Hvar liggja skilin á milli sérhagsmuna og almannahagsmuna? 29. september 2011 06:00 Heita má að í hvert sinn, sem einhver hefur mótmælt núverandi áformum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, stígi Ólína Þorvarðardóttir fram og segi þennan og hinn í sérhagsmunagæslu. Hversu marga þarf eiginlega til að mótmæla þessu frumvarpi þannig að það sé skilgreint sem almannahagsmunir í huga þingmannsins? Í nýlegu útvarpsviðtali hafnaði Ólína því að setjast aftur að samningaborði um þetta mál. Hvers vegna skyldi það vera? Var það vegna þess að meirihluti sáttanefndarinnar svokölluðu komst að annarri niðurstöðu en hún vildi? Var lýðræðisást hennar ekki meiri en svo að hún gerði allt sem hún gat til að koma í veg fyrir að þær tillögur yrðu hafðar til hliðsjónar við gerð nýs frumvarps. Kolféll á prófinuÞrátt fyrir yfirlýsingar um annað, m.a. hennar eigin, lágu ekki fyrir neinar hagfræðilegar úttektir á afleiðingum þessa frumvarps áður en það var lagt fram. Handvalinn hagfræðingahópur sjávarútvegsráðherra fékk hins vegar það verkefni í kjölfarið. Skemmst er frá að segja að frumvarpið kolféll á því prófi. Ólína, sem alltaf veit betur, átti að sjálfsögðu svar við þessu í umræddu útvarpsviðtali: „…þó að hagfræðingur á launum hjá LÍÚ hafi ekki fengið að komast að allri undirbúningsvinnunni þá er ekki þar með sagt að hún hafi ekki verið unnin.“ Til hvers var ráðherra þá að setja þennan sérfræðihóp saman? Gleymdi stuðningsmaðurinnÞingmaðurinn fór að vanda mikinn í viðtalinu í þættinum Í bítið á Bylgjunni og vissi alltaf betur. Þegar spyrjandi hafði orð á því að leitun væri að einhverjum sem stutt hefðu frumvarpið sagði þingmaðurinn m.a.: „Það er ekki allt sem sýnist í þessari umræðu. Þau byggðarlög sem aðallega hafa mótmælt þessu … eru byggðarlög sem eru undir stjórn sjálfstæðismanna og þau hafa hærra í þessari umræðu. Það er bara þannig.“ Það verður að virða þingmanninum það til vorkunnar að hafa ekki í viðtalinu getað rifjað upp eina stuðningsmann frumvarpsins. Við sem fylgjumst með umræðunni munum eftir honum. Þetta er trillukall, sem var búinn að selja kvótann sinn fyrir drjúgan skilding og komst svo á strandveiðar og fékk nýjar veiðiheimildir gefins frá stjórnvöldum! Þorskveiðar smábáta úr 3% í 21% af heildarkvóta í þorskiTakmörkuð söguþekking þingmannsins á sjávarútvegi kom vel í ljós í viðtalinu. Þar kvartaði Ólína undan því að erfitt væri að stofna nýjar útgerðir og að þeir væru fáir sem það hefðu gert. Staðreyndin er sú að sett hafa verið á laggirnar nokkur sérgæskukerfi fyrir smábáta. Öll eiga þau það sammerkt að hafa að endingu orðið hluti af kvótakerfinu með tilheyrandi flutningi aflaheimilda frá þeim sem voru þar fyrir. Við upphaf kvótakerfisins fiskuðu smábátar um 16.800 tonn, þá var heildarveiði þorsks um 243.000 tonn. Í fyrra fiskuðu smábátarnir 76.000 tonn en þá var heildarkvóti þorsks 170.000 tonn. Einhverjir nýir hljóta því að hafa náð að hasla sér völl í þessari atvinnugrein. Þeir sem hæst láta yfir takmörkuðu aðgengi nýliða eru yfirleitt þeir sem eru búnir að selja frá sér veiðiheimildirnar og sumir oftar en einu sinni. Styttist í rauða spjaldiðÞað sem mér finnst sjálfum ósmekklegast í málflutningi þingmannsins er að hún skautar fram hjá upplýsingum, sem sem hún lætur gagngert safna saman fyrir sig og talar því ítrekað gegn betri vitund. Eins og þeir vita, sem hafa fylgst með málflutningi þingmannsins, hefur hún kvartað yfir hnignandi umræðuhefð á Íslandi. Í því samhengi hefur hún m.a. gripið til líkingamáls úr fótboltanum, að menn fari í manninn en ekki boltann. Eins og Ólína hefur spilað hlýtur að styttast í að henni verði sýnt rauða spjaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Sjá meira
Heita má að í hvert sinn, sem einhver hefur mótmælt núverandi áformum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, stígi Ólína Þorvarðardóttir fram og segi þennan og hinn í sérhagsmunagæslu. Hversu marga þarf eiginlega til að mótmæla þessu frumvarpi þannig að það sé skilgreint sem almannahagsmunir í huga þingmannsins? Í nýlegu útvarpsviðtali hafnaði Ólína því að setjast aftur að samningaborði um þetta mál. Hvers vegna skyldi það vera? Var það vegna þess að meirihluti sáttanefndarinnar svokölluðu komst að annarri niðurstöðu en hún vildi? Var lýðræðisást hennar ekki meiri en svo að hún gerði allt sem hún gat til að koma í veg fyrir að þær tillögur yrðu hafðar til hliðsjónar við gerð nýs frumvarps. Kolféll á prófinuÞrátt fyrir yfirlýsingar um annað, m.a. hennar eigin, lágu ekki fyrir neinar hagfræðilegar úttektir á afleiðingum þessa frumvarps áður en það var lagt fram. Handvalinn hagfræðingahópur sjávarútvegsráðherra fékk hins vegar það verkefni í kjölfarið. Skemmst er frá að segja að frumvarpið kolféll á því prófi. Ólína, sem alltaf veit betur, átti að sjálfsögðu svar við þessu í umræddu útvarpsviðtali: „…þó að hagfræðingur á launum hjá LÍÚ hafi ekki fengið að komast að allri undirbúningsvinnunni þá er ekki þar með sagt að hún hafi ekki verið unnin.“ Til hvers var ráðherra þá að setja þennan sérfræðihóp saman? Gleymdi stuðningsmaðurinnÞingmaðurinn fór að vanda mikinn í viðtalinu í þættinum Í bítið á Bylgjunni og vissi alltaf betur. Þegar spyrjandi hafði orð á því að leitun væri að einhverjum sem stutt hefðu frumvarpið sagði þingmaðurinn m.a.: „Það er ekki allt sem sýnist í þessari umræðu. Þau byggðarlög sem aðallega hafa mótmælt þessu … eru byggðarlög sem eru undir stjórn sjálfstæðismanna og þau hafa hærra í þessari umræðu. Það er bara þannig.“ Það verður að virða þingmanninum það til vorkunnar að hafa ekki í viðtalinu getað rifjað upp eina stuðningsmann frumvarpsins. Við sem fylgjumst með umræðunni munum eftir honum. Þetta er trillukall, sem var búinn að selja kvótann sinn fyrir drjúgan skilding og komst svo á strandveiðar og fékk nýjar veiðiheimildir gefins frá stjórnvöldum! Þorskveiðar smábáta úr 3% í 21% af heildarkvóta í þorskiTakmörkuð söguþekking þingmannsins á sjávarútvegi kom vel í ljós í viðtalinu. Þar kvartaði Ólína undan því að erfitt væri að stofna nýjar útgerðir og að þeir væru fáir sem það hefðu gert. Staðreyndin er sú að sett hafa verið á laggirnar nokkur sérgæskukerfi fyrir smábáta. Öll eiga þau það sammerkt að hafa að endingu orðið hluti af kvótakerfinu með tilheyrandi flutningi aflaheimilda frá þeim sem voru þar fyrir. Við upphaf kvótakerfisins fiskuðu smábátar um 16.800 tonn, þá var heildarveiði þorsks um 243.000 tonn. Í fyrra fiskuðu smábátarnir 76.000 tonn en þá var heildarkvóti þorsks 170.000 tonn. Einhverjir nýir hljóta því að hafa náð að hasla sér völl í þessari atvinnugrein. Þeir sem hæst láta yfir takmörkuðu aðgengi nýliða eru yfirleitt þeir sem eru búnir að selja frá sér veiðiheimildirnar og sumir oftar en einu sinni. Styttist í rauða spjaldiðÞað sem mér finnst sjálfum ósmekklegast í málflutningi þingmannsins er að hún skautar fram hjá upplýsingum, sem sem hún lætur gagngert safna saman fyrir sig og talar því ítrekað gegn betri vitund. Eins og þeir vita, sem hafa fylgst með málflutningi þingmannsins, hefur hún kvartað yfir hnignandi umræðuhefð á Íslandi. Í því samhengi hefur hún m.a. gripið til líkingamáls úr fótboltanum, að menn fari í manninn en ekki boltann. Eins og Ólína hefur spilað hlýtur að styttast í að henni verði sýnt rauða spjaldið.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun