Sjálfbær þróun er jafnréttisbarátta 21. aldar Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 26. maí 2011 06:00 Sjálfbær þróun er hugtak sem mikið hefur verið fjallað um á undanförnum árum, ekki síst í kjölfar efnahagshrunsins, mikilla verðhækkana á hráefnum og vaxandi vistkreppu. Þrátt fyrir mjög aukið vægi sjálfbærrar þróunar í umræðunni virðast fáir þekkja merkingu hugtaksins nema að mjög takmörkuðu leyti. Margir þekkja grundvallarskilgreininguna sem birtist í skýrslunni Sameiginleg framtíð okkar: „Sjálfbær þróun er þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum.“ Þetta lætur vel í eyrum en er samt ekki fullnægjandi skýring á hugtaki sem ratað hefur inn í stjórnarsáttmála og námskrár skóla og kann að rata inn í stjórnarskrá. Sjálfbær þróun er viðbragð við framfaraspretthlaupi mannkyns sem hófst með iðnbyltingunni og hefur staðið linnulaust síðan. Við gerum okkur ef til vill ekki að fullu grein fyrir því hvernig álag á náttúru og auðlindir hefur aukist síðan við upphaf iðnbyltingar og hvaða áhrif það mun hafa á líf á Jörðinni. Þess vegna er gott að hafa í huga orð breska forsætisráðherrans Winston Churchill, sem sagði að því lengra aftur sem maður liti, því lengra fram í tímann sæi maður. Ef við horfum aftur um nokkra áratugi sjáum við talsverðar breytingar á mannfjölda og á samskiptum manns og náttúru, en ef við lítum þúsundir eða milljónir ára aftur í tímann sjáum við að algjör grundvallarbreyting er að verða á sambandi manns og náttúru með veldisvexti í nýtingu auðlinda og mannfjölgun. Það tók mannkynið um tvær milljónir ára, til ársins 1820, að fylla fyrsta milljarðinn. Það tók hins vegar ekki nema 180 ár að sexfalda þá tölu. Að sama skapi sjöfaldaðist hagkerfi heimsbyggðarinnar á einungis hálfri öld frá 1950 til 2000. Orsaka þessara miklu breytinga er einna helst að leita í tækniframförum, ekki síst á sviði orkunotkunar. Allt fram á 19. öld byggði mannskepnan um 70% af orkunotkun sinni á eigin vöðvaafli. Þá var þrælahald skilvirkasta leiðin til að afla veraldlegra auðæfa. Iðnbyltingin breytti þessu og orkunotkun mannkyns þrefaldaðist á 19. öld með tilkomu gufuvélarinnar og hún þrettánfaldaðist á 20. öld með tilkomu sprengihreyfilsins. Í upphafi 20. aldar voru framleiddar 150 milljónir olíutunna á ári en í lok aldarinnar var ársframleiðslan 28 milljarðar tunna! Í ljósi mannfjölgunar og aukinnar orkunotkunar er óhætt að fullyrða að enginn annar tími í sögu mannkyns jafnist á við 20. öldina. Þá urðu algjörar grundvallarbreytingar á sambandi manns og náttúru, sér í lagi í kjölfar síðari heimsstyrjaldar. Okkur hefur því vart gefist tóm til að átta okkur á hinni nýju heimsmynd og þeim afleiðingum sem henni fylgja. Kastljósinu hefur eðlilega verið beint að jákvæðum hliðum framfaraspretthlaupsins, t.d. aukinni framleiðslu matvæla, hækkun meðalaldurs og greiðari samgangna. En neikvæðar hliðar framfaraspretthlaupsins eru til staðar og fara stækkandi. Þannig hefur mengun vaxið mikið, jarðvegs- og sjávarauðlindir þverra, regnskógar minnka og alvarlegar breytingar eru að verða á vistkerfum jarðar, t.d. með eyðingu ósonlagsins, hlýnun loftslags og súrnun sjávar. Þessi þróun nefnist einu orði vistkreppa. Það er mín skoðun að sjálfbær þróun spretti upp úr jarðvegi pólitískrar grasrótar sem viðbragð við vistkreppunni og því óréttlæti sem komandi kynslóðir og þjóðir þróunarlandanna verða fyrir af hennar völdum. Sjálfbær þróun er því sambærileg öðrum hugmyndastefnum sem hafa komið fram í kjölfar iðnbyltingar til að lagfæra gallað ástand samfélaga og til varnar jafnrétti. Þannig börðust afnámssinnar gegn þrælahaldi og fyrir jöfnum rétti kynþátta allt frá 18. öld og fram til dagsins í dag í einhverri mynd, jafnaðarstefnan mótaðist á 19. öld og hafði það að markmiði að draga úr misskiptingu auðs og kvenfrelsisstefnan hafði mikil áhrif á 19. og 20. öld við að jafna rétt kynjanna. Sjálfbær þróun er jafnréttisbarátta 21. aldarinnar með áherslu á jafnan rétt til umhverfisgæða og auðlinda og á efnahagslegt jafnrétti milli þjóða iðnríkja og þróunarríkja. Sjálfbær þróun er nýr áfangi í jafnréttisbaráttu sem staðið hefur um aldir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Loftslagsmál Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sjálfbær þróun er hugtak sem mikið hefur verið fjallað um á undanförnum árum, ekki síst í kjölfar efnahagshrunsins, mikilla verðhækkana á hráefnum og vaxandi vistkreppu. Þrátt fyrir mjög aukið vægi sjálfbærrar þróunar í umræðunni virðast fáir þekkja merkingu hugtaksins nema að mjög takmörkuðu leyti. Margir þekkja grundvallarskilgreininguna sem birtist í skýrslunni Sameiginleg framtíð okkar: „Sjálfbær þróun er þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum.“ Þetta lætur vel í eyrum en er samt ekki fullnægjandi skýring á hugtaki sem ratað hefur inn í stjórnarsáttmála og námskrár skóla og kann að rata inn í stjórnarskrá. Sjálfbær þróun er viðbragð við framfaraspretthlaupi mannkyns sem hófst með iðnbyltingunni og hefur staðið linnulaust síðan. Við gerum okkur ef til vill ekki að fullu grein fyrir því hvernig álag á náttúru og auðlindir hefur aukist síðan við upphaf iðnbyltingar og hvaða áhrif það mun hafa á líf á Jörðinni. Þess vegna er gott að hafa í huga orð breska forsætisráðherrans Winston Churchill, sem sagði að því lengra aftur sem maður liti, því lengra fram í tímann sæi maður. Ef við horfum aftur um nokkra áratugi sjáum við talsverðar breytingar á mannfjölda og á samskiptum manns og náttúru, en ef við lítum þúsundir eða milljónir ára aftur í tímann sjáum við að algjör grundvallarbreyting er að verða á sambandi manns og náttúru með veldisvexti í nýtingu auðlinda og mannfjölgun. Það tók mannkynið um tvær milljónir ára, til ársins 1820, að fylla fyrsta milljarðinn. Það tók hins vegar ekki nema 180 ár að sexfalda þá tölu. Að sama skapi sjöfaldaðist hagkerfi heimsbyggðarinnar á einungis hálfri öld frá 1950 til 2000. Orsaka þessara miklu breytinga er einna helst að leita í tækniframförum, ekki síst á sviði orkunotkunar. Allt fram á 19. öld byggði mannskepnan um 70% af orkunotkun sinni á eigin vöðvaafli. Þá var þrælahald skilvirkasta leiðin til að afla veraldlegra auðæfa. Iðnbyltingin breytti þessu og orkunotkun mannkyns þrefaldaðist á 19. öld með tilkomu gufuvélarinnar og hún þrettánfaldaðist á 20. öld með tilkomu sprengihreyfilsins. Í upphafi 20. aldar voru framleiddar 150 milljónir olíutunna á ári en í lok aldarinnar var ársframleiðslan 28 milljarðar tunna! Í ljósi mannfjölgunar og aukinnar orkunotkunar er óhætt að fullyrða að enginn annar tími í sögu mannkyns jafnist á við 20. öldina. Þá urðu algjörar grundvallarbreytingar á sambandi manns og náttúru, sér í lagi í kjölfar síðari heimsstyrjaldar. Okkur hefur því vart gefist tóm til að átta okkur á hinni nýju heimsmynd og þeim afleiðingum sem henni fylgja. Kastljósinu hefur eðlilega verið beint að jákvæðum hliðum framfaraspretthlaupsins, t.d. aukinni framleiðslu matvæla, hækkun meðalaldurs og greiðari samgangna. En neikvæðar hliðar framfaraspretthlaupsins eru til staðar og fara stækkandi. Þannig hefur mengun vaxið mikið, jarðvegs- og sjávarauðlindir þverra, regnskógar minnka og alvarlegar breytingar eru að verða á vistkerfum jarðar, t.d. með eyðingu ósonlagsins, hlýnun loftslags og súrnun sjávar. Þessi þróun nefnist einu orði vistkreppa. Það er mín skoðun að sjálfbær þróun spretti upp úr jarðvegi pólitískrar grasrótar sem viðbragð við vistkreppunni og því óréttlæti sem komandi kynslóðir og þjóðir þróunarlandanna verða fyrir af hennar völdum. Sjálfbær þróun er því sambærileg öðrum hugmyndastefnum sem hafa komið fram í kjölfar iðnbyltingar til að lagfæra gallað ástand samfélaga og til varnar jafnrétti. Þannig börðust afnámssinnar gegn þrælahaldi og fyrir jöfnum rétti kynþátta allt frá 18. öld og fram til dagsins í dag í einhverri mynd, jafnaðarstefnan mótaðist á 19. öld og hafði það að markmiði að draga úr misskiptingu auðs og kvenfrelsisstefnan hafði mikil áhrif á 19. og 20. öld við að jafna rétt kynjanna. Sjálfbær þróun er jafnréttisbarátta 21. aldarinnar með áherslu á jafnan rétt til umhverfisgæða og auðlinda og á efnahagslegt jafnrétti milli þjóða iðnríkja og þróunarríkja. Sjálfbær þróun er nýr áfangi í jafnréttisbaráttu sem staðið hefur um aldir.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun