Bíóferðin með eiginmanninum endaði heima Boði Logason skrifar 9. febrúar 2011 20:51 Kolbrún ætlaði að fara í Sambíóin í Mjódd en þar sem gjafabréfið hennar gilti einungis á myndir á almennu verði fór hún heim. „Þetta var leiðinlegur endir á skemmtilegu kvöldi," segir Kolbrún Ósk Albertsdóttir sem ætlaði að fara í bíó með eiginmanni sínum á föstudaginn eftir að dóttir þeirra gaf þeim gjafabréf í bíó. Kolbrún og eiginmaðurinn ætluðu að sjá myndina Sanctum en þegar þau mættu á staðinn var þeim tjáð að gjafabréfið sem þau höfðu fengið gilti einungis á myndir sem væru á almennu verði. Dýrara er á þrívíddarmyndir og íslenskar myndir en Sanctum er þrívíddarmynd.Flestar myndir í dag í þrívídd „Það stóð aftan á miðanum að miðinn gilti einungis á almennar myndir, ég tók ekkert eftir því fyrr en ég kom í bíóið og ætlaði þá að fá að borga bara mismunin," segir Kolbrún. Afgreiðslustúlkan tjáði henni að ekki væri hægt að borga mismunin, heldur þyrfti hún að fara á mynd á almennu verði, það er að segja sem kostar 1.150 krónur á. „Ég leit í kringum í mig og sá að það var engin mynd sem mig langaði að sjá sem var á almennu verði. Og ef þú lítur í Moggann þá sérðu að flestar myndir í dag eru í þrívídd." Ætluðu að vera góð við mömmu og pabba Og Kolbrún fór því heim ásamt eiginmanni sínum. „Við fórum út að borða fyrr um kvöldið og ætluðum að enda kvöldið með því að fara í bíó. En við fórum ekki á neina mynd og fórum því bara heim," segir hún en eiginmaður hennar vinnur úti á landi og kemur í höfuðborgina einu sinni í mánuði. „Dóttir okkar og tengdasonur ætluðu að vera góð við mömmu sína og pabba og gefa okkur gjafabréfið í bíó en það fór því miður svona." Kolbrún hafði samband við Sambíóin og þar var henni tjáð að reglurnar væru bara svona. „Hún sagði að þetta væri út af einhverju í kerfinu hjá þeim sem væri ekki hægt að breyta. Ég hélt að þetta væri ekki svona mikið mál og ég gæti bara borgað 400 kallinn á milli. Í öðrum búðum þegar þú átt inneignarnótu fer hún bara sjálfkrafa upp í flíkina eða vöruna sem þú kaupir og svo borgar þú mismuninn."Hvað gerist ef almennt miðaverð hækkar? „Ég spurði svo konuna hvað myndi gerast ef almennt miðaverðið hækkar, er þá gjafarbréfið mitt ónýtt? Hún sagði mér að þá myndu þau reyna að gera eitthvað fyrir mig." Kolbrún hefur ekki enn notað gjafabréfið. „Það er spurning hvort ég gefi ekki einhverjum þennan miða sem langar að sjá mynd sem er á almennu verði eða þá ég reyni að finna mér mynd, það verður bara að koma í ljós," segir hún að lokum. Tengdar fréttir Sambíóin bjóða Kolbrúnu og bóndanum á Sanctum Forsvarsmenn Sambíóanna hafa ákveðið að bjóða Kolbrúnu Ósk Albertsdóttur og eiginmanni hennar að skella sér á þrívíddarmyndina Sanctum og fá stóra kók og popp í kaupbæti. 10. febrúar 2011 12:01 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Þetta var leiðinlegur endir á skemmtilegu kvöldi," segir Kolbrún Ósk Albertsdóttir sem ætlaði að fara í bíó með eiginmanni sínum á föstudaginn eftir að dóttir þeirra gaf þeim gjafabréf í bíó. Kolbrún og eiginmaðurinn ætluðu að sjá myndina Sanctum en þegar þau mættu á staðinn var þeim tjáð að gjafabréfið sem þau höfðu fengið gilti einungis á myndir sem væru á almennu verði. Dýrara er á þrívíddarmyndir og íslenskar myndir en Sanctum er þrívíddarmynd.Flestar myndir í dag í þrívídd „Það stóð aftan á miðanum að miðinn gilti einungis á almennar myndir, ég tók ekkert eftir því fyrr en ég kom í bíóið og ætlaði þá að fá að borga bara mismunin," segir Kolbrún. Afgreiðslustúlkan tjáði henni að ekki væri hægt að borga mismunin, heldur þyrfti hún að fara á mynd á almennu verði, það er að segja sem kostar 1.150 krónur á. „Ég leit í kringum í mig og sá að það var engin mynd sem mig langaði að sjá sem var á almennu verði. Og ef þú lítur í Moggann þá sérðu að flestar myndir í dag eru í þrívídd." Ætluðu að vera góð við mömmu og pabba Og Kolbrún fór því heim ásamt eiginmanni sínum. „Við fórum út að borða fyrr um kvöldið og ætluðum að enda kvöldið með því að fara í bíó. En við fórum ekki á neina mynd og fórum því bara heim," segir hún en eiginmaður hennar vinnur úti á landi og kemur í höfuðborgina einu sinni í mánuði. „Dóttir okkar og tengdasonur ætluðu að vera góð við mömmu sína og pabba og gefa okkur gjafabréfið í bíó en það fór því miður svona." Kolbrún hafði samband við Sambíóin og þar var henni tjáð að reglurnar væru bara svona. „Hún sagði að þetta væri út af einhverju í kerfinu hjá þeim sem væri ekki hægt að breyta. Ég hélt að þetta væri ekki svona mikið mál og ég gæti bara borgað 400 kallinn á milli. Í öðrum búðum þegar þú átt inneignarnótu fer hún bara sjálfkrafa upp í flíkina eða vöruna sem þú kaupir og svo borgar þú mismuninn."Hvað gerist ef almennt miðaverð hækkar? „Ég spurði svo konuna hvað myndi gerast ef almennt miðaverðið hækkar, er þá gjafarbréfið mitt ónýtt? Hún sagði mér að þá myndu þau reyna að gera eitthvað fyrir mig." Kolbrún hefur ekki enn notað gjafabréfið. „Það er spurning hvort ég gefi ekki einhverjum þennan miða sem langar að sjá mynd sem er á almennu verði eða þá ég reyni að finna mér mynd, það verður bara að koma í ljós," segir hún að lokum.
Tengdar fréttir Sambíóin bjóða Kolbrúnu og bóndanum á Sanctum Forsvarsmenn Sambíóanna hafa ákveðið að bjóða Kolbrúnu Ósk Albertsdóttur og eiginmanni hennar að skella sér á þrívíddarmyndina Sanctum og fá stóra kók og popp í kaupbæti. 10. febrúar 2011 12:01 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Sambíóin bjóða Kolbrúnu og bóndanum á Sanctum Forsvarsmenn Sambíóanna hafa ákveðið að bjóða Kolbrúnu Ósk Albertsdóttur og eiginmanni hennar að skella sér á þrívíddarmyndina Sanctum og fá stóra kók og popp í kaupbæti. 10. febrúar 2011 12:01