Ofbeldi gegn börnum á netinu Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 11. maí 2011 05:00 Kynferðisofbeldi gegn börnum er alvarlegt vandamál um heim allan. Myndefni á netinu, þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan eða klámfengin hátt, er ein birtingarmynd þess ofbeldis. Slíku efni hefur lengi verið dreift manna á meðal en með tilkomu netsins hefur umfangið aukist til muna og erfiðara er stemma stigu við því og uppræta það. Öll skoðun, öflun, varsla og dreifing á slíku efni er ólögleg og brot á réttindum barna. Að framleiða slíkt efni er ofbeldi gegn barni, en skoðun á slíku efni er líka ofbeldi. Vitneskja barnsins um að myndefni af því hafi verið dreift eykur enn frekar á þann mikla sálræna skaða sem barnið hefur þegar orðið fyrir vegna ofbeldisins. Hver sem flytur inn, aflar sér eða öðrum eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilegt efni sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Í gagnagrunni alþjóðalögreglunnar Interpol er að finna eina milljón mynda þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi. Talið er að allt að 20 þúsund börn séu á myndunum. Hins vegar hefur Interpol aðeins upplýsingar um að 800 þessara barna hafi fundist og fengið stuðning. Stærstur hluti myndefnis, þar sem börn eru beitt ofbeldi, er vistaður á netþjónum í löndum utan Evrópu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfrækir ábendingalínu þar sem fólk getur tilkynnt ef það verður vart við efni á netinu þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Á vef samtakanna, barnaheill.is, er hnappur fyrir nafnlausar ábendingar um myndefni á netinu þar sem börn eru beitt ofbeldi eða börn eru sýnd á kynferðislegan og óviðeigandi hátt. Með því að senda ábendingar, getur almenningur lagt hönd á plóg við að loka vefsíðum með efni, þar sem börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi, og stuðlað að því að gerendur og þolendur finnist. Ábendingarnar eru þannig liður í að stöðva ofbeldið. Þáttur netþjónustuaðila er einnig afar mikilvægur í baráttunni. Hafi þeir vitneskju um ólöglegt efni á vefsíðum sínum, ber þeim að loka síðunum og hindra aðgang að efninu. Þjónustuveitendur, sem hýsa efnið, geta borið refsiábyrgð á hýsingunni hafi þeir vitneskju um hvers eðlis efnið er. Á undanförnum árum hafa í auknum mæli borist ábendingar um myndefni af íslenskum börnum og unglingum á samskiptasíðum og svokölluðum félagsnetsíðum, þar sem hver og einn getur sett inn efni og myndir nafnlaust. Það er mikilvægt að brýna fyrir börnum og unglingum að leyfa aldrei að teknar séu af þeim myndir, sem þau vilja ekki að rati inn á netið. Liður í því er að börn þekki rétt sinn og geti varið sig, að foreldrar séu á varðbergi og uppfræði börn sín sem og að þeir, sem vinna með börnum, hafi þekkingu á þessum málum og augun opin. Fræðsla til barna og foreldra um netöryggi er mikilvæg til að börn geti varið sig fyrir hættum á netinu. Þótt erfitt sé að uppræta efni, sem eitt sinn er komið á netið, er mikilvægt að gera allt sem mögulegt er til að stöðva dreifingu þess, finna fórnarlömbin og koma þeim til hjálpar. Virkt eftirlit með kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu og þátttaka almennings í slíku eftirliti er afar mikilvæg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Kynferðisofbeldi gegn börnum er alvarlegt vandamál um heim allan. Myndefni á netinu, þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan eða klámfengin hátt, er ein birtingarmynd þess ofbeldis. Slíku efni hefur lengi verið dreift manna á meðal en með tilkomu netsins hefur umfangið aukist til muna og erfiðara er stemma stigu við því og uppræta það. Öll skoðun, öflun, varsla og dreifing á slíku efni er ólögleg og brot á réttindum barna. Að framleiða slíkt efni er ofbeldi gegn barni, en skoðun á slíku efni er líka ofbeldi. Vitneskja barnsins um að myndefni af því hafi verið dreift eykur enn frekar á þann mikla sálræna skaða sem barnið hefur þegar orðið fyrir vegna ofbeldisins. Hver sem flytur inn, aflar sér eða öðrum eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilegt efni sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Í gagnagrunni alþjóðalögreglunnar Interpol er að finna eina milljón mynda þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi. Talið er að allt að 20 þúsund börn séu á myndunum. Hins vegar hefur Interpol aðeins upplýsingar um að 800 þessara barna hafi fundist og fengið stuðning. Stærstur hluti myndefnis, þar sem börn eru beitt ofbeldi, er vistaður á netþjónum í löndum utan Evrópu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfrækir ábendingalínu þar sem fólk getur tilkynnt ef það verður vart við efni á netinu þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Á vef samtakanna, barnaheill.is, er hnappur fyrir nafnlausar ábendingar um myndefni á netinu þar sem börn eru beitt ofbeldi eða börn eru sýnd á kynferðislegan og óviðeigandi hátt. Með því að senda ábendingar, getur almenningur lagt hönd á plóg við að loka vefsíðum með efni, þar sem börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi, og stuðlað að því að gerendur og þolendur finnist. Ábendingarnar eru þannig liður í að stöðva ofbeldið. Þáttur netþjónustuaðila er einnig afar mikilvægur í baráttunni. Hafi þeir vitneskju um ólöglegt efni á vefsíðum sínum, ber þeim að loka síðunum og hindra aðgang að efninu. Þjónustuveitendur, sem hýsa efnið, geta borið refsiábyrgð á hýsingunni hafi þeir vitneskju um hvers eðlis efnið er. Á undanförnum árum hafa í auknum mæli borist ábendingar um myndefni af íslenskum börnum og unglingum á samskiptasíðum og svokölluðum félagsnetsíðum, þar sem hver og einn getur sett inn efni og myndir nafnlaust. Það er mikilvægt að brýna fyrir börnum og unglingum að leyfa aldrei að teknar séu af þeim myndir, sem þau vilja ekki að rati inn á netið. Liður í því er að börn þekki rétt sinn og geti varið sig, að foreldrar séu á varðbergi og uppfræði börn sín sem og að þeir, sem vinna með börnum, hafi þekkingu á þessum málum og augun opin. Fræðsla til barna og foreldra um netöryggi er mikilvæg til að börn geti varið sig fyrir hættum á netinu. Þótt erfitt sé að uppræta efni, sem eitt sinn er komið á netið, er mikilvægt að gera allt sem mögulegt er til að stöðva dreifingu þess, finna fórnarlömbin og koma þeim til hjálpar. Virkt eftirlit með kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu og þátttaka almennings í slíku eftirliti er afar mikilvæg.