Húsnæðisskortur ríkir á Tálknafirði 3. ágúst 2011 09:30 Tálknfirðingar þurfa nú að grípa til einhverra aðgerða svo að þeir komi vinnuafli sínu undir þak. Svo eru þeir að vinna að því að koma sér upp heitavatnskyndingu í stað rafmagnskyndingar. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Eftir tuttugu ára samdráttarskeið á Tálknafirði er nú svo komið að mikil eftirspurn er eftir húsnæði í bænum. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðarlax sem rekur ört vaxandi laxeldi á staðnum, hefur til að mynda lýst yfir áhyggjum sínum af því að ekki verði til leiguhúsnæði fyrir starfsfólk á staðnum í nánustu framtíð. Að sögn Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur oddvita hyggst hreppurinn bregðast við þessu með því að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að reisa íbúðir fyrir aldraða á Tálknafirði. „Við teljum að ef eldra fólk geti hugsað sér að flytja í slíkar íbúðir þá sé sú leið betri fyrir okkur til að létta á þessu, frekar en að fara að byggja íbúðarhús,“ segir hún. Aðeins eitt íbúðarhús hefur verið reist á Tálknafirði frá aldamótum. Hún segir enn fremur að mest sé eftirspurnin eftir leiguhúsnæði enda vilji fólk fyrst leigja áður en það festi kaup á húsnæði. Næg atvinna er á Tálknafirði en Eyrún Ingibjörg segist þó undrast, í ljósi þess atvinnuleysis sem ríkir í landinu, að Íslendingar skuli ekki hafa sótt um né spurst fyrir um vinnu í fiskvinnslu á staðnum. „Það er eins og það hvarfli ekki að Íslendingum að fara að vinna í fiski en ég er nú þeirrar skoðunar að það sé alltaf betra fyrir sálartetrið að hafa atvinnu en að sitja heima við,“ segir hún. Það kemur þó ekki að sök fyrir fiskvinnslu á staðnum því Pólverjar sækjast eftir þessum störfum. Eins hefur orðið mikil ásókn í sjóstangveiði á Tálknafirði og sagði Finnur Jónsson, stjórnarformaður Sumarbyggðar, í Fréttablaðinu í síðasta mánuði að um helmings aukning hefði orðið á komu ferðamanna þangað miðað við árið í fyrra. Eyrún Ingibjörg segir að stundum hafi verið erfitt að koma öllu ferðamönnunum á svæðið. „Það sem háir okkur hér á sunnanverðum Vestfjörðum er að okkur vantar lengri flugbraut en Fokkerinn getur ekki lent á flugbrautinni á Bíldudal fulllestaður. Við höfum því þurft að leita til Flugfélagsins Ernis til að koma öllum ferðamönnunum á svæðið en það hafa reynst okkur mjög vel í gegnum tíðina,“ segir hún. Þar að auki stendur fyrir dyrum að bora eftir heitu vatni á Tálknafirði nú á haustdögum en eins og gengur á Vestfjörðum verða Tálknafirðingar að láta sér nægja rafmagnskyndingu. Eyrún segir það því mikið hagræði ef hægt verði að leysa hana af hólmi með heitavatnskyndingu. [email protected] Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Eftir tuttugu ára samdráttarskeið á Tálknafirði er nú svo komið að mikil eftirspurn er eftir húsnæði í bænum. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðarlax sem rekur ört vaxandi laxeldi á staðnum, hefur til að mynda lýst yfir áhyggjum sínum af því að ekki verði til leiguhúsnæði fyrir starfsfólk á staðnum í nánustu framtíð. Að sögn Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur oddvita hyggst hreppurinn bregðast við þessu með því að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að reisa íbúðir fyrir aldraða á Tálknafirði. „Við teljum að ef eldra fólk geti hugsað sér að flytja í slíkar íbúðir þá sé sú leið betri fyrir okkur til að létta á þessu, frekar en að fara að byggja íbúðarhús,“ segir hún. Aðeins eitt íbúðarhús hefur verið reist á Tálknafirði frá aldamótum. Hún segir enn fremur að mest sé eftirspurnin eftir leiguhúsnæði enda vilji fólk fyrst leigja áður en það festi kaup á húsnæði. Næg atvinna er á Tálknafirði en Eyrún Ingibjörg segist þó undrast, í ljósi þess atvinnuleysis sem ríkir í landinu, að Íslendingar skuli ekki hafa sótt um né spurst fyrir um vinnu í fiskvinnslu á staðnum. „Það er eins og það hvarfli ekki að Íslendingum að fara að vinna í fiski en ég er nú þeirrar skoðunar að það sé alltaf betra fyrir sálartetrið að hafa atvinnu en að sitja heima við,“ segir hún. Það kemur þó ekki að sök fyrir fiskvinnslu á staðnum því Pólverjar sækjast eftir þessum störfum. Eins hefur orðið mikil ásókn í sjóstangveiði á Tálknafirði og sagði Finnur Jónsson, stjórnarformaður Sumarbyggðar, í Fréttablaðinu í síðasta mánuði að um helmings aukning hefði orðið á komu ferðamanna þangað miðað við árið í fyrra. Eyrún Ingibjörg segir að stundum hafi verið erfitt að koma öllu ferðamönnunum á svæðið. „Það sem háir okkur hér á sunnanverðum Vestfjörðum er að okkur vantar lengri flugbraut en Fokkerinn getur ekki lent á flugbrautinni á Bíldudal fulllestaður. Við höfum því þurft að leita til Flugfélagsins Ernis til að koma öllum ferðamönnunum á svæðið en það hafa reynst okkur mjög vel í gegnum tíðina,“ segir hún. Þar að auki stendur fyrir dyrum að bora eftir heitu vatni á Tálknafirði nú á haustdögum en eins og gengur á Vestfjörðum verða Tálknafirðingar að láta sér nægja rafmagnskyndingu. Eyrún segir það því mikið hagræði ef hægt verði að leysa hana af hólmi með heitavatnskyndingu. [email protected]
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira