Um stöðu mála fyrir Landsdómi Róbert R. Spanó skrifar 18. október 2011 06:00 Með ályktun 28. september 2010 samþykkti Alþingi að höfða bæri sakamál fyrir Landsdómi á hendur fyrrum forsætisráðherra fyrir ætluð brot framin í embætti á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Af því tilefni kom Landsdómur saman í fyrsta skipti. Saksóknari Alþingis gaf út ákæru á hendur ráðherra í maí sl. á grundvelli ályktunar þingsins. Ákærunni er skipt upp í tvo kafla. Í þeim fyrri er ráðherra gefin að sök alvarleg vanræksla á starfsskyldum sínum sem er nánar lýst í fimm liðum. Í síðari hlutanum er hann sakaður um að hafa vanrækt að fara eftir fyrirmælum stjórnarskrárinnar um að halda ráðherrafundi (ríkisstjórnarfundi) um mikilvæg stjórnarmálefni. Á þessum vettvangi verður nú gerð tilraun til að varpa ljósi á þau ágreiningsatriði sem Landsdómur hefur þegar fjallað um og stöðu málsins. Loks verður farið nokkrum orðum um þær ályktanir sem draga má af málinu um framtíð núverandi kerfis. Ágreiningsatriði sem Landsdómur hefur þegar leyst úrLandsdómur hefur til þessa kveðið upp einn dóm og þrjá úrskurði. Með þessum úrlausnum hefur dómurinn fjallað um öll helstu álitaefnin varðandi undirbúning og grundvöll málsins sem uppi hafa verið og ákærði hefur borið fyrir sig. Landsdómur hefur t.d. talið að saksóknari Alþingis hafi verið löglega kjörinn og að það hafi verið lögmætt að þingið byggði ályktun um málshöfðun á skýrslu rannsóknarnefndar þingsins. Þá hefur dómurinn m.a. skorið úr um það að þær refsiheimildir sem ákært er fyrir séu nægilega skýrar til að ákærði geti haldið uppi vörnum. Einnig eru reglur landsdómslaga og sakamálalaga um meðferð málsins taldar fyrirsjáanlegar og ekki standa því í vegi að ákærði fái notið réttlátrar málsmeðferðar eins og stjórnarskráin gerir ráð fyrir. Landsdómur hefur hins vegar tekið undir með ákærða að tveir ákæruliðir af þeim fimm sem hann er borinn sökum um í fyrri hluta ákæru séu ekki nægilega skýrir og fallist á að vísa þeim frá dómi. Að öðru leyti hefur dómurinn talið að ákæran fullnægi kröfum laga. Almennt séð hafa úrlausnir Landsdóms verið vel rökstuddar og ekki komið á óvart út frá sjónarhóli lögfræðinnar. Staða málsins og næstu skrefLandsdómur hefur nú leyst úr formsatriðum um grundvöll málsins sem þurftu að liggja fyrir áður en málið færi til svokallaðrar aðalmeðferðar. Við aðalmeðferð málsins færa saksóknari Alþingis og verjandi fram þau sönnunargögn sem þeir telja að varpi ljósi á sekt eða sakleysi ákærða. Þar kann ákærði að gefa skýrslu auk þess sem vitni eru leidd fyrir dóminn. Að lokinni aðalmeðferð kveður Landsdómur upp úr um sekt eða sýknu ákærða. Eins og sakir standa má gera ráð fyrir að aðalmeðferð fari fram á fyrri hluta næsta árs. Brýnt er að réttarstaða ákærða sé eins skýr og kostur er við framhald málsins þannig að réttur hans til að halda uppi vörnum sé ekki skertur. Í því sambandi er mikilvægt að dómurinn hefur þegar leyst úr álitaefnum um samspil sérákvæða landsdómslaga um meðferð máls og almennra reglna sakamálalaga. Þótt Landsdómur hafi ekki fallist á kröfu ákærða um að vísa málinu frá í heild sinni verður eftir sem áður að tryggja að hann njóti réttlátrar málsmeðferðar allt til enda máls. Þá gildir sú meginregla fullum fetum í þessu máli eins og öðrum sakamálum að sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á saksóknara Alþingis. Verði sönnun um sekt ákærða vefengd með skynsamlegum rökum ber að sýkna hann. Þessar meginreglur eru án undantekninga. Hvaða ályktanir má draga af málinu um ákæruvald Alþingis og framtíð þess?Fyrir liggur sú afstaða Landsdóms að ákvörðun Alþingis um málshöfðun á hendur fyrrverandi forsætisráðherra hafi að formi til verið lögmæt. Þá hafi það ekki brotið í bága við jafnræðisreglu að hann hafi verið ákærður einn ráðherra. Í úrskurði dómsins um það atriði er vísað til 48. gr. stjórnarskrárinnar um að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína þegar þeir greiða atkvæði um þingmál. Virðist Landsdómur með þessu árétta sérstakt eðli ákæruvalds Alþingis sem stjórnarskráin gerir nú ráð fyrir. Til framtíðar má halda því fram að ekki standi nægjanlega sterk rök til þess að kerfi sem gerir ráð fyrir ákæruvaldi þingmanna sé við lýði í samfélagi eins og okkar í upphafi 21. aldarinnar. Á grundvelli ályktunar Alþingis fól þáverandi forsætisráðherra nefnd sérfróðra manna á árinu 1998 að rita skýrslu um starfsskilyrði stjórnvalda, eftirlit með starfsemi þeirra og um viðurlög við réttarbrotum í stjórnsýslu. Í skýrslunni, sem kom út ári síðar, er m.a. fjallað um ráðherraábyrgð. Er það niðurstaða skýrsluhöfunda að tímabært sé að endurskoða lögin um það efni. Hér er tekið undir þá afstöðu og því bætt við að samhliða er nauðsynlegt að endurskoða reglur um ákæruvald Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Róbert Spanó Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Með ályktun 28. september 2010 samþykkti Alþingi að höfða bæri sakamál fyrir Landsdómi á hendur fyrrum forsætisráðherra fyrir ætluð brot framin í embætti á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Af því tilefni kom Landsdómur saman í fyrsta skipti. Saksóknari Alþingis gaf út ákæru á hendur ráðherra í maí sl. á grundvelli ályktunar þingsins. Ákærunni er skipt upp í tvo kafla. Í þeim fyrri er ráðherra gefin að sök alvarleg vanræksla á starfsskyldum sínum sem er nánar lýst í fimm liðum. Í síðari hlutanum er hann sakaður um að hafa vanrækt að fara eftir fyrirmælum stjórnarskrárinnar um að halda ráðherrafundi (ríkisstjórnarfundi) um mikilvæg stjórnarmálefni. Á þessum vettvangi verður nú gerð tilraun til að varpa ljósi á þau ágreiningsatriði sem Landsdómur hefur þegar fjallað um og stöðu málsins. Loks verður farið nokkrum orðum um þær ályktanir sem draga má af málinu um framtíð núverandi kerfis. Ágreiningsatriði sem Landsdómur hefur þegar leyst úrLandsdómur hefur til þessa kveðið upp einn dóm og þrjá úrskurði. Með þessum úrlausnum hefur dómurinn fjallað um öll helstu álitaefnin varðandi undirbúning og grundvöll málsins sem uppi hafa verið og ákærði hefur borið fyrir sig. Landsdómur hefur t.d. talið að saksóknari Alþingis hafi verið löglega kjörinn og að það hafi verið lögmætt að þingið byggði ályktun um málshöfðun á skýrslu rannsóknarnefndar þingsins. Þá hefur dómurinn m.a. skorið úr um það að þær refsiheimildir sem ákært er fyrir séu nægilega skýrar til að ákærði geti haldið uppi vörnum. Einnig eru reglur landsdómslaga og sakamálalaga um meðferð málsins taldar fyrirsjáanlegar og ekki standa því í vegi að ákærði fái notið réttlátrar málsmeðferðar eins og stjórnarskráin gerir ráð fyrir. Landsdómur hefur hins vegar tekið undir með ákærða að tveir ákæruliðir af þeim fimm sem hann er borinn sökum um í fyrri hluta ákæru séu ekki nægilega skýrir og fallist á að vísa þeim frá dómi. Að öðru leyti hefur dómurinn talið að ákæran fullnægi kröfum laga. Almennt séð hafa úrlausnir Landsdóms verið vel rökstuddar og ekki komið á óvart út frá sjónarhóli lögfræðinnar. Staða málsins og næstu skrefLandsdómur hefur nú leyst úr formsatriðum um grundvöll málsins sem þurftu að liggja fyrir áður en málið færi til svokallaðrar aðalmeðferðar. Við aðalmeðferð málsins færa saksóknari Alþingis og verjandi fram þau sönnunargögn sem þeir telja að varpi ljósi á sekt eða sakleysi ákærða. Þar kann ákærði að gefa skýrslu auk þess sem vitni eru leidd fyrir dóminn. Að lokinni aðalmeðferð kveður Landsdómur upp úr um sekt eða sýknu ákærða. Eins og sakir standa má gera ráð fyrir að aðalmeðferð fari fram á fyrri hluta næsta árs. Brýnt er að réttarstaða ákærða sé eins skýr og kostur er við framhald málsins þannig að réttur hans til að halda uppi vörnum sé ekki skertur. Í því sambandi er mikilvægt að dómurinn hefur þegar leyst úr álitaefnum um samspil sérákvæða landsdómslaga um meðferð máls og almennra reglna sakamálalaga. Þótt Landsdómur hafi ekki fallist á kröfu ákærða um að vísa málinu frá í heild sinni verður eftir sem áður að tryggja að hann njóti réttlátrar málsmeðferðar allt til enda máls. Þá gildir sú meginregla fullum fetum í þessu máli eins og öðrum sakamálum að sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á saksóknara Alþingis. Verði sönnun um sekt ákærða vefengd með skynsamlegum rökum ber að sýkna hann. Þessar meginreglur eru án undantekninga. Hvaða ályktanir má draga af málinu um ákæruvald Alþingis og framtíð þess?Fyrir liggur sú afstaða Landsdóms að ákvörðun Alþingis um málshöfðun á hendur fyrrverandi forsætisráðherra hafi að formi til verið lögmæt. Þá hafi það ekki brotið í bága við jafnræðisreglu að hann hafi verið ákærður einn ráðherra. Í úrskurði dómsins um það atriði er vísað til 48. gr. stjórnarskrárinnar um að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína þegar þeir greiða atkvæði um þingmál. Virðist Landsdómur með þessu árétta sérstakt eðli ákæruvalds Alþingis sem stjórnarskráin gerir nú ráð fyrir. Til framtíðar má halda því fram að ekki standi nægjanlega sterk rök til þess að kerfi sem gerir ráð fyrir ákæruvaldi þingmanna sé við lýði í samfélagi eins og okkar í upphafi 21. aldarinnar. Á grundvelli ályktunar Alþingis fól þáverandi forsætisráðherra nefnd sérfróðra manna á árinu 1998 að rita skýrslu um starfsskilyrði stjórnvalda, eftirlit með starfsemi þeirra og um viðurlög við réttarbrotum í stjórnsýslu. Í skýrslunni, sem kom út ári síðar, er m.a. fjallað um ráðherraábyrgð. Er það niðurstaða skýrsluhöfunda að tímabært sé að endurskoða lögin um það efni. Hér er tekið undir þá afstöðu og því bætt við að samhliða er nauðsynlegt að endurskoða reglur um ákæruvald Alþingis.