Jólakransinn er ómissandi um jólin 1. nóvember 2011 00:01 Synir Völu þeir Fróði og Óðinn Þórðarsynir eru enn sem komið er hrifnir af gamla kransinum úr Kaupfélaginu á Grenivík.fréttablaðið/GVA Vala Gísladóttir heldur mikið upp á lítinn jólakrans sem tilheyrði æskuheimili hennar. Á unglingsárunum fannst henni þó ekki mikið til hans koma. „Mér er það mjög minnisstætt að mamma kom heim með lítinn jólasveinakrans sumarið 1987, en þá var ég á sjöunda ári. Hún hafði keypt hann í Kaupfélaginu á Grenivík og þótti mér hann afar fallegur sem barn,“ rifjar Vala Gísladóttir starfsmaður hjá Kaupþingi upp. Þegar unglinsárin færðust yfir kom þó annað hljóð í strokkinn. „Ég hneykslaðist heil ósköp á þessum litlu jólasveinum sem leiddust og vildi að mamma keypti „venjulegan" aðventukrans með könglum og greni. Hún lét að lokum undan og varð jólasveinakransinn að víkja. Þegar ég fór svo sjálf að búa gat ég ekki hugsað mér annað en að hafa gamla kransinn úr Kaupfélaginu á heimilinu og hefur mamma gert óspart grín að mér," segir Vala og skellir upp úr. Kransinn prýðir nú eldhúsborð hennar alla aðventuna og fram yfir jól og vekur mikla lukku hjá sonum hennar. „Það er gaman að segja frá því að verðmiðinn er enn þá undir kransinum og get ég upplýst það að hann kostaði heilar 250 krónur." Vala hefur haldið í fleiri hefðir frá æskuheimilinu og finnst laufabrauðsgerð og möndlugrautur ómissandi. Hún hefur þó líka tekið upp eigin hefðir og borðar hreindýr í stað rjúpu. „Mér finnst rjúpulykt besta jólalyktin en maðurinn minn skýtur hreindýr, eldar það listavel og nú er það okkar jólamatur. Jólafréttir Mest lesið Gítargripin við Bjart er yfir Betlehem Jólin Fjórréttuð hátíðarveisla Jól Jólagjafir til útlanda Jól Englahárið á jólatrénu Jól Frumleg jólakort og gamaldags föndur Jólin Karlar í nærbuxum Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Yljandi jólaglöggskaffi Jólin Búa til eigin jólabjór Jól Jólin í fyrri daga Jól
Vala Gísladóttir heldur mikið upp á lítinn jólakrans sem tilheyrði æskuheimili hennar. Á unglingsárunum fannst henni þó ekki mikið til hans koma. „Mér er það mjög minnisstætt að mamma kom heim með lítinn jólasveinakrans sumarið 1987, en þá var ég á sjöunda ári. Hún hafði keypt hann í Kaupfélaginu á Grenivík og þótti mér hann afar fallegur sem barn,“ rifjar Vala Gísladóttir starfsmaður hjá Kaupþingi upp. Þegar unglinsárin færðust yfir kom þó annað hljóð í strokkinn. „Ég hneykslaðist heil ósköp á þessum litlu jólasveinum sem leiddust og vildi að mamma keypti „venjulegan" aðventukrans með könglum og greni. Hún lét að lokum undan og varð jólasveinakransinn að víkja. Þegar ég fór svo sjálf að búa gat ég ekki hugsað mér annað en að hafa gamla kransinn úr Kaupfélaginu á heimilinu og hefur mamma gert óspart grín að mér," segir Vala og skellir upp úr. Kransinn prýðir nú eldhúsborð hennar alla aðventuna og fram yfir jól og vekur mikla lukku hjá sonum hennar. „Það er gaman að segja frá því að verðmiðinn er enn þá undir kransinum og get ég upplýst það að hann kostaði heilar 250 krónur." Vala hefur haldið í fleiri hefðir frá æskuheimilinu og finnst laufabrauðsgerð og möndlugrautur ómissandi. Hún hefur þó líka tekið upp eigin hefðir og borðar hreindýr í stað rjúpu. „Mér finnst rjúpulykt besta jólalyktin en maðurinn minn skýtur hreindýr, eldar það listavel og nú er það okkar jólamatur.
Jólafréttir Mest lesið Gítargripin við Bjart er yfir Betlehem Jólin Fjórréttuð hátíðarveisla Jól Jólagjafir til útlanda Jól Englahárið á jólatrénu Jól Frumleg jólakort og gamaldags föndur Jólin Karlar í nærbuxum Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Yljandi jólaglöggskaffi Jólin Búa til eigin jólabjór Jól Jólin í fyrri daga Jól