Skamm fórnarlömb Pawel Bartoszek skrifar 23. september 2011 06:00 Konur eiga að geta verið einar á ferli eftir myrkur í druslulegum fötum. Börn eiga að geta leikið sér með bolta nálægt umferðargötum. Fólk á að geta skilið reiðhjólin sín eftir ólæst þegar það skýst í búð. Eldra fólk á að geta farið í göngutúr án þess að eiga það á hættu á að verða fyrir bíl. Þannig ætti þetta að vera. Kannski er það ákveðið raunsæi að viðurkenna að heimurinn sé eins og hann er og því ætti fólk að halda sig heima eftir myrkur, setja upp þjófavarnarkerfi og fara ekki úr húsi nema með hjálm. En höfum eitt á hreinu: Ef einhver er kýldur þá er það vegna þess að einhver kýldi hann, ekki vegna þess að hann var einn á ferli síðla kvölds í hættulegu hverfi. Þegar kemur að umferðarmálum er sú tilhneiging að kenna fórnarlambinu um rík. Heilu stofnanirnar, með Rannsóknarnefnd umferðarslysa í fararbroddi, falla sí og æ í þá gryfju að kenna saklausu fólki um eigin ófarir og strá fræjum sektarkenndar hjá þeirra nánustu. Hér fylgja nokkur dæmi. Dæmi 1Eldri kona verður fyrir bíl þar sem hún gengur yfir gangbraut. Bílnum er ekið rétt undir hámarkshraða en aðstæður voru reyndar ekki eins og best verður á kosið. Rannsóknarnefndin skrifar orsakir bæði á hegðun ökumanns og gangandi vegfaranda. Í skýrslu hennar segir: „Gangandi vegfarandi gætti sennilega ekki að umferð áður en hann gekk út á gangbrautina." Þannig er því miður viðhorfið. Vel að merkja, hvorki lögin né þeir sem þeim framfylgja líta svo á að gangandi vegfarendur eigi sér miklar málsbætur þegar þeir verða fyrir bíl utan gangbrauta. En jafnvel á gangbrautum virðist staða gangandi vegfarenda veik. Það er litið svo á að þeir eigi að bíða þolinmóðir og sjá hvort bílarnir nenni að stoppa fyrir þeim. Annars sýna þeir ekki „nægilega mikla aðgæslu". Dæmi 2Bílstjóri undir áhrifum eiturlyfja keyrir á barn og stingur af. Þetta eru þær ábendingar sem Rannsóknarnefnd umferðarslysa taldi rétt að koma áleiðis í kjölfarið: „Rannsóknarnefnd umferðarslysa beinir því til foreldra að börn á leikskólaaldri eiga ekki að vera ein á ferli, sérstaklega í myrkri við akbrautir. Á þessum aldri hafa börn fengið einhverja fræðslu um hættur í umferðinni, en skilningur þeirra er í mótun og hæfni til að fást við hættur og skynja hraða bifreiða er takmörkuð. Hvetur rannsóknarnefnd umferðarslysa gangandi vegfarendur, börn, fullorðna og ekki síst aldrað fólk eindregið til að bera endurskinsmerki eða rendur á fatnaði sínum, sérstaklega að vetri til." Þeir sem sinna umferðarmálum hérlendis telja því miður flestir að réttasta leiðin til að verja mjúka vegfarendur sé að klæða þá í alls kyns hlífðarbúnað og láta þá passa sig á bílunum. Hvernig væri að hvetja þá sem aka bílum til að passa sig á gangandi fólki? Dæmi 3Bíll á leið út úr bílastæðageymslu keyrir á konu. Orsakagreining RNU: „Gangandi vegfarandi sýndi aðgæsluleysi með því að ganga fram fyrir bifreið sem beið eftir að aka út á götu. Ökumaður sýndi aðgæsluleysi þegar hann ók út úr bílastæðahúsinu án þess að taka nægilegt tillit til gangandi vegfaranda. Útsýni ökumanna sem aka út úr bílastæðahúsinu er verulega skert og aðvörunarmerkingar skortir fyrir bæði gangandi og akandi vegfarendur." Í kjölfarið þessarar greiningar leggur RNU til að sett verði upp grindverk á umræddum slysstað til að hindra leið gangandi vegfarenda. Þannig er alltaf áherslan. Endalaust af grindverkum úti um allt. Gatnamót í miðri borg eru farin líkjast fangelsum. Passið ykkur á fólkinuUmferðaröryggisstefna er of bílmiðuð. Það þarf ekki aukna áherslu á bílinn og hvernig allir eigi að passa sig á honum. Þvert á móti legg ég til að allir ökunemar taki einn ökutíma í að labba um hverfið sitt, einn tíma í að hjóla í sund og einn í að taka strætó með barnavagn í Skeifuna. Það er vont þegar menn sjá hlutina bara úr bílstjórasætinu. Þá finnst þeim allir aðrir vera að þvælast fyrir bílnum. Of oft virðist þetta vera helsta sjónarhorn þeirra sem tjá sig um umferðaröryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun
Konur eiga að geta verið einar á ferli eftir myrkur í druslulegum fötum. Börn eiga að geta leikið sér með bolta nálægt umferðargötum. Fólk á að geta skilið reiðhjólin sín eftir ólæst þegar það skýst í búð. Eldra fólk á að geta farið í göngutúr án þess að eiga það á hættu á að verða fyrir bíl. Þannig ætti þetta að vera. Kannski er það ákveðið raunsæi að viðurkenna að heimurinn sé eins og hann er og því ætti fólk að halda sig heima eftir myrkur, setja upp þjófavarnarkerfi og fara ekki úr húsi nema með hjálm. En höfum eitt á hreinu: Ef einhver er kýldur þá er það vegna þess að einhver kýldi hann, ekki vegna þess að hann var einn á ferli síðla kvölds í hættulegu hverfi. Þegar kemur að umferðarmálum er sú tilhneiging að kenna fórnarlambinu um rík. Heilu stofnanirnar, með Rannsóknarnefnd umferðarslysa í fararbroddi, falla sí og æ í þá gryfju að kenna saklausu fólki um eigin ófarir og strá fræjum sektarkenndar hjá þeirra nánustu. Hér fylgja nokkur dæmi. Dæmi 1Eldri kona verður fyrir bíl þar sem hún gengur yfir gangbraut. Bílnum er ekið rétt undir hámarkshraða en aðstæður voru reyndar ekki eins og best verður á kosið. Rannsóknarnefndin skrifar orsakir bæði á hegðun ökumanns og gangandi vegfaranda. Í skýrslu hennar segir: „Gangandi vegfarandi gætti sennilega ekki að umferð áður en hann gekk út á gangbrautina." Þannig er því miður viðhorfið. Vel að merkja, hvorki lögin né þeir sem þeim framfylgja líta svo á að gangandi vegfarendur eigi sér miklar málsbætur þegar þeir verða fyrir bíl utan gangbrauta. En jafnvel á gangbrautum virðist staða gangandi vegfarenda veik. Það er litið svo á að þeir eigi að bíða þolinmóðir og sjá hvort bílarnir nenni að stoppa fyrir þeim. Annars sýna þeir ekki „nægilega mikla aðgæslu". Dæmi 2Bílstjóri undir áhrifum eiturlyfja keyrir á barn og stingur af. Þetta eru þær ábendingar sem Rannsóknarnefnd umferðarslysa taldi rétt að koma áleiðis í kjölfarið: „Rannsóknarnefnd umferðarslysa beinir því til foreldra að börn á leikskólaaldri eiga ekki að vera ein á ferli, sérstaklega í myrkri við akbrautir. Á þessum aldri hafa börn fengið einhverja fræðslu um hættur í umferðinni, en skilningur þeirra er í mótun og hæfni til að fást við hættur og skynja hraða bifreiða er takmörkuð. Hvetur rannsóknarnefnd umferðarslysa gangandi vegfarendur, börn, fullorðna og ekki síst aldrað fólk eindregið til að bera endurskinsmerki eða rendur á fatnaði sínum, sérstaklega að vetri til." Þeir sem sinna umferðarmálum hérlendis telja því miður flestir að réttasta leiðin til að verja mjúka vegfarendur sé að klæða þá í alls kyns hlífðarbúnað og láta þá passa sig á bílunum. Hvernig væri að hvetja þá sem aka bílum til að passa sig á gangandi fólki? Dæmi 3Bíll á leið út úr bílastæðageymslu keyrir á konu. Orsakagreining RNU: „Gangandi vegfarandi sýndi aðgæsluleysi með því að ganga fram fyrir bifreið sem beið eftir að aka út á götu. Ökumaður sýndi aðgæsluleysi þegar hann ók út úr bílastæðahúsinu án þess að taka nægilegt tillit til gangandi vegfaranda. Útsýni ökumanna sem aka út úr bílastæðahúsinu er verulega skert og aðvörunarmerkingar skortir fyrir bæði gangandi og akandi vegfarendur." Í kjölfarið þessarar greiningar leggur RNU til að sett verði upp grindverk á umræddum slysstað til að hindra leið gangandi vegfarenda. Þannig er alltaf áherslan. Endalaust af grindverkum úti um allt. Gatnamót í miðri borg eru farin líkjast fangelsum. Passið ykkur á fólkinuUmferðaröryggisstefna er of bílmiðuð. Það þarf ekki aukna áherslu á bílinn og hvernig allir eigi að passa sig á honum. Þvert á móti legg ég til að allir ökunemar taki einn ökutíma í að labba um hverfið sitt, einn tíma í að hjóla í sund og einn í að taka strætó með barnavagn í Skeifuna. Það er vont þegar menn sjá hlutina bara úr bílstjórasætinu. Þá finnst þeim allir aðrir vera að þvælast fyrir bílnum. Of oft virðist þetta vera helsta sjónarhorn þeirra sem tjá sig um umferðaröryggi.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun