Tálsýnin – lífskjör á lánum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 6. júní 2011 08:00 Verðtryggingu lánsfjár er mjög kennt um skuldavanda fyrirtækja og heimila. Því er haldið fram að vandinn væri minni eða hverfandi ef lánin væru óverðtryggð eða í erlendum gjaldmiðli. Hvort tveggja eru miklar bábiljur. Vandinn er skuldin sjálf en ekki form hennar. Skuldasúpan væri svipuð þótt hún væri óverðtryggð eða í evrum. Enginn lánar peninga með tapi og vaxtaákvæði allra lána eru þannig að lánveitandinn fær verðgildi lánsins til baka og einhverja vexti að auki. Óverðtryggð lán eru skuldurum dýrari en verðtryggð þar sem vextir eru að jafnaði hærri. Skuldarar eru því engu bættari að lánstíma loknum með þeim lánum. Kosturinn við verðtrygginguna er sá að á hverjum gjalddaga þarf ekki að greiða alla vexti sem tilfallnir eru heldur dreifast greiðslurnar á allt lánstímabilið. Greiðslubyrðin verður því léttari en ella. Ókostur er að höfuðstóll skuldarinnar hækkar um frestuðu vextina. Óverðtryggð lán eru aðeins veitt með breytilegum vöxtum. Þar hækka vextir jafnskjótt og verðbólgan. Allir vextir af skuldinni greiðast við hvern gjalddaga og greiðslubyrðin verður mjög þung, einkum þegar verðbólgan vex, en höfuðstóllinn lækkar. Kostur óverðtryggðu lánanna fyrir efnahagsstjórn er að hækkandi greiðsla af lánum dregur úr einkaneyslu, minnkar þenslu og verðbólgan lækkar. Mögulegt er að hafa erlendan gjaldmiðil, t.d. evru. En þá þarf líka að undirgangast efnahagsstjórn sem gerir evruna að stöðugum gjaldmiðli. Það nær til hækkana launa, skatta, útgjalda ríkissjóðs, vaxta og útlánastefnu viðskiptabankanna. Það er ekki í boði að vera með íslenskan skuldakaupmátt í erlendu lánaumhverfi. Allt er þetta val og hver kostur mögulegur en alltaf verður að endurgreiða lánin að fullu. Skynsamlegasta efnahagsstjórnin er líklegast sú að hafa verðtryggingu einungis í boði á íbúðalánum til langs tíma en banna verðtryggingu á öllum neyslulánum og bílalánum. Þá myndi efnahagsstjórn gegn þenslu virka nokkuð örugglega. Skuldavandinn er fyrst og fremst skuldin sjálf, innihaldið en ekki formið. Við vandanum verður aðeins brugðist með því að breyta hugarfarinu. Lífskjör á lánum eru falskur heimur, tálsýn, sem alltaf hrynur að lokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Verðtryggingu lánsfjár er mjög kennt um skuldavanda fyrirtækja og heimila. Því er haldið fram að vandinn væri minni eða hverfandi ef lánin væru óverðtryggð eða í erlendum gjaldmiðli. Hvort tveggja eru miklar bábiljur. Vandinn er skuldin sjálf en ekki form hennar. Skuldasúpan væri svipuð þótt hún væri óverðtryggð eða í evrum. Enginn lánar peninga með tapi og vaxtaákvæði allra lána eru þannig að lánveitandinn fær verðgildi lánsins til baka og einhverja vexti að auki. Óverðtryggð lán eru skuldurum dýrari en verðtryggð þar sem vextir eru að jafnaði hærri. Skuldarar eru því engu bættari að lánstíma loknum með þeim lánum. Kosturinn við verðtrygginguna er sá að á hverjum gjalddaga þarf ekki að greiða alla vexti sem tilfallnir eru heldur dreifast greiðslurnar á allt lánstímabilið. Greiðslubyrðin verður því léttari en ella. Ókostur er að höfuðstóll skuldarinnar hækkar um frestuðu vextina. Óverðtryggð lán eru aðeins veitt með breytilegum vöxtum. Þar hækka vextir jafnskjótt og verðbólgan. Allir vextir af skuldinni greiðast við hvern gjalddaga og greiðslubyrðin verður mjög þung, einkum þegar verðbólgan vex, en höfuðstóllinn lækkar. Kostur óverðtryggðu lánanna fyrir efnahagsstjórn er að hækkandi greiðsla af lánum dregur úr einkaneyslu, minnkar þenslu og verðbólgan lækkar. Mögulegt er að hafa erlendan gjaldmiðil, t.d. evru. En þá þarf líka að undirgangast efnahagsstjórn sem gerir evruna að stöðugum gjaldmiðli. Það nær til hækkana launa, skatta, útgjalda ríkissjóðs, vaxta og útlánastefnu viðskiptabankanna. Það er ekki í boði að vera með íslenskan skuldakaupmátt í erlendu lánaumhverfi. Allt er þetta val og hver kostur mögulegur en alltaf verður að endurgreiða lánin að fullu. Skynsamlegasta efnahagsstjórnin er líklegast sú að hafa verðtryggingu einungis í boði á íbúðalánum til langs tíma en banna verðtryggingu á öllum neyslulánum og bílalánum. Þá myndi efnahagsstjórn gegn þenslu virka nokkuð örugglega. Skuldavandinn er fyrst og fremst skuldin sjálf, innihaldið en ekki formið. Við vandanum verður aðeins brugðist með því að breyta hugarfarinu. Lífskjör á lánum eru falskur heimur, tálsýn, sem alltaf hrynur að lokum.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar