Brotalamir sem verður að laga Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 22. júlí 2011 06:00 Margir Vesturlandabúar trúa því að straumur flóttamanna þangað sé svo gríðarlegur að þeim stafi mikil ógn af því. Líklega telja margir að alla innflytjendur sé hægt að setja undir sama hatt, óháð aðstæðum þeirra. Hið rétta er að um áttatíu prósent flóttamanna heimsins eru í þróunarríkjum og þar er vandinn raunverulega mikill. Þau lönd eru ekki eins vel í stakk búin til að taka á móti fólki og veita því sómasamlegt líf á nýjum stað. Á Vesturlöndum, hvað sem öllum þrengingum líður, ætti að vera hægt að veita fleiri flóttamönnum tækifæri til betra lífs en nú er gert. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur beinlínis óskað eftir því við iðnríkin að þau taki á þessu ójafnvægi og þessum vanda. Þetta gildir ekki síst um Ísland, sem tekur við margfalt færri flóttamönnum en nágrannalöndin. Til Íslands ratar ekki stór hluti þessa fólks. Sumir hafa flúið sára neyð eða hættu í heimalandinu og hafa jafnvel lagt sig í lífshættu við að komast burt. Aðrir sjá einfaldlega fram á miklu betra líf hér á landi. Dvalarleyfi hafa verið mikið rædd á Íslandi undanfarin misseri. Meðal annarra mála hefur mál Priyönku Thapa vakið athygli eftir að hún sagði sögu sína í Fréttablaðinu um síðustu jól. Priyanka er 23 ára gömul og hefur verið gefin ókunnugum manni í heimalandinu Nepal vegna þess að hann hefur lofað að framfleyta fjölskyldu hennar. Hún vill fá að vera áfram hér á landi enda hefur hún meðal annars eignast hér fjölskyldu og gengur vel í námi. Útlendingastofnun neitaði henni um dvalarleyfi. Fyrr í mánuðinum var gerð tilraun til að vísa ungum flóttamanni frá Máritaníu úr landi. Greint var frá því máli í DV í vikunni. Samtökin No Borders, sem eru talsmenn unga mannsins, segja að hann hafi sloppið úr þrældómi í heimalandinu. Stofnunin vill senda hann aftur til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, en umsókn hans um dvalarleyfi þar hefur þegar verið hafnað. Útlendingastofnun útvegaði manninum franskan túlk til að gera sig skiljanlegan – þrátt fyrir að hann tali litla sem enga frönsku. Svona vinnubrögð eru ekki til fyrirmyndar. Innanríkisráðherrann Ögmundur Jónasson átti fund með Útlendingastofnun eftir að greint var frá því að Priyönku hefði verið neitað um dvalarleyfi. Hann sagði augljóst að margar brotalamir væru greinilega í þessum málum og boðaði stefnubreytingu stjórnvalda. Eftir fundinn var ákveðið að taka mál hennar upp aftur og hún og fjölskylda hennar bíða nú eftir endanlegri niðurstöðu. Í blaðinu í dag segir Ögmundur að dvalarleyfin hafi verið mjög vinnumarkaðstengd en samfélagslegar áherslur og félagslegt réttlæti séu ekki síður mikilvægir þættir. Það eru orð að sönnu og vonandi er ráðuneytinu alvara með því að laga brotalamir í stofnunum sem undir það sjálft heyra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Margir Vesturlandabúar trúa því að straumur flóttamanna þangað sé svo gríðarlegur að þeim stafi mikil ógn af því. Líklega telja margir að alla innflytjendur sé hægt að setja undir sama hatt, óháð aðstæðum þeirra. Hið rétta er að um áttatíu prósent flóttamanna heimsins eru í þróunarríkjum og þar er vandinn raunverulega mikill. Þau lönd eru ekki eins vel í stakk búin til að taka á móti fólki og veita því sómasamlegt líf á nýjum stað. Á Vesturlöndum, hvað sem öllum þrengingum líður, ætti að vera hægt að veita fleiri flóttamönnum tækifæri til betra lífs en nú er gert. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur beinlínis óskað eftir því við iðnríkin að þau taki á þessu ójafnvægi og þessum vanda. Þetta gildir ekki síst um Ísland, sem tekur við margfalt færri flóttamönnum en nágrannalöndin. Til Íslands ratar ekki stór hluti þessa fólks. Sumir hafa flúið sára neyð eða hættu í heimalandinu og hafa jafnvel lagt sig í lífshættu við að komast burt. Aðrir sjá einfaldlega fram á miklu betra líf hér á landi. Dvalarleyfi hafa verið mikið rædd á Íslandi undanfarin misseri. Meðal annarra mála hefur mál Priyönku Thapa vakið athygli eftir að hún sagði sögu sína í Fréttablaðinu um síðustu jól. Priyanka er 23 ára gömul og hefur verið gefin ókunnugum manni í heimalandinu Nepal vegna þess að hann hefur lofað að framfleyta fjölskyldu hennar. Hún vill fá að vera áfram hér á landi enda hefur hún meðal annars eignast hér fjölskyldu og gengur vel í námi. Útlendingastofnun neitaði henni um dvalarleyfi. Fyrr í mánuðinum var gerð tilraun til að vísa ungum flóttamanni frá Máritaníu úr landi. Greint var frá því máli í DV í vikunni. Samtökin No Borders, sem eru talsmenn unga mannsins, segja að hann hafi sloppið úr þrældómi í heimalandinu. Stofnunin vill senda hann aftur til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, en umsókn hans um dvalarleyfi þar hefur þegar verið hafnað. Útlendingastofnun útvegaði manninum franskan túlk til að gera sig skiljanlegan – þrátt fyrir að hann tali litla sem enga frönsku. Svona vinnubrögð eru ekki til fyrirmyndar. Innanríkisráðherrann Ögmundur Jónasson átti fund með Útlendingastofnun eftir að greint var frá því að Priyönku hefði verið neitað um dvalarleyfi. Hann sagði augljóst að margar brotalamir væru greinilega í þessum málum og boðaði stefnubreytingu stjórnvalda. Eftir fundinn var ákveðið að taka mál hennar upp aftur og hún og fjölskylda hennar bíða nú eftir endanlegri niðurstöðu. Í blaðinu í dag segir Ögmundur að dvalarleyfin hafi verið mjög vinnumarkaðstengd en samfélagslegar áherslur og félagslegt réttlæti séu ekki síður mikilvægir þættir. Það eru orð að sönnu og vonandi er ráðuneytinu alvara með því að laga brotalamir í stofnunum sem undir það sjálft heyra.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun