Lyktin af hangikjöti ómissandi partur af jólunum 1. nóvember 2011 00:01 „Þetta verður mjög hefðbundið aðfangadagskvöld hjá okkur. Við komum saman yfirleitt tvær fjölskyldur og síðar um kvöldið koma fleirum í heitt súkkulaði. Maturinn er alltaf sá sami enda ómissandi hluti af jólunum aspassúpa og hamborgarahryggur ásamt öllu meðlæti og það klukkan sex er hefðin og það breytist ekki," segir Ívar. „Það eru svona nokkur atriði sem ég verð að telja sem búa til jólastemminguna hjá mér og fjölskyldunni," segir Ívar Guðmundsson útvarpsmaður og líkamsræktarfrömuður. „Þegar ég var yngri var það um leið og jólaserían var sett á svalirnar heima og það er ein af þeim hefðum sem ég hef haldið eftir að við konan fórum að búa að setja jólaseríu á svalahandriðið."„Lyktin af hangikjöti er ómissandi partur af jólunum," segir Ívar. „Konan býr alltaf til aðventukrans. Fyrsti í aðventu er því svona sá tímapunktur þar sem jólaundirbúningurinn hefst." Hvað kemur þér í hátíðarskap? „Ég held að ég verði að segja þegar jólalögin byrja að hljóma í útvarpi enda hef ég síðustu tuttugu jól spilað jólalög í útvarpi," segir Ívar.„Ég hef síðustu tuttugu jól spilað jólalög í útvarpi," segir Ívar. Hér má sjá hann með Eiríki Hauks á góðri stundu.Eftirminnileg jól„Ég man sérstaklega eftir fyrstu jólunum eftir að við fórum að búa en það voru heilmikil viðbrigði að skapa eigin jólahefðir," svarar Ívar spurður um eftirminnileg jól sem hann gleymir seint.„Þar má nefna að við keyptum eitt ljótasta jólatré sem ég hef séð enda vorum við frekar sein að kaupa jólatré það árið."Ívar eyddi jólunum fyrir tveimur árum á Flórída með fjölskyldu eiginkonunnar.„Önnur mjög eftirminnileg jól voru jólin 2007 þegar við fórum öll systkyni konunnar og börn þeirra ásamt tengdapabba til Orlando í Flórída og vorum þar yfir jól og áramót."„Mjög sérstakt að hafa hvorki kulda né snjó þegar maður er að fara milli verslana og kaupa jólagjafir," segir Ívar.Æfir þú líkamsrækt yfir jólin? „Já ég hef nú alltaf æft í kringum jól og áramót."Ívar tekur sér frí frá líkamsræktinni á aðfangadag og jóladag.„Ég æfi á þorláksmessu og tek svo frí aðfangadag og jóladag en annan dag jóla er maður mættur aftur í æfingasalinn enda ekkert eins gott og að fara og hreinsa aðeins út eftir átið yfir jóladagana.„Að hreyfa sig er bara hluti af lífsstíl mínum," segir Ívar að [email protected] Jólafréttir Mest lesið Gítargripin við Bjart er yfir Betlehem Jólin Gróft og fínt í bland Jólin Jólakaka frá ömmu Jólin Fjórréttuð hátíðarveisla Jól Sálmur 78 - Í dag er glatt í döprum hjörtum Jól Gyðingakökur Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólakæfa Jólin
„Það eru svona nokkur atriði sem ég verð að telja sem búa til jólastemminguna hjá mér og fjölskyldunni," segir Ívar Guðmundsson útvarpsmaður og líkamsræktarfrömuður. „Þegar ég var yngri var það um leið og jólaserían var sett á svalirnar heima og það er ein af þeim hefðum sem ég hef haldið eftir að við konan fórum að búa að setja jólaseríu á svalahandriðið."„Lyktin af hangikjöti er ómissandi partur af jólunum," segir Ívar. „Konan býr alltaf til aðventukrans. Fyrsti í aðventu er því svona sá tímapunktur þar sem jólaundirbúningurinn hefst." Hvað kemur þér í hátíðarskap? „Ég held að ég verði að segja þegar jólalögin byrja að hljóma í útvarpi enda hef ég síðustu tuttugu jól spilað jólalög í útvarpi," segir Ívar.„Ég hef síðustu tuttugu jól spilað jólalög í útvarpi," segir Ívar. Hér má sjá hann með Eiríki Hauks á góðri stundu.Eftirminnileg jól„Ég man sérstaklega eftir fyrstu jólunum eftir að við fórum að búa en það voru heilmikil viðbrigði að skapa eigin jólahefðir," svarar Ívar spurður um eftirminnileg jól sem hann gleymir seint.„Þar má nefna að við keyptum eitt ljótasta jólatré sem ég hef séð enda vorum við frekar sein að kaupa jólatré það árið."Ívar eyddi jólunum fyrir tveimur árum á Flórída með fjölskyldu eiginkonunnar.„Önnur mjög eftirminnileg jól voru jólin 2007 þegar við fórum öll systkyni konunnar og börn þeirra ásamt tengdapabba til Orlando í Flórída og vorum þar yfir jól og áramót."„Mjög sérstakt að hafa hvorki kulda né snjó þegar maður er að fara milli verslana og kaupa jólagjafir," segir Ívar.Æfir þú líkamsrækt yfir jólin? „Já ég hef nú alltaf æft í kringum jól og áramót."Ívar tekur sér frí frá líkamsræktinni á aðfangadag og jóladag.„Ég æfi á þorláksmessu og tek svo frí aðfangadag og jóladag en annan dag jóla er maður mættur aftur í æfingasalinn enda ekkert eins gott og að fara og hreinsa aðeins út eftir átið yfir jóladagana.„Að hreyfa sig er bara hluti af lífsstíl mínum," segir Ívar að [email protected]
Jólafréttir Mest lesið Gítargripin við Bjart er yfir Betlehem Jólin Gróft og fínt í bland Jólin Jólakaka frá ömmu Jólin Fjórréttuð hátíðarveisla Jól Sálmur 78 - Í dag er glatt í döprum hjörtum Jól Gyðingakökur Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólakæfa Jólin