Arðsöm raforkusala til stóriðju 22. júlí 2011 06:00 Í fjórðu grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um arðsemi raforkusölu til stóriðjunnar. Í umræðu um stóriðjutengdar framkvæmdir á liðnum árum hefur því gjarnan verið haldið fram að raforka sé seld til stóriðju á afar lágu verði. Raforkuframleiðslan sé fyrir vikið óarðbær og það komi í hlut almennings að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju. Þessar fullyrðingar hafa verið háværar og síendurteknar í umræðunni en standast þó engan veginn nánari skoðun. Við mat á arðsemi virkjanaframkvæmda liggur beinast við að líta til Landsvirkjunar. Landsvirkjun framleiðir og selur liðlega 70% allrar raforku á Íslandi. Frá 1999 hefur raforkusala fyrirtækisins tvöfaldast og liggur sú aukning fyrst og fremst í aukinni raforkusölu til stóriðju. Á sama tíma hefur árlegur rekstrarhagnaður Landsvirkjunar nær sexfaldast. Svipaða sögu er að segja af eigin fé félagsins, sem vaxið hefur úr 33 milljörðum króna í árslok 1999 í liðlega 190 milljarða króna í árslok 2010 (á sama tíma hefur eigið fé fimm stærstu orkufyrirtækjanna hér á landi aukist úr 86 milljörðum í 309 milljarða króna). Arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar er að jafnaði um 19% á þessu tímabili í íslenskum krónum. Fyrirtækið hefur upplýst að það sé í stakk búið til að greiða upp allar skuldir á næstu 12-14 árum, þrátt fyrir miklar fjárfestingar á liðnum árum. Fá íslensk fyrirtæki geta státað af svo góðri arðsemi. Því er ekki annað að sjá en að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar sé með besta móti. Stóriðjan stendur undir arðsemi raforkukerfisinsEn er þá íslenskur almenningur að standa undir þessari arðsemi og niðurgreiða um leið raforkuverð til stóriðju? Liðlega 75% af framleiddri raforku hér á landi eru seld til stóriðju og hefur þetta hlutfall aukist úr 50% árið 1996. Það segir sig því sjálft að ef almenningur á Íslandi væri að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju hefði umtalsverð verðhækkun þurft að eiga sér stað á þessum tíma. Ella hefði sá fjórðungur raforkusölunnar sem fer annað en í stóriðju haft lítið að segja til niðurgreiðslu þar á. Raunin er hins vegar hið gagnstæða. Á liðnum 15 árum hefur verð á raforku til almennings lækkað um 25% að raungildi. Raforkusala til almennings skýrir því engan veginn hina miklu arðsemi Landsvirkjunar á liðnum árum. Í raun er það stóriðjan sem stendur alfarið undir þessari arðsemi. Samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar greiddi almenningur liðlega 8% hærra verð á hverja kílóvattsstund á síðasta ári heldur en stóriðja. Sé hins vegar horft til þess að stóriðjan er með um 96% meðalnýtingu afls yfir árið vegna stöðugrar notkunar sinnar, samanborið við 56% meðalnýtingu almenna kerfisins, þá er stóriðjan að skapa Landsvirkjun nærri 60% hærri tekjur á hvert megavatt í afli. Með öðrum orðum: Tökum sem dæmi að Landsvirkjun reki tvær jafnstórar virkjanir, önnur selji eingöngu til almenns markaðar en hin einvörðungu til stóriðju. Í því dæmi myndi sú síðarnefnda skila Landsvirkjun 60% meiri tekjum á ári en hin fyrrnefnda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í fjórðu grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um arðsemi raforkusölu til stóriðjunnar. Í umræðu um stóriðjutengdar framkvæmdir á liðnum árum hefur því gjarnan verið haldið fram að raforka sé seld til stóriðju á afar lágu verði. Raforkuframleiðslan sé fyrir vikið óarðbær og það komi í hlut almennings að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju. Þessar fullyrðingar hafa verið háværar og síendurteknar í umræðunni en standast þó engan veginn nánari skoðun. Við mat á arðsemi virkjanaframkvæmda liggur beinast við að líta til Landsvirkjunar. Landsvirkjun framleiðir og selur liðlega 70% allrar raforku á Íslandi. Frá 1999 hefur raforkusala fyrirtækisins tvöfaldast og liggur sú aukning fyrst og fremst í aukinni raforkusölu til stóriðju. Á sama tíma hefur árlegur rekstrarhagnaður Landsvirkjunar nær sexfaldast. Svipaða sögu er að segja af eigin fé félagsins, sem vaxið hefur úr 33 milljörðum króna í árslok 1999 í liðlega 190 milljarða króna í árslok 2010 (á sama tíma hefur eigið fé fimm stærstu orkufyrirtækjanna hér á landi aukist úr 86 milljörðum í 309 milljarða króna). Arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar er að jafnaði um 19% á þessu tímabili í íslenskum krónum. Fyrirtækið hefur upplýst að það sé í stakk búið til að greiða upp allar skuldir á næstu 12-14 árum, þrátt fyrir miklar fjárfestingar á liðnum árum. Fá íslensk fyrirtæki geta státað af svo góðri arðsemi. Því er ekki annað að sjá en að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar sé með besta móti. Stóriðjan stendur undir arðsemi raforkukerfisinsEn er þá íslenskur almenningur að standa undir þessari arðsemi og niðurgreiða um leið raforkuverð til stóriðju? Liðlega 75% af framleiddri raforku hér á landi eru seld til stóriðju og hefur þetta hlutfall aukist úr 50% árið 1996. Það segir sig því sjálft að ef almenningur á Íslandi væri að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju hefði umtalsverð verðhækkun þurft að eiga sér stað á þessum tíma. Ella hefði sá fjórðungur raforkusölunnar sem fer annað en í stóriðju haft lítið að segja til niðurgreiðslu þar á. Raunin er hins vegar hið gagnstæða. Á liðnum 15 árum hefur verð á raforku til almennings lækkað um 25% að raungildi. Raforkusala til almennings skýrir því engan veginn hina miklu arðsemi Landsvirkjunar á liðnum árum. Í raun er það stóriðjan sem stendur alfarið undir þessari arðsemi. Samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar greiddi almenningur liðlega 8% hærra verð á hverja kílóvattsstund á síðasta ári heldur en stóriðja. Sé hins vegar horft til þess að stóriðjan er með um 96% meðalnýtingu afls yfir árið vegna stöðugrar notkunar sinnar, samanborið við 56% meðalnýtingu almenna kerfisins, þá er stóriðjan að skapa Landsvirkjun nærri 60% hærri tekjur á hvert megavatt í afli. Með öðrum orðum: Tökum sem dæmi að Landsvirkjun reki tvær jafnstórar virkjanir, önnur selji eingöngu til almenns markaðar en hin einvörðungu til stóriðju. Í því dæmi myndi sú síðarnefnda skila Landsvirkjun 60% meiri tekjum á ári en hin fyrrnefnda.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun