Ef unga fólkið fer Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 1. júní 2011 07:00 Niðurstöður evrópsku könnunarinnar Eurobarometer on Youth, sem Fréttablaðið hefur sagt frá undanfarið, eru fyrir margar sakir merkilegar. Rannsóknin felur í sér bæði jákvæð og neikvæð tíðindi fyrir Íslendinga sem taka ber mark á. 800 íslensk ungmenni á aldrinum 15 til 35 ára tóku þátt í rannsókninni. Hún leiðir meðal annars í ljós að íslensk ungmenni líta háskólanám hér á landi mjög jákvæðum augum. Níutíu prósent þeirra telja háskólanám á Íslandi vera góðan kost. Þetta hljóta háskólarnir að geta unað vel við, ekki síst Háskóli Íslands, sem hefur þurft að takast á við aukna aðsókn og mikinn niðurskurð á sama tíma. Aðeins í Danmörku var hlutfall jákvæðra til háskólanáms hærra. Íslendingar treysta skólakerfinu, eins og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra orðaði það í blaðinu um helgina. Flestir Íslendingar segjast sækja háskólanám til að fá betri atvinnutækifæri eða hærri laun. Afar fáir vilja nota háskólanámið til að auka tækifæri sín til að stofna eigið fyrirtæki. Þar eru Íslendingar á botninum. Í því felst vissulega vísbending fyrir atvinnulífið í landinu, eins og menntamálaráðherra sagði. Íslensk ungmenni tróna efst á listanum yfir þá sem helst vilja vinna annars staðar en í heimalandinu. 84 prósent þeirra geta hugsað sér að vinna í öðrum löndum í Evrópu. Fjörutíu prósent vilja vinna í öðrum löndum til lengri tíma. Svipað hlutfall segist þegar hafa prófað að dvelja erlendis í meira en mánuð vegna vinnu, náms eða sjálfboðastarfs. Þetta þarf ekki endilega að vera neikvætt, eins og Halldór S. Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, benti á í viðtali á mánudag. „Við erum eyland, ferðumst mikið og erum snemma búin að gera ráð fyrir því að við munum líklega flytjast búferlum á einhverjum tímapunkti.“ Því er ekkert óeðlilegt að íslensk ungmenni vilji prófa að búa annars staðar í Evrópu. Þessi víðsýni er af hinu góða. Hins vegar er áhyggjuefni hversu stór hluti ungra Íslendinga getur hugsað sér að flytjast til annarra landa til lengri tíma. Við höfum ekki efni á því að missa mikið af ungu fólki úr landinu, hvað þá öll fjörutíu prósentin sem geta vel hugsað sér að fara. Halldór, sem hefur lengi rannsakað atvinnuleysi, segir að fá tækifæri séu fyrir atvinnulaust ungt fólk hér á landi. Þannig hafi það verið um allnokkurt skeið. Ef fólk sér ekki tækifærin hér leitar það auðvitað annað. Í kjölfar hrunsins var mikið rætt um nauðsyn þess að hlúa að ungu fólki og koma í veg fyrir stórfellda fólksflutninga frá Íslandi. Þó að ýmislegt hafi verið reynt í þessum málum þarf að gera betur. Ekki er nóg að fólk vilji í yfirfulla háskólana, það verður að sjá atvinnutækifæri að náminu loknu. Búa verður þannig um hnútana að ungt fólk sem fer utan í nám eða til vinnu sjái hag sinn í því að koma aftur heim og ljá atvinnulífinu á Íslandi krafta sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun
Niðurstöður evrópsku könnunarinnar Eurobarometer on Youth, sem Fréttablaðið hefur sagt frá undanfarið, eru fyrir margar sakir merkilegar. Rannsóknin felur í sér bæði jákvæð og neikvæð tíðindi fyrir Íslendinga sem taka ber mark á. 800 íslensk ungmenni á aldrinum 15 til 35 ára tóku þátt í rannsókninni. Hún leiðir meðal annars í ljós að íslensk ungmenni líta háskólanám hér á landi mjög jákvæðum augum. Níutíu prósent þeirra telja háskólanám á Íslandi vera góðan kost. Þetta hljóta háskólarnir að geta unað vel við, ekki síst Háskóli Íslands, sem hefur þurft að takast á við aukna aðsókn og mikinn niðurskurð á sama tíma. Aðeins í Danmörku var hlutfall jákvæðra til háskólanáms hærra. Íslendingar treysta skólakerfinu, eins og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra orðaði það í blaðinu um helgina. Flestir Íslendingar segjast sækja háskólanám til að fá betri atvinnutækifæri eða hærri laun. Afar fáir vilja nota háskólanámið til að auka tækifæri sín til að stofna eigið fyrirtæki. Þar eru Íslendingar á botninum. Í því felst vissulega vísbending fyrir atvinnulífið í landinu, eins og menntamálaráðherra sagði. Íslensk ungmenni tróna efst á listanum yfir þá sem helst vilja vinna annars staðar en í heimalandinu. 84 prósent þeirra geta hugsað sér að vinna í öðrum löndum í Evrópu. Fjörutíu prósent vilja vinna í öðrum löndum til lengri tíma. Svipað hlutfall segist þegar hafa prófað að dvelja erlendis í meira en mánuð vegna vinnu, náms eða sjálfboðastarfs. Þetta þarf ekki endilega að vera neikvætt, eins og Halldór S. Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, benti á í viðtali á mánudag. „Við erum eyland, ferðumst mikið og erum snemma búin að gera ráð fyrir því að við munum líklega flytjast búferlum á einhverjum tímapunkti.“ Því er ekkert óeðlilegt að íslensk ungmenni vilji prófa að búa annars staðar í Evrópu. Þessi víðsýni er af hinu góða. Hins vegar er áhyggjuefni hversu stór hluti ungra Íslendinga getur hugsað sér að flytjast til annarra landa til lengri tíma. Við höfum ekki efni á því að missa mikið af ungu fólki úr landinu, hvað þá öll fjörutíu prósentin sem geta vel hugsað sér að fara. Halldór, sem hefur lengi rannsakað atvinnuleysi, segir að fá tækifæri séu fyrir atvinnulaust ungt fólk hér á landi. Þannig hafi það verið um allnokkurt skeið. Ef fólk sér ekki tækifærin hér leitar það auðvitað annað. Í kjölfar hrunsins var mikið rætt um nauðsyn þess að hlúa að ungu fólki og koma í veg fyrir stórfellda fólksflutninga frá Íslandi. Þó að ýmislegt hafi verið reynt í þessum málum þarf að gera betur. Ekki er nóg að fólk vilji í yfirfulla háskólana, það verður að sjá atvinnutækifæri að náminu loknu. Búa verður þannig um hnútana að ungt fólk sem fer utan í nám eða til vinnu sjái hag sinn í því að koma aftur heim og ljá atvinnulífinu á Íslandi krafta sína.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun