Það sem þeir þögðu um Þorsteinn Pálsson skrifar 8. janúar 2011 03:00 Vinsælasta staðhæfing dægurumræðunnar er sú að karp stjórnmálamanna sé allt að drepa. Rökræður eru þó einn af hornsteinum lýðræðisins. Þær eru því ekki vandamál nema þegar ofvöxtur hleypur í rýrt innihald þeirra. Á gamlaársdag skrifuðu formenn stjórnmálaflokkanna samtals tíu greinar bæði í þetta víðlesna dagblað og hitt sem minna er lesið. Aukheldur ræddu þeir saman í tvo klukkutíma á Stöð 2 og forsætisráðherra ávarpaði þjóðina á ljósvakanum. Í allri þessari umræðu var stærsta og flóknasta viðfangsefni stjórnmálanna ekki á dagskrá. Það er peningamálastefnan sem allt annað veltur á. Ríkisstjórnin er þverklofin í málinu og því ráðlaus við val á leið úr þeim ógöngum sem peningastefnan leiddi þjóðina í. Í báðum stjórnarandstöðuflokkunum eru einnig skiptar skoðanir. Þegar þannig er jafnt á komið með öllum getur þögnin vissulega verið vörn í skamman tíma. Í þessari áramótaþögn felst hins vegar hvorki vörn né sókn fyrir fólkið í landinu. Heimilin og fyrirtækin eru eftir sem áður í sömu óvissu um framtíðina. Þótt fólk sé leitt á karpi er rökræða um framtíðarstefnu á þessu sviði óumflýjanleg. Samstaða sem byggist á innihaldsríkum niðurstöðum er lofsverð. Aftur á móti er samstaða um ráðleysi ámælisverð.Vísir að málefnalegri umræðu Stjórnmálaflokkarnir hafa þó ekki alfarið leitt umræðuna hjá sér. Illugi Gunnarsson flutti þannig afar athyglisverð erindi í nóvember í félagsskap hagfræðinga og eins sjálfstæðismanna í Kópavogi þar sem hann afmarkaði með skýrum hætti í ljósi reynslunnar líklegustu leiðirnar án útilokunar á nokkrum kosti. Efnahagsráðherra skrifaði í desember áhugaverða Fréttablaðsgrein þar sem hann nálgaðist viðfangsefnið í ljósi nýrrar skýrslu frá Seðlabankanum um möguleikana í stöðunni og fylgifiska þeirra. Sú skýrsla kom að vísu fimm árum of seint. Það er til áminningar um hversu afdrifaríkt getur reynst að koma sér hjá því að taka á pólitískt snúnum viðfangsefnum. Framsóknarflokkurinn birti skýrslu um nýjar leiðir í peningamálum fyrir röskum tveimur árum. Hún sýndi þá markvert pólitískt frumkvæði. Sjaldgæft er að flokkar láti það sem þeir gera best liggja í þagnargildi eins og varð í þessu tilviki. Ekkert ferskt hefur hins vegar komið úr röðum VG um þessi efni. Úr fræðasamfélaginu hefur Ragnar Árnason prófessor nýlega bent á að peningastefna Seðlabankans á árunum fyrir fall bankanna hafi skuldsett landið svo mikið að hrun hafi verið óumflýjanlegt. Hann staðhæfði einnig að íslensk fyrirtæki geti ekki staðist samkeppni erlendis frá með áframhaldandi fjármagnshöftum. Um þessa skýringu á hruninu og böli haftanna eru flestir á einu máli nú. Spurningin er: Hvaða leið á að velja inn í framtíðina?Leiðirnar og þrautirnar Færar leiðir eru nokkrar. Gylfi Zoëga hagfræðingur segir í nýlegri fræðigrein að líklegast sé að tvö kerfi standi af sér áföll: Annars vegar krónan í skjóli gjaldeyrishafta og hins vegar evra með aðild að Evrópusambandinu. Þetta hlýtur þó að fara nokkuð eftir því hvaða markmið menn setja sér. Minni áhersla á stöðugleika fjölgar leiðunum en eykur líkur á áföllum. Stöðugleikamarkmiðið er helsta kappsmál launþega. Atvinnufyrirtækin horfa á stöðugleika og samkeppnisstöðu. Fyrir hrun var ekkert tillit tekið til samkeppnishæfni venjulegra fyrirtækja við framkvæmd peningastefnunnar. Fyrir þá sök sætti hún gagnrýni frá talsmönnum þeirra og launþega. Hins vegar voru hluthafar í eignarhaldsfélögum og bönkum afar ánægðir meðan ævintýrið stóð sem hæst. Króna með gjaldeyrishöftum getur tryggt stöðugleika. Hún dregur á hinn bóginn úr hagvexti og rýrir kjörin. Þremur árum eftir að hrun krónunnar fór af stað eru enn engar horfur á útflutningshagvexti. Eigi að tryggja stöðugleika með krónu án beinna hafta þarf gífurlega öflugan gjaldeyrisvarasjóð og margs konar takmarkanir á bankaviðskiptum og útlánastarfsemi ásamt með mun harðari aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum. Við getum þá þurft að velja milli gjaldeyrisvarasjóðs og mikilvægra velferðarviðfangsefna. Evran krefst einnig viðvarandi aðhaldssemi í stjórn peningamála og í ríkisbúskapnum. Hún kallar þó ekki á að velferðarverkefnum verði fórnað fyrir gjaldeyrisvarasjóð. Á hinn bóginn þarf vinnumarkaðurinn að sýna fram á sveigjanleika þegar breytingum á samkeppnisstöðu verður ekki mætt með gengislækkunum. Öllum leiðum fylgja þrautir. En hjá valinu verður ekki komist. Þrautirnar verða mestar ef þegja á málið í hel með staðhæfingum um að önnur mál séu nú brýnni. Þeir sem þannig tala segja ekki satt og ráða ekki heilt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorsteinn Pálsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun
Vinsælasta staðhæfing dægurumræðunnar er sú að karp stjórnmálamanna sé allt að drepa. Rökræður eru þó einn af hornsteinum lýðræðisins. Þær eru því ekki vandamál nema þegar ofvöxtur hleypur í rýrt innihald þeirra. Á gamlaársdag skrifuðu formenn stjórnmálaflokkanna samtals tíu greinar bæði í þetta víðlesna dagblað og hitt sem minna er lesið. Aukheldur ræddu þeir saman í tvo klukkutíma á Stöð 2 og forsætisráðherra ávarpaði þjóðina á ljósvakanum. Í allri þessari umræðu var stærsta og flóknasta viðfangsefni stjórnmálanna ekki á dagskrá. Það er peningamálastefnan sem allt annað veltur á. Ríkisstjórnin er þverklofin í málinu og því ráðlaus við val á leið úr þeim ógöngum sem peningastefnan leiddi þjóðina í. Í báðum stjórnarandstöðuflokkunum eru einnig skiptar skoðanir. Þegar þannig er jafnt á komið með öllum getur þögnin vissulega verið vörn í skamman tíma. Í þessari áramótaþögn felst hins vegar hvorki vörn né sókn fyrir fólkið í landinu. Heimilin og fyrirtækin eru eftir sem áður í sömu óvissu um framtíðina. Þótt fólk sé leitt á karpi er rökræða um framtíðarstefnu á þessu sviði óumflýjanleg. Samstaða sem byggist á innihaldsríkum niðurstöðum er lofsverð. Aftur á móti er samstaða um ráðleysi ámælisverð.Vísir að málefnalegri umræðu Stjórnmálaflokkarnir hafa þó ekki alfarið leitt umræðuna hjá sér. Illugi Gunnarsson flutti þannig afar athyglisverð erindi í nóvember í félagsskap hagfræðinga og eins sjálfstæðismanna í Kópavogi þar sem hann afmarkaði með skýrum hætti í ljósi reynslunnar líklegustu leiðirnar án útilokunar á nokkrum kosti. Efnahagsráðherra skrifaði í desember áhugaverða Fréttablaðsgrein þar sem hann nálgaðist viðfangsefnið í ljósi nýrrar skýrslu frá Seðlabankanum um möguleikana í stöðunni og fylgifiska þeirra. Sú skýrsla kom að vísu fimm árum of seint. Það er til áminningar um hversu afdrifaríkt getur reynst að koma sér hjá því að taka á pólitískt snúnum viðfangsefnum. Framsóknarflokkurinn birti skýrslu um nýjar leiðir í peningamálum fyrir röskum tveimur árum. Hún sýndi þá markvert pólitískt frumkvæði. Sjaldgæft er að flokkar láti það sem þeir gera best liggja í þagnargildi eins og varð í þessu tilviki. Ekkert ferskt hefur hins vegar komið úr röðum VG um þessi efni. Úr fræðasamfélaginu hefur Ragnar Árnason prófessor nýlega bent á að peningastefna Seðlabankans á árunum fyrir fall bankanna hafi skuldsett landið svo mikið að hrun hafi verið óumflýjanlegt. Hann staðhæfði einnig að íslensk fyrirtæki geti ekki staðist samkeppni erlendis frá með áframhaldandi fjármagnshöftum. Um þessa skýringu á hruninu og böli haftanna eru flestir á einu máli nú. Spurningin er: Hvaða leið á að velja inn í framtíðina?Leiðirnar og þrautirnar Færar leiðir eru nokkrar. Gylfi Zoëga hagfræðingur segir í nýlegri fræðigrein að líklegast sé að tvö kerfi standi af sér áföll: Annars vegar krónan í skjóli gjaldeyrishafta og hins vegar evra með aðild að Evrópusambandinu. Þetta hlýtur þó að fara nokkuð eftir því hvaða markmið menn setja sér. Minni áhersla á stöðugleika fjölgar leiðunum en eykur líkur á áföllum. Stöðugleikamarkmiðið er helsta kappsmál launþega. Atvinnufyrirtækin horfa á stöðugleika og samkeppnisstöðu. Fyrir hrun var ekkert tillit tekið til samkeppnishæfni venjulegra fyrirtækja við framkvæmd peningastefnunnar. Fyrir þá sök sætti hún gagnrýni frá talsmönnum þeirra og launþega. Hins vegar voru hluthafar í eignarhaldsfélögum og bönkum afar ánægðir meðan ævintýrið stóð sem hæst. Króna með gjaldeyrishöftum getur tryggt stöðugleika. Hún dregur á hinn bóginn úr hagvexti og rýrir kjörin. Þremur árum eftir að hrun krónunnar fór af stað eru enn engar horfur á útflutningshagvexti. Eigi að tryggja stöðugleika með krónu án beinna hafta þarf gífurlega öflugan gjaldeyrisvarasjóð og margs konar takmarkanir á bankaviðskiptum og útlánastarfsemi ásamt með mun harðari aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum. Við getum þá þurft að velja milli gjaldeyrisvarasjóðs og mikilvægra velferðarviðfangsefna. Evran krefst einnig viðvarandi aðhaldssemi í stjórn peningamála og í ríkisbúskapnum. Hún kallar þó ekki á að velferðarverkefnum verði fórnað fyrir gjaldeyrisvarasjóð. Á hinn bóginn þarf vinnumarkaðurinn að sýna fram á sveigjanleika þegar breytingum á samkeppnisstöðu verður ekki mætt með gengislækkunum. Öllum leiðum fylgja þrautir. En hjá valinu verður ekki komist. Þrautirnar verða mestar ef þegja á málið í hel með staðhæfingum um að önnur mál séu nú brýnni. Þeir sem þannig tala segja ekki satt og ráða ekki heilt.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun