Jólakonfekt: Allir taka þátt 1. nóvember 2011 00:01 Ingvar Sigurðsson gefur lesendum uppskriftir að jólabragði fjölskyldunnar. Fréttablaðið/Valli Ingvar Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Landsvirkjun hefur þróað einfaldar uppskriftir að ljúffengu jólakonfekti sem fjölskyldan útbýr í sameiningu nokkrum dögum fyrir jól. Fjölskyldan bakar í sameiningu á okkar heimili fyrir jólin. Við byrjuðum á þessu fyrir mörgum árum til að búa til okkar eigin jólahefðir," segir Ingvar Sigurðsson, matreiðslumeistari hjá Landsvirkjun. „Gegnum tíðina höfum við þróað okkar eigin jólauppskriftir að konfekti sem við gerum nokkrum dögum fyrir jól. Uppskriftirnar eru einfaldar en í þær notum við ekta súkkulaði og úrvals hráefni. Þetta er jólabragðið okkar."- ratMarsipanrúllur með döðlu- og fíkjufyllingu (Sushikonfektið)500 g Odense marsipan 100 g döðlur 100 g fíkjur 2 msk. Grand Marnier eða annar líkjör 4 msk. muldar heslihnetur 150 g dökkt súkkulaðiSaxið fíkjur og döðlur smátt og blandið saman ásamt líkjör. Fletjið marsipan út milli laga af plastpokaplasti í ferning sem er u.þ.b. 25x8 cm. Leggið fyllinguna ofan á miðjan ferninginn og rúllið upp þannig að fyllingin sé í miðri rúllunni. Mikilvægt er að rúlla nokkuð þétt. Leggið rúlluna á smjörpappír og smyrjið með bræddu súkkulaðinu og sáldrið muldum heslihnetum í blautt súkkulaðið. Látið storkna og penslið aftur eða rúllið upp úr súkkulaði þannig að hjúpi vel. Látið storkna (þó ekki í kæli) og skerið niður með heitum beittum hníf. Geymið í lokuðu íláti eftir að búið er að skera í bita. Marsipan- og núggatbitar með súkkulaðihjúpi og valhnetu200 g marsipan 100 g Odense núggat 150 g súkkulaði 15 stk. valhnetukjarnar.Fletjið marsipan út milli laga af plasti þar til það er 4-5 mm á þykkt. Skerið núggat í sneiðar og leggið ofan á helming marsipansins. Leggið hinn helminginn ofan á og skerið í um 15 mola. Dýfið molunum í bráðið súkkulaðið og setjið valhnetukjarna ofan á. Hægt er að stinga í molana með gaffli til að dýfa í súkkulaðið þar sem valhnetukjarninn kemur hvort eð er til með að hylja farið. Jólafréttir Mest lesið Jólagleðin við völd - myndir Jól Eru jólasveinarnir til í alvöru? Jól Bakað af ástríðu og kærleika Jól Sálmur 566 - Einu sinni' í ættborg Davíðs Jól Látlaust og stílhreint í ár Jólin Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólaljósmyndakeppnin: Frestur rennur út á miðnætti Jól Gyðingakökur Jól Veittu fjögurra milljóna styrk Jólin Svo gaman að gleðja börnin Jól
Ingvar Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Landsvirkjun hefur þróað einfaldar uppskriftir að ljúffengu jólakonfekti sem fjölskyldan útbýr í sameiningu nokkrum dögum fyrir jól. Fjölskyldan bakar í sameiningu á okkar heimili fyrir jólin. Við byrjuðum á þessu fyrir mörgum árum til að búa til okkar eigin jólahefðir," segir Ingvar Sigurðsson, matreiðslumeistari hjá Landsvirkjun. „Gegnum tíðina höfum við þróað okkar eigin jólauppskriftir að konfekti sem við gerum nokkrum dögum fyrir jól. Uppskriftirnar eru einfaldar en í þær notum við ekta súkkulaði og úrvals hráefni. Þetta er jólabragðið okkar."- ratMarsipanrúllur með döðlu- og fíkjufyllingu (Sushikonfektið)500 g Odense marsipan 100 g döðlur 100 g fíkjur 2 msk. Grand Marnier eða annar líkjör 4 msk. muldar heslihnetur 150 g dökkt súkkulaðiSaxið fíkjur og döðlur smátt og blandið saman ásamt líkjör. Fletjið marsipan út milli laga af plastpokaplasti í ferning sem er u.þ.b. 25x8 cm. Leggið fyllinguna ofan á miðjan ferninginn og rúllið upp þannig að fyllingin sé í miðri rúllunni. Mikilvægt er að rúlla nokkuð þétt. Leggið rúlluna á smjörpappír og smyrjið með bræddu súkkulaðinu og sáldrið muldum heslihnetum í blautt súkkulaðið. Látið storkna og penslið aftur eða rúllið upp úr súkkulaði þannig að hjúpi vel. Látið storkna (þó ekki í kæli) og skerið niður með heitum beittum hníf. Geymið í lokuðu íláti eftir að búið er að skera í bita. Marsipan- og núggatbitar með súkkulaðihjúpi og valhnetu200 g marsipan 100 g Odense núggat 150 g súkkulaði 15 stk. valhnetukjarnar.Fletjið marsipan út milli laga af plasti þar til það er 4-5 mm á þykkt. Skerið núggat í sneiðar og leggið ofan á helming marsipansins. Leggið hinn helminginn ofan á og skerið í um 15 mola. Dýfið molunum í bráðið súkkulaðið og setjið valhnetukjarna ofan á. Hægt er að stinga í molana með gaffli til að dýfa í súkkulaðið þar sem valhnetukjarninn kemur hvort eð er til með að hylja farið.
Jólafréttir Mest lesið Jólagleðin við völd - myndir Jól Eru jólasveinarnir til í alvöru? Jól Bakað af ástríðu og kærleika Jól Sálmur 566 - Einu sinni' í ættborg Davíðs Jól Látlaust og stílhreint í ár Jólin Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólaljósmyndakeppnin: Frestur rennur út á miðnætti Jól Gyðingakökur Jól Veittu fjögurra milljóna styrk Jólin Svo gaman að gleðja börnin Jól