ég held að íslenski hlutabréfamarkaðurinn standi nú á tímamótum og innan árs þá verði töluvert af fólki búið að hagnast vel á viðskiptum með íslensk hlutabréf. Af hverju? Vegna þess að fordæmalaus hrun á hlutabréfamarkaði, raunar allsherjarhrun eins og varð hér, kallar á að markaðurinn sé endurreistur með „afslætti". Fyrirtæki eru endurskráð á lágu gengi til þess að hræða ekki burtu fjárfesta strax í upphafi. Endurskipulagning og í reynd endurskráning Icelandair Group er gott dæmi um þetta. Félagið var endurskráð á genginu 2,5 en gengi bréfa er nú komið yfir 5 og hefur raunar farið í tæplega 6. Rekstrartölurnar sýna líka ákveðinn stöðugleika sem ætti að tryggja tiltrú stórs hóps hluthafa til lengri tíma. Þetta er allt með þeim fyrirvara að íslenskur almenningur, og stjórnvöld ekki síst, trúi því að markaðsbúskapur sé hinn raunverulegi tilverugrundvöllur velferðarkerfisins en ekki öfugt. Þannig er það á Norðurlöndunum, þar sem rekið er árangursríkt blandað markaðsbúskapskerfi þar sem hið opinbera sýnir í verki að það treystir sér til þess að vinna með fjárfestum úr einkageiranum og alþjóðlegum fagfjárfestum. Dæmi um þetta er Statoil, olíurisinn í Noregi, þar sem ríkið á 68% hlut en einkafjárfestar afganginn, í gegnum kauphöll. Það sama á við um Norsk Hydro, þar sem ríkið á yfir 40% hlut, og raunar langflest stærstu og mikilvægustu fyrirtæki á Norðurlöndunum, þar á meðal orkufyrirtæki. Farið er svonefnd blönduð leið sem Harvard-prófessorinn Michael Porter, virtasti fræðimaður heims á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfni þjóða, sagði á fundi sem ég sat í Arion banka, að væri árangursríkasta og stöðugasta leiðin fram á við. Hann var þá að ræða um orkubúskapinn íslenska. Þetta fyrirkomulag styrkir ávöxtunarmarkað með fjármagn og dreifir eigendaáhættu. Því hefur verið haldið fram í pistlaskrifum viðskiptablaðamanna í norrænum viðskiptablöðum, að þetta fyrirkomulag hefði sannað sig sem besta fyrirkomulagið í kreppunni. Verið ígildi dreifðar áhættu í eignasafni og hjálpað Norðurlandaþjóðunum að standa af sér storminn og raunar gott betur. Margt bendir til þess að þetta sé rétt greining. Í það minnsta halda Norðurlöndin vel sjó og eru að vaxa í efnahagslegu tilliti. Þar snýst ekki allt um háa skatta, þvert á það sem margir halda, heldur þá sýn að markaðsbúskapur búi möguleikann á velferðarkerfi til.Heilbrigð skynsemi Þó nokkuð langt sé í að þessi stefna verði að veruleika hér þá ætti hún að vera okkur umhugsunarefni. Það er ekki nóg að halda fund í Norræna húsinu. Það verður að skoða nákvæmisatriðin og samhengi hlutanna; nákvæmlega hvað það er sem gerir módel Norðurlandanna eftirsóknarvert. Ég hef skrifað á annan tug pistla í gegnum tíðina um mikilvægi þess fyrir ávöxtunarmarkað með fé hér á landi, að dreifa eigendaáhættu Landsvirkjunar með blönduðu eignarhaldi og styrkja með því lánshæfi fyrirtækisins til lengri tíma. Ég ætla að halda því áfram. Nú er umheimurinn mitt inn í tímabili þar sem ríkisábyrgðir eru ekki ávísun á betri lánskjör. Allt bendir til þess að það verði langt tímabil, jafnvel áratugalangt, vegna langtímaskuldavanda þjóðríkja víða um heim. Það sem mun skipta miklu máli þegar kemur að lánakjörum er trúverðugt eignarhald fyrirtækja, raunveruleg geta til þess að aðstoða félög við að ná rekstrarmarkmiðum. Ríkið hefur frá hruni verið dragbítur á lánakjör Landsvirkjunar samkvæmt greiningum matsfyrirtækja, sem hefur komið í veg fyrir að fyrirtækið hafi getað farið út í framkvæmdir á grundvelli arðsemismarkmiða sem fyrirtækið setur sér. Varðandi Landsvirkjun, þá væri hægt að útfæra blandað eignarhald svona: Ríkið heldur 60% hlut, kjölfestu meirihlutaeign, en selur 40%, t.d. á 1,5 x innra virði, eigið fé. Það er upphæð sem nemur tæpum 120 milljörðum króna (vantar ríkinu pening?). Lífeyrissjóðir myndu kaupa 35% af þessum 40 en íslenskur almenningur gæti síðan keypt 5%. Síðan yrði félagið skráð í kauphöll. Varðandi stöðu lífeyrissjóðanna þá eru þeir að glíma við umfangsmikið vandamál sem fer vaxandi, sem er að þeir geta lítið gert við peningana sem þeir ávaxta fyrir sjóðsfélaga. T.d. á Lífeyrissjóður verzlunarmanna um 32 milljarða á innlánsreikningum sem bera að einhverju leyti neikvæða raunvexti nú um stundir. Tæplega 50% af eignum lífeyrissjóðanna eru í opinberum skuldum, sköttum framtíðarinnar, osvfrv. Helsta ástæðan fyrir því að Landsvirkjun fellur vel að fjárfestingamarkmiðum þeirra er að langtímaávöxtun, og síðan tekjustreymi í dollar. Þannig er eignarhlutur í Landsvirkjun ígildi stöðugrar eignar sem varin er fyrir sveiflum á gengi krónunnar. Ekkert er mikilvægara lífeyrissjóðunum heldur en það. Það var nú ekki hugmyndin, að fara nákvæmlega ofan í þetta tiltekna atriði í þessum pistli, en í ljósi þess hversu augljóst það er, að breyting á eignarformi Landsvirkjunar með þessum hætti getur styrkt fjárhagsstöðu ríkisins verulega, verið sem björgunarhringur í ólgusjó fyrir lífeyrissjóðina og styrkt lánshæfi Landsvirkjunar, þá verður ekki komist hjá því að nefna þetta. Þetta snýst ekkert um vinstri eða hægri stefnu í pólitík, heldur heilbrigða skynsemi og framtíðarásýnd ávöxtunarmarkaðar fyrir fjármagn í lokuðu hagkerfi.Spennandi tímar Varðandi næstu mánuði á hlutabréfamarkaðnum íslenska þá eru spennandi tímar framundan. Hagar, Skýrr, Horn, Tryggingamiðstöðin, og hugsanlega fleiri félög, eru á leiðinni inn á skráðan markað. Ég ætla að spá því að félögin verði skráð inn á markað á gengi sem telst þokkalega hagstætt í samanburði við tekjustreymi og eigið fé. Ástæðan er sem fyrr segir; nauðsyn þess að hræða fjárfesta ekki frá markaðnum eftir hið fordæmalausa hrun. Mörg álitamál eru framundan, þegar kemur endurreisn markaðarins. Eitt snýr að Horni dótturfélagi Landsbankans, sem er í eigu skattgreiðenda. Skráning þess er ein umfangsmesta einkavæðing í Íslandssögunni, en eigið fé félagsins er 32 milljarðar króna. Skráning Haga blikknar í samanburði, á þennan mælikvarða, en þó er mun meira rætt um hana.Markaðir eru „framvirkir" „Hlutabréfamarkaðir eiga það til að koma aftan að þér," sagði George Soros, fjárfestirinn þekkti, einu sinni. Það er nokkuð til í þessu finnst mér. Stundum koma bestu vísbendingarnar fram um hvað sé framundan á hlutabréfamarkaði, jafnvel eins og hendi sé veifað. Hlutabréfamarkaðurinn íslenski hrundi haustið 2007, ári áður en skráðu félögin hrundu sjálf. Núna er hann að rísa upp aftur og allt bendir til þess að það verði vel mögulegt fyrir fólk og fyrirtæki að hagnast vel með viðskiptum. Það mun hafa jákvæð áhrif á hagvöxt. Ekki veitir af. Áfram verður íslenskur hlutabréfamarkaður því marki brenndur að verðmyndun eigna byggir á grunnum fleti fjármagnshreyfinga og fárra viðskipta. Markaðinn skortir dýpt. En það er ekki þar með sagt að hann sé ekki nytsamlegur. Innan gjaldeyrishafta getur hann skipti miklu máli við að efla ávöxtunarmarkað og hagkerfið allt. Á þessum tímamótum sýnist mér við standa núna.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun