Bent á lögfestingu Barnasáttmála Steinunn Stefánsdóttir skrifar 7. desember 2011 11:00 Mikil vakning hefur átt sér stað á þeim árum sem liðin eru frá því að hugtakið einelti var skilgreint. Fyrir þann tíma var einelti allt of viðurkennt. Vissulega var það ekki liðið athugasemdalaust hvar og hvenær sem er en of oft horfði fólk, börn og fullorðnir, upp á einelti með þegjandi samþykki; einelti barna gegn öðrum börnum, kennara gegn nemendum, vinnufélaga gegn samstarfsmönnum og áfram mætti telja. Einelti á sér vissulega enn stað. Oftar er þó brugðist við því með markvissum aðgerðum til að uppræta það. Í þeim tilvikum að það gerist ekki þá er ástæðan ólíklega sú að þeir sem vitni eru að eineltinu setji ekki spurningarmerki við framkomuna heldur hafa þeir ekki hugrekki til að takast á við vandamálið og/eða finnst ekki vera til farvegur til að beina málinu í. Fyrra atriðinu er erfiðara að breyta en því síðara. En við það að skýrt sé í hugum fólks hvaða hegðun og samskipti flokkast sem einelti og með því að farvegur slíkra mála í skólum, tómstundastarfi og á vinnustöðum sé skýr kemur hugrekkið auðvitað á eftir. Í þverfaglegri rannsókn sem kynnt er í dag eru greindir þættir sem þykja jákvæðir á sviði eineltismála. Þá eru dregnir fram þættir sem er ábótavant og tillögur gerðar að úrbótum. Rannsóknin gefur þannig heildstæða mynd af stöðu málsins hér á landi. Nokkur veigamikil skref hafa verið stigin í baráttunni gegn einelti. Eineltisáætlun sem kennd er við Olweus var innleidd hér árið 2002 og rannsókn hefur sýnt að einelti er minna í þeim skólum sem tekið hafa áætlunina upp en þeim sem hafa ekki gert það. Á þessu ári var verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti á vegum þriggja ráðuneyta sett á laggirnar auk þess sem gefin var út reglugerð sem fastmótar ábyrgð á skyldur grunnskóla til að taka á einelti. Á það er bent í niðurstöðum rannsóknarinnar að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur enn ekki verið lögfestur á Íslandi. Alþingi hefur þó samþykkt þingsályktunartillögu þess efnis. Sáttmálinn var fullgiltur af íslenskum stjórnvöldum fyrir nærri tveimur áratugum og eru því margir orðnir langeygir eftir lögfestingunni. Með einelti gegn barni er brotið á réttindum sem varin eru í Barnasáttmálanum, svo ljóst er að lögfesting hans skiptir miklu fyrir börn sem eru þolendur eineltis. Sömuleiðis er bent á að Barnasáttmálinn sé ekki nægilega vel kynntur, hvorki börnum né þeim sem með börnum starfi. Einnig er bent á að kennarar og aðrir þeir sem með börnum vinna komi ekki með nægjanlegt veganesti úr námi sínu til að takast á við aga- og samskiptamál nemenda sinna. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að vinna gegn einelti. Tillögur þær um úrbætur sem finna má í rannsókninni verða vonandi stjórnvöldum leiðarljós í þeirri vinnu, sem hvergi nærri er lokið, og hefur að markmiði að útrýma einelti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Mikil vakning hefur átt sér stað á þeim árum sem liðin eru frá því að hugtakið einelti var skilgreint. Fyrir þann tíma var einelti allt of viðurkennt. Vissulega var það ekki liðið athugasemdalaust hvar og hvenær sem er en of oft horfði fólk, börn og fullorðnir, upp á einelti með þegjandi samþykki; einelti barna gegn öðrum börnum, kennara gegn nemendum, vinnufélaga gegn samstarfsmönnum og áfram mætti telja. Einelti á sér vissulega enn stað. Oftar er þó brugðist við því með markvissum aðgerðum til að uppræta það. Í þeim tilvikum að það gerist ekki þá er ástæðan ólíklega sú að þeir sem vitni eru að eineltinu setji ekki spurningarmerki við framkomuna heldur hafa þeir ekki hugrekki til að takast á við vandamálið og/eða finnst ekki vera til farvegur til að beina málinu í. Fyrra atriðinu er erfiðara að breyta en því síðara. En við það að skýrt sé í hugum fólks hvaða hegðun og samskipti flokkast sem einelti og með því að farvegur slíkra mála í skólum, tómstundastarfi og á vinnustöðum sé skýr kemur hugrekkið auðvitað á eftir. Í þverfaglegri rannsókn sem kynnt er í dag eru greindir þættir sem þykja jákvæðir á sviði eineltismála. Þá eru dregnir fram þættir sem er ábótavant og tillögur gerðar að úrbótum. Rannsóknin gefur þannig heildstæða mynd af stöðu málsins hér á landi. Nokkur veigamikil skref hafa verið stigin í baráttunni gegn einelti. Eineltisáætlun sem kennd er við Olweus var innleidd hér árið 2002 og rannsókn hefur sýnt að einelti er minna í þeim skólum sem tekið hafa áætlunina upp en þeim sem hafa ekki gert það. Á þessu ári var verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti á vegum þriggja ráðuneyta sett á laggirnar auk þess sem gefin var út reglugerð sem fastmótar ábyrgð á skyldur grunnskóla til að taka á einelti. Á það er bent í niðurstöðum rannsóknarinnar að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur enn ekki verið lögfestur á Íslandi. Alþingi hefur þó samþykkt þingsályktunartillögu þess efnis. Sáttmálinn var fullgiltur af íslenskum stjórnvöldum fyrir nærri tveimur áratugum og eru því margir orðnir langeygir eftir lögfestingunni. Með einelti gegn barni er brotið á réttindum sem varin eru í Barnasáttmálanum, svo ljóst er að lögfesting hans skiptir miklu fyrir börn sem eru þolendur eineltis. Sömuleiðis er bent á að Barnasáttmálinn sé ekki nægilega vel kynntur, hvorki börnum né þeim sem með börnum starfi. Einnig er bent á að kennarar og aðrir þeir sem með börnum vinna komi ekki með nægjanlegt veganesti úr námi sínu til að takast á við aga- og samskiptamál nemenda sinna. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að vinna gegn einelti. Tillögur þær um úrbætur sem finna má í rannsókninni verða vonandi stjórnvöldum leiðarljós í þeirri vinnu, sem hvergi nærri er lokið, og hefur að markmiði að útrýma einelti.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun