Ný staða kallar á nýtt tímaplan Þorsteinn Pálsson skrifar 24. september 2011 06:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ítrekaði í vikunni það sem hún hefur áður réttilega sagt um ESB-aðildarviðræðurnar að hæpið sé að núverandi ríkisstjórn geti lokið þeim vegna ágreinings um markmið. Annar flokkurinn vill gera samning til að fella en hinn til að samþykkja. Samkomulag flokkanna gat aðeins komið viðræðum áleiðis. Á þetta hefur oft verið bent á þessum vettvangi. En nú blasir einnig við sú nýja staða að áformin um að ljúka málinu á þessu kjörtímabili eru úr sögunni. Eftir fund með kanslara Þýskalands fyrir nokkrum vikum áréttaði forsætisráðherra þá tímaáætlun að ljúka samningum á næsta ári og hafa þjóðaratkvæði fyrir kosningar. Ástæðan fyrir því að þetta er ekki lengur mögulegt er fyrst og fremst sú að VG hefur lagt stein í götu efnislegra viðræðna. Utanríkisráðherra hefur stýrt viðræðunum einarðlega af sinni hálfu. Í maí setti VG hins vegar skilyrði sem stöðvuðu frekari vinnu að samningsmarkmiðum í landbúnaðarmálum og í reynd á fleiri sviðum. Eftir það var ljóst að lokasamningsgerðin yrði verkefni næsta kjörtímabils. Þetta gjörbreytir aðstæðum og kallar á nýja og lengri tímaáætlun um viðræðuferilinn. Fyrir vikið verða Evrópumálin lykilmál í næstu kosningum og munu ráða miklu um möguleika á stjórnarmyndun nema svo ólíklega fari að allir flokkar nái saman um hvernig skuli koma því á milli kjörtímabila. Til að komast hjá því að láta á það reyna hvort aðildarmálið er stjórnarslitamál er trúlegast að stjórnarflokkarnir sameinist um þá skýringu að hin alvarlega kreppa í heimsfjármálunum hafi breytt áformunum. Þó að hyggilegt sé að taka tillit til þeirra aðstæðna og haga viðræðunum eftir því liggur vandinn þó í ágreiningi stjórnarflokkanna eins og Ingibjörg Sólrún hefur bent á.Hver verður kosningastefnan? Afstaða allra flokka hefur einkum tekið mið af því að ljúka ætti málinu á þessu kjörtímabili. Fróðlegt verður að sjá hvernig þeir bregðast við nýrri stöðu; ekki síst í ljósi þess að kannanir benda til að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji ljúka viðræðunum. Evrópusinnar í öllum flokkum hljóta einnig að bregðast við gildum athugasemdum Ingibjargar Sólrúnar. Þær kalla á svör og endurskipulagningu. VG hefur aldrei upplýst hvort málamiðlunin um að standa að umsókn er bundin við þetta kjörtímabil eða hvort hún stendur þar til lyktir fást. Þetta er grundvallarspurning sem VG þarf nú að svara. Ef málamiðlunin er bundin við kjörtímabilið hljóta viðræðurnar að stöðvast. Standi hún yfir á næsta kjörtímabil liggur kosningastefna VG í málinu þegar fyrir. Á hvorn veg sem svarið verður mun það hafa afgerandi áhrif. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið hörðustu afstöðuna með kröfu um tafarlaus slit á viðræðunum sem stjórnarþátttökuskilyrði. Mun flokkurinn þrengja stöðu sína með sama hætti á nýju kjörtímabili? Framsóknarflokkurinn gætti sín á að hafa hæfilega loðið orðalag á afstöðu sinni um tímabundið hlé á viðræðum. Mun það halda? Taki bæði Framsóknarflokkurinn og VG sömu afstöðu og Sjálfstæðisflokkurinn í kosningum einangrast Samfylkingin með málið að því gefnu að ekkert annað gerist. Hvernig bregst hún við því?Hvernig fyllist tómarúmið? Fari svo að Samfylkingin standi ein með Evrópumálin eftir kosningar á hún þrjá kosti: Sá fyrsti er að standa við stóru orðin og láta hina flokkana um landsstjórnina. Athyglisvert er að hún skuli ekki þegar hafa gert það. Annar er að gefast upp fyrir VG og halda því samstarfi áfram með Framsóknarflokknum. Þriðji kosturinn er að snúa sér að Sjálfstæðisflokknum. Eftir stendur að Evrópumálin hafa myndað tómarúm á miðju og hægri væng stjórnmálanna. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn hafa sýnt áhuga á að nýta sér það. Fram til þessa hafa engin merki verið um ný framboð sem líkleg væru til að fylla tómarúmið. Framboð Guðmundar Steingrímssonar og Besta flokksins gæti hins vegar sett strik í reikninginn. Pönkframboðið heppnaðist í borgarstjórn. Það er á hinn bóginn óskrifað blað hvort blanda af pönki og hefðbundinni pólitík gengur upp. Mun slíkt framboð hafa stefnu í Evrópumálum sem mark er takandi á? Munu Evrópusinnar í atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni sitja aðgerðarlausir og treysta á að Besti flokkinn komi í veg fyrir að Evrópumálin verði slegin út af borðinu í kosningum? Eða munu þeir eða aðrir beita sér fyrir því að tryggja framhald viðræðnanna yfir á nýtt kjörtímabil með öðrum hætti? Héðan af munu samningar taka lengri tíma en ætlað var. Ný staða gefur öllum tækifæri til að hugsa aðferðafræðina upp á nýtt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ítrekaði í vikunni það sem hún hefur áður réttilega sagt um ESB-aðildarviðræðurnar að hæpið sé að núverandi ríkisstjórn geti lokið þeim vegna ágreinings um markmið. Annar flokkurinn vill gera samning til að fella en hinn til að samþykkja. Samkomulag flokkanna gat aðeins komið viðræðum áleiðis. Á þetta hefur oft verið bent á þessum vettvangi. En nú blasir einnig við sú nýja staða að áformin um að ljúka málinu á þessu kjörtímabili eru úr sögunni. Eftir fund með kanslara Þýskalands fyrir nokkrum vikum áréttaði forsætisráðherra þá tímaáætlun að ljúka samningum á næsta ári og hafa þjóðaratkvæði fyrir kosningar. Ástæðan fyrir því að þetta er ekki lengur mögulegt er fyrst og fremst sú að VG hefur lagt stein í götu efnislegra viðræðna. Utanríkisráðherra hefur stýrt viðræðunum einarðlega af sinni hálfu. Í maí setti VG hins vegar skilyrði sem stöðvuðu frekari vinnu að samningsmarkmiðum í landbúnaðarmálum og í reynd á fleiri sviðum. Eftir það var ljóst að lokasamningsgerðin yrði verkefni næsta kjörtímabils. Þetta gjörbreytir aðstæðum og kallar á nýja og lengri tímaáætlun um viðræðuferilinn. Fyrir vikið verða Evrópumálin lykilmál í næstu kosningum og munu ráða miklu um möguleika á stjórnarmyndun nema svo ólíklega fari að allir flokkar nái saman um hvernig skuli koma því á milli kjörtímabila. Til að komast hjá því að láta á það reyna hvort aðildarmálið er stjórnarslitamál er trúlegast að stjórnarflokkarnir sameinist um þá skýringu að hin alvarlega kreppa í heimsfjármálunum hafi breytt áformunum. Þó að hyggilegt sé að taka tillit til þeirra aðstæðna og haga viðræðunum eftir því liggur vandinn þó í ágreiningi stjórnarflokkanna eins og Ingibjörg Sólrún hefur bent á.Hver verður kosningastefnan? Afstaða allra flokka hefur einkum tekið mið af því að ljúka ætti málinu á þessu kjörtímabili. Fróðlegt verður að sjá hvernig þeir bregðast við nýrri stöðu; ekki síst í ljósi þess að kannanir benda til að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji ljúka viðræðunum. Evrópusinnar í öllum flokkum hljóta einnig að bregðast við gildum athugasemdum Ingibjargar Sólrúnar. Þær kalla á svör og endurskipulagningu. VG hefur aldrei upplýst hvort málamiðlunin um að standa að umsókn er bundin við þetta kjörtímabil eða hvort hún stendur þar til lyktir fást. Þetta er grundvallarspurning sem VG þarf nú að svara. Ef málamiðlunin er bundin við kjörtímabilið hljóta viðræðurnar að stöðvast. Standi hún yfir á næsta kjörtímabil liggur kosningastefna VG í málinu þegar fyrir. Á hvorn veg sem svarið verður mun það hafa afgerandi áhrif. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið hörðustu afstöðuna með kröfu um tafarlaus slit á viðræðunum sem stjórnarþátttökuskilyrði. Mun flokkurinn þrengja stöðu sína með sama hætti á nýju kjörtímabili? Framsóknarflokkurinn gætti sín á að hafa hæfilega loðið orðalag á afstöðu sinni um tímabundið hlé á viðræðum. Mun það halda? Taki bæði Framsóknarflokkurinn og VG sömu afstöðu og Sjálfstæðisflokkurinn í kosningum einangrast Samfylkingin með málið að því gefnu að ekkert annað gerist. Hvernig bregst hún við því?Hvernig fyllist tómarúmið? Fari svo að Samfylkingin standi ein með Evrópumálin eftir kosningar á hún þrjá kosti: Sá fyrsti er að standa við stóru orðin og láta hina flokkana um landsstjórnina. Athyglisvert er að hún skuli ekki þegar hafa gert það. Annar er að gefast upp fyrir VG og halda því samstarfi áfram með Framsóknarflokknum. Þriðji kosturinn er að snúa sér að Sjálfstæðisflokknum. Eftir stendur að Evrópumálin hafa myndað tómarúm á miðju og hægri væng stjórnmálanna. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn hafa sýnt áhuga á að nýta sér það. Fram til þessa hafa engin merki verið um ný framboð sem líkleg væru til að fylla tómarúmið. Framboð Guðmundar Steingrímssonar og Besta flokksins gæti hins vegar sett strik í reikninginn. Pönkframboðið heppnaðist í borgarstjórn. Það er á hinn bóginn óskrifað blað hvort blanda af pönki og hefðbundinni pólitík gengur upp. Mun slíkt framboð hafa stefnu í Evrópumálum sem mark er takandi á? Munu Evrópusinnar í atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni sitja aðgerðarlausir og treysta á að Besti flokkinn komi í veg fyrir að Evrópumálin verði slegin út af borðinu í kosningum? Eða munu þeir eða aðrir beita sér fyrir því að tryggja framhald viðræðnanna yfir á nýtt kjörtímabil með öðrum hætti? Héðan af munu samningar taka lengri tíma en ætlað var. Ný staða gefur öllum tækifæri til að hugsa aðferðafræðina upp á nýtt.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun