Uppgjör gengislána andstætt stjórnarskrá? Einar Hugi Bjarnason skrifar 12. janúar 2011 11:00 Þann 18. desember sl. voru samþykkt á Alþingi lög nr. 151/2010 sem m.a. breyttu lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Í þessum nýju lögum er skýrt kveðið á um að kröfuhafa beri að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur ranglega af honum haft vegna ólögmætra vaxta og/eða verðtryggingar. Einnig leggja lögin þá skyldu á fjármálafyrirtæki, sem veitt hefur slík ólögmæt lán, að senda skuldara útreikning á nýjum höfuðstól og/eða endurgreiðslu ofgreidds fjár sem af uppgjörinu leiðir eigi síðar en 60 dögum eftir gildistöku laganna. Þessi tilhögun greiðsluuppgjörs er vitaskuld góðra gjalda verð og til þess fallin að draga úr óvissu um meðferð gengistryggðra bíla- og húsnæðislána. Undirritaður hefur hins vegar efasemdir um að endurútreikningur verði kláraður fyrir nefnt tímamark og mun tíminn leiða í ljós hvort þau háleitu markmið sem lögin setja í þessum efnum verði uppfyllt. Tilgangur greinar þessarar er að benda á tvö atriði í nýju lögunum er vakið hafa undirritaðan til umhugsunar og lúta annars vegar að því hvers konar lánsskuldbindingar falli undir lögin og hins vegar að þeirri stöðu þegar skuldaraskipti hafa orðið að lánssamningi sem inniheldur ólögmætt gengistryggingarákvæði. Varðandi fyrrnefnda atriðið kemur fram í lögunum að þau taki til húsnæðislána til neytenda sem falli undir skilgreiningu B-liðar 68. gr. laga um tekjuskatt og einnig til lánssamninga og eignaleigusamninga sem einstaklingar hafa gert við fjármálafyrirtæki vegna kaupa á bifreið til einkanota. Að mati undirritaðs er þessi þrönga skilgreining á hugtakinu húsnæðislán í lögunum til þess fallin að mismuna skuldurum gengistryggðra lána, enda er það skilyrði samkvæmt nefndu ákvæði tekjuskattslaganna að lán hafi verið tekið vegna kaupa eða byggingar á húsnæði til eigin nota. Í þessu felst að lögin ná ekki til allra einstaklinga sem tekið hafa lán sem tryggð eru með veði í íbúðarhúsnæði. Sem dæmi falla utan við gildissvið laganna svonefnd lánsveð, t.d. þegar einstaklingur hefur fengið veð að láni hjá vinum eða vandamönnum. Hið sama á við um einstaklinga sem sitja uppi með tvær fasteignir á gengistryggðum lánum og ekki hefur tekist að selja fyrra húsnæði í kjölfar efnahagshrunsins, en þá er sú fasteign sem ekki er nýtt til eigin nota undanþegin samkvæmt lögunum. Fleiri dæmi mætti taka og ljóst að margs konar takmarkatilvik geta komið upp varðandi túlkun á þessu skilyrði. Sömu sögu er að segja um það skilyrði laganna að bifreið hafi verið keypt til einkanota, t.d. varðandi bifhjól og leigubifreiðar sem nýttar eru bæði í einkaerindum og atvinnurekstri. Undirritaður er þeirrar skoðunar að lögin standist að þessu leyti tæpast jafnræðisákvæði laga og stjórnarskrár. Síðarnefnda atriðið sem undirritaður telur ástæðu til að vekja athygli á er áhrif skuldaraskipta á endurútreikning gengistryggðra lánssamninga. Í 8. mgr. 1. gr. laga nr. 151/2010, sbr. 18 gr. laga nr. 38/2001, er ákvæði er mælir fyrir um að ef einu sinni eða oftar hafa orðið aðila- eða skuldaraskipti að slíkum lánssamningi skuli hver skuldari eiga sjálfstæðan rétt gagnvart kröfuhafa til leiðréttingar á greiðslum vegna lánsins. Réttindi og skyldur hvers og eins aðila skuli miðast við þann tíma sem viðkomandi var skuldari lánssamnings og leiðrétting nái bæði til greiðslna og höfuðstóls á því tímabili samkvæmt ákveðnum reglum sem nánar eru útlistaðar í lögunum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að skuldaraskipti hafa undantekningarlítið átt sér stað í tengslum við eigendaskipti að veðsettum eignum. Þegar slík yfirtaka á sér stað tekur hinn nýi skuldari yfir réttindi og skyldur samkvæmt viðkomandi lánssamningi á yfirtökudegi. Að mati undirritaðs eiga leiðréttingar á ofgreiðslum á samningstímanum í slíkum tilvikum að renna óskertar til þess aðila sem yfirtekið hefur viðkomandi lánssamning en ekki fyrri skuldara samningsins. Með lögunum er hins vegar rótgrónum reglum kröfuréttar um aðilaskipti að kröfum og reglum um viðskiptabréf breytt og mælt fyrir um sjálfstæðan rétt fyrri skuldara gagnvart kröfuhafa til leiðréttinga á ofgreiðslum. Undirritaður telur því hugsanlegt að lögin gangi í berhögg við eignaréttarákvæði stjórnarskrár og reglum um bann við afturvirkni laga. Er því mikilvægt fyrir núverandi skuldara gengistryggðra lánssamninga að kanna réttarstöðu sína, þ.m.t. hvort íslenska ríkið hafi með lagasetningunni hugsanlega bakað sér skaðabótaskyldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Þann 18. desember sl. voru samþykkt á Alþingi lög nr. 151/2010 sem m.a. breyttu lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Í þessum nýju lögum er skýrt kveðið á um að kröfuhafa beri að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur ranglega af honum haft vegna ólögmætra vaxta og/eða verðtryggingar. Einnig leggja lögin þá skyldu á fjármálafyrirtæki, sem veitt hefur slík ólögmæt lán, að senda skuldara útreikning á nýjum höfuðstól og/eða endurgreiðslu ofgreidds fjár sem af uppgjörinu leiðir eigi síðar en 60 dögum eftir gildistöku laganna. Þessi tilhögun greiðsluuppgjörs er vitaskuld góðra gjalda verð og til þess fallin að draga úr óvissu um meðferð gengistryggðra bíla- og húsnæðislána. Undirritaður hefur hins vegar efasemdir um að endurútreikningur verði kláraður fyrir nefnt tímamark og mun tíminn leiða í ljós hvort þau háleitu markmið sem lögin setja í þessum efnum verði uppfyllt. Tilgangur greinar þessarar er að benda á tvö atriði í nýju lögunum er vakið hafa undirritaðan til umhugsunar og lúta annars vegar að því hvers konar lánsskuldbindingar falli undir lögin og hins vegar að þeirri stöðu þegar skuldaraskipti hafa orðið að lánssamningi sem inniheldur ólögmætt gengistryggingarákvæði. Varðandi fyrrnefnda atriðið kemur fram í lögunum að þau taki til húsnæðislána til neytenda sem falli undir skilgreiningu B-liðar 68. gr. laga um tekjuskatt og einnig til lánssamninga og eignaleigusamninga sem einstaklingar hafa gert við fjármálafyrirtæki vegna kaupa á bifreið til einkanota. Að mati undirritaðs er þessi þrönga skilgreining á hugtakinu húsnæðislán í lögunum til þess fallin að mismuna skuldurum gengistryggðra lána, enda er það skilyrði samkvæmt nefndu ákvæði tekjuskattslaganna að lán hafi verið tekið vegna kaupa eða byggingar á húsnæði til eigin nota. Í þessu felst að lögin ná ekki til allra einstaklinga sem tekið hafa lán sem tryggð eru með veði í íbúðarhúsnæði. Sem dæmi falla utan við gildissvið laganna svonefnd lánsveð, t.d. þegar einstaklingur hefur fengið veð að láni hjá vinum eða vandamönnum. Hið sama á við um einstaklinga sem sitja uppi með tvær fasteignir á gengistryggðum lánum og ekki hefur tekist að selja fyrra húsnæði í kjölfar efnahagshrunsins, en þá er sú fasteign sem ekki er nýtt til eigin nota undanþegin samkvæmt lögunum. Fleiri dæmi mætti taka og ljóst að margs konar takmarkatilvik geta komið upp varðandi túlkun á þessu skilyrði. Sömu sögu er að segja um það skilyrði laganna að bifreið hafi verið keypt til einkanota, t.d. varðandi bifhjól og leigubifreiðar sem nýttar eru bæði í einkaerindum og atvinnurekstri. Undirritaður er þeirrar skoðunar að lögin standist að þessu leyti tæpast jafnræðisákvæði laga og stjórnarskrár. Síðarnefnda atriðið sem undirritaður telur ástæðu til að vekja athygli á er áhrif skuldaraskipta á endurútreikning gengistryggðra lánssamninga. Í 8. mgr. 1. gr. laga nr. 151/2010, sbr. 18 gr. laga nr. 38/2001, er ákvæði er mælir fyrir um að ef einu sinni eða oftar hafa orðið aðila- eða skuldaraskipti að slíkum lánssamningi skuli hver skuldari eiga sjálfstæðan rétt gagnvart kröfuhafa til leiðréttingar á greiðslum vegna lánsins. Réttindi og skyldur hvers og eins aðila skuli miðast við þann tíma sem viðkomandi var skuldari lánssamnings og leiðrétting nái bæði til greiðslna og höfuðstóls á því tímabili samkvæmt ákveðnum reglum sem nánar eru útlistaðar í lögunum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að skuldaraskipti hafa undantekningarlítið átt sér stað í tengslum við eigendaskipti að veðsettum eignum. Þegar slík yfirtaka á sér stað tekur hinn nýi skuldari yfir réttindi og skyldur samkvæmt viðkomandi lánssamningi á yfirtökudegi. Að mati undirritaðs eiga leiðréttingar á ofgreiðslum á samningstímanum í slíkum tilvikum að renna óskertar til þess aðila sem yfirtekið hefur viðkomandi lánssamning en ekki fyrri skuldara samningsins. Með lögunum er hins vegar rótgrónum reglum kröfuréttar um aðilaskipti að kröfum og reglum um viðskiptabréf breytt og mælt fyrir um sjálfstæðan rétt fyrri skuldara gagnvart kröfuhafa til leiðréttinga á ofgreiðslum. Undirritaður telur því hugsanlegt að lögin gangi í berhögg við eignaréttarákvæði stjórnarskrár og reglum um bann við afturvirkni laga. Er því mikilvægt fyrir núverandi skuldara gengistryggðra lánssamninga að kanna réttarstöðu sína, þ.m.t. hvort íslenska ríkið hafi með lagasetningunni hugsanlega bakað sér skaðabótaskyldu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun