Bankaráðsmenn og ábyrgð þeirra Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 10. febrúar 2011 06:00 Það voru ánægjuleg tíðindi þegar spurðist í gær að hreingerningafólkið í gamla Landsbankanum væri fyrir alvöru að meta ábyrgð stjórnarmanna í bankanum á gjörningum sem með öðru leiddu til hruns hans. Pressan varð fyrst til að segja frá því að viðbragða og skýringa stjórnarmannanna, auk bankastjóranna tveggja, á tilteknum málum hafi verið leitað. Fyrir slitastjórn bankans vakir að kanna hvort efni og ástæða sé til að sækja bætur í vasa stjórnarmannanna. Hvort þeir hafi með athöfnum eða athafnaleysi átt slíkan þátt í falli bankans að þeir beri á því ábyrgð að lögum og geti þurft að gjalda fyrir með eigin aurum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að helstu ábyrgðarmenn bankanna sem fóru á hausinn hafa almennt talið að ófarirnar séu öðrum að kenna. Stjórnvöldum eða einhverjum útlendingum. Hrein fásinna sé að ætla að þeir sjálfir hafi gert nokkuð rangt. Þvert á móti hafi þeir gert allt rétt. Kannski þeir hafi rétt fyrir sér. Kannski þeir hafi einmitt gert allt rétt. En í ljósi þess að gjaldþrot bankanna höfðu talsverð áhrif á býsna marga einstaklinga og reyndar allt íslenska samfélagið er ágætt – og reyndar nauðsynlegt – að dómstólum verði falið að kveða upp úr um hvort störf stjórnarmannanna og bankastjóranna hafi verið jafn pottþétt og þeir vilja sjálfir meina. Það er ekki aðeins nauðsynlegur liður í tiltektinni fyrir samfélagið sem slíkt heldur viðkomandi líka. Þeir hljóta að fagna hverju tækifæri sem gefst til að þvo hendur sínar af ávirðingum um meinta óstjórn og almennan hálfvitagang. Sambærileg athugun hlýtur svo að fara fram í ranni rústa Glitnis og Kaupþings. Þar hljóta menn að skoða hvort aðgerðir eða aðgerðaleysi bankaráðsfólksins hafi haft eitthvað með þrot þeirra að gera. Og svo fylgja náttúrlega hinir: SPRON, Icebank, Askar, VBS, Byr og hvað þær nú hétu og heita allar fjármálastofnanirnar sem villtust af leið á ferð sinni fram veginn. Ferð sem aldrei átti að ljúka en varð stutt og heimssöguleg. Af fréttunum af Landsbankamönnunum að skilja er ætlunin að mögulegar bætur renni í bú bankans og þaðan til þeirra sem áttu inni hjá honum við fallið. Allt stefnir í að skattgreiðendur verði þar efstir á blaði vegna Icesave. Það er samt borin von að ætla að fólkið sem sat í bankaráði Landsbankans eigi slíkar eignir að einhverju skipti. Það væri helst að Björgólfur Guðmundsson hefði átt eitthvað en hann er gjaldþrota og ekkert að sækja til hans. Slitastjórnin sá ekki einu sinni ástæðu til að senda honum bréf. En fjárhagsstaða þeirra sem sátu í stjórnum fallinna fjármálafyrirtækja og möguleikar þeirra á að greiða bætur fyrir mistök sín eru eitt. Annað er að komist verði til botns í því hver raunveruleg ábyrgð stjórnarmannanna á rekstri fyrirtækjanna og þar með þroti þeirra var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson Skoðun
Það voru ánægjuleg tíðindi þegar spurðist í gær að hreingerningafólkið í gamla Landsbankanum væri fyrir alvöru að meta ábyrgð stjórnarmanna í bankanum á gjörningum sem með öðru leiddu til hruns hans. Pressan varð fyrst til að segja frá því að viðbragða og skýringa stjórnarmannanna, auk bankastjóranna tveggja, á tilteknum málum hafi verið leitað. Fyrir slitastjórn bankans vakir að kanna hvort efni og ástæða sé til að sækja bætur í vasa stjórnarmannanna. Hvort þeir hafi með athöfnum eða athafnaleysi átt slíkan þátt í falli bankans að þeir beri á því ábyrgð að lögum og geti þurft að gjalda fyrir með eigin aurum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að helstu ábyrgðarmenn bankanna sem fóru á hausinn hafa almennt talið að ófarirnar séu öðrum að kenna. Stjórnvöldum eða einhverjum útlendingum. Hrein fásinna sé að ætla að þeir sjálfir hafi gert nokkuð rangt. Þvert á móti hafi þeir gert allt rétt. Kannski þeir hafi rétt fyrir sér. Kannski þeir hafi einmitt gert allt rétt. En í ljósi þess að gjaldþrot bankanna höfðu talsverð áhrif á býsna marga einstaklinga og reyndar allt íslenska samfélagið er ágætt – og reyndar nauðsynlegt – að dómstólum verði falið að kveða upp úr um hvort störf stjórnarmannanna og bankastjóranna hafi verið jafn pottþétt og þeir vilja sjálfir meina. Það er ekki aðeins nauðsynlegur liður í tiltektinni fyrir samfélagið sem slíkt heldur viðkomandi líka. Þeir hljóta að fagna hverju tækifæri sem gefst til að þvo hendur sínar af ávirðingum um meinta óstjórn og almennan hálfvitagang. Sambærileg athugun hlýtur svo að fara fram í ranni rústa Glitnis og Kaupþings. Þar hljóta menn að skoða hvort aðgerðir eða aðgerðaleysi bankaráðsfólksins hafi haft eitthvað með þrot þeirra að gera. Og svo fylgja náttúrlega hinir: SPRON, Icebank, Askar, VBS, Byr og hvað þær nú hétu og heita allar fjármálastofnanirnar sem villtust af leið á ferð sinni fram veginn. Ferð sem aldrei átti að ljúka en varð stutt og heimssöguleg. Af fréttunum af Landsbankamönnunum að skilja er ætlunin að mögulegar bætur renni í bú bankans og þaðan til þeirra sem áttu inni hjá honum við fallið. Allt stefnir í að skattgreiðendur verði þar efstir á blaði vegna Icesave. Það er samt borin von að ætla að fólkið sem sat í bankaráði Landsbankans eigi slíkar eignir að einhverju skipti. Það væri helst að Björgólfur Guðmundsson hefði átt eitthvað en hann er gjaldþrota og ekkert að sækja til hans. Slitastjórnin sá ekki einu sinni ástæðu til að senda honum bréf. En fjárhagsstaða þeirra sem sátu í stjórnum fallinna fjármálafyrirtækja og möguleikar þeirra á að greiða bætur fyrir mistök sín eru eitt. Annað er að komist verði til botns í því hver raunveruleg ábyrgð stjórnarmannanna á rekstri fyrirtækjanna og þar með þroti þeirra var.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson Skoðun