Plan B: Amma borgar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 21. október 2011 17:00 Ritari Framsóknarflokksins heldur því fram í aðsendri grein í Fréttablaðinu að verðtryggingu hafi verið komið á til þess að steypa fólki í skuldir með hjálp verðtryggingarinnar. Þarna er staðreyndum snúið á haus. Verðtryggingu var komið á til þess að koma í veg fyrir að skuldarar, meðal annars þeir sem reistu sér hurðarás um öxl, gætu fyrir tilstilli verðbólgunnar komið sér undan því að greiða skuldina. Fyrir daga verðtryggingarinnar var reikningurinn sendur til gamla fólksins, til ömmu, sem þá eins og nú, átti peningana sem bankarnir voru að lána. Undir forystu formanns Framsóknarflokksins, Ólafs Jóhannessonar, var verðtrygging lögfest árið 1979, enda var allur sparnaður, undirstaða lánsviðskipta, að hrynja í landinu. Verðtryggingin býr ekki til neinar skuldir, en tryggir að lántakandinn endurgreiði þau verðmæti sem hann fékk að láni. Það er hægt að lána fé án verðtryggingar, en skuldararnir greiða alltaf svipaða upphæð að lokum, vextirnir heita bara öðrum nöfnum. Þess vegna munu óverðtryggð kjör ekki lækka skuld eða vaxtakostnað. Það er blekking sem haldið er að fólki um þessar mundir að óverðtryggð kjör þýði kjarabót fyrir skuldara. Hið gagnstæða er líklegra, vextir hafa hingað til verið hærri af óverðtryggðum lánum. Frá janúar 2000 til 2008 hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 169%, en verðtrygging skulda var á sama tíma aðeins 45%, aðeins fjórðungur af eignahækkuninni. Frá janúar 2008 hefur dæmið snúist við, fasteignir hafa lækkað um 10% en verðbólgan hefur verið 35%. Engu að síður er hækkun eigna yfir allt tímabilið 142% og verðbólgan 96%. Skuldirnar þyrftu að hækka til þess að haldast í hendur við verðhækkun eignanna. Hver er vandinn við verðtryggingu lánsfjár? Það fer hins vegar ekki á milli mála að Eygló Harðardóttir boðar að afnám verðtryggingar eigi að lækka skuldir. Það verður þá einhver að borga reikninginn. Þar horfir ritari Framsóknarflokksins til sparifjáreigenda og eigenda lífeyrisréttinda. Reikningurinn verður ekki sendur þeim sem högnuðust á gífurlegri verðhækkun fasteigna heldur til ömmu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ritari Framsóknarflokksins heldur því fram í aðsendri grein í Fréttablaðinu að verðtryggingu hafi verið komið á til þess að steypa fólki í skuldir með hjálp verðtryggingarinnar. Þarna er staðreyndum snúið á haus. Verðtryggingu var komið á til þess að koma í veg fyrir að skuldarar, meðal annars þeir sem reistu sér hurðarás um öxl, gætu fyrir tilstilli verðbólgunnar komið sér undan því að greiða skuldina. Fyrir daga verðtryggingarinnar var reikningurinn sendur til gamla fólksins, til ömmu, sem þá eins og nú, átti peningana sem bankarnir voru að lána. Undir forystu formanns Framsóknarflokksins, Ólafs Jóhannessonar, var verðtrygging lögfest árið 1979, enda var allur sparnaður, undirstaða lánsviðskipta, að hrynja í landinu. Verðtryggingin býr ekki til neinar skuldir, en tryggir að lántakandinn endurgreiði þau verðmæti sem hann fékk að láni. Það er hægt að lána fé án verðtryggingar, en skuldararnir greiða alltaf svipaða upphæð að lokum, vextirnir heita bara öðrum nöfnum. Þess vegna munu óverðtryggð kjör ekki lækka skuld eða vaxtakostnað. Það er blekking sem haldið er að fólki um þessar mundir að óverðtryggð kjör þýði kjarabót fyrir skuldara. Hið gagnstæða er líklegra, vextir hafa hingað til verið hærri af óverðtryggðum lánum. Frá janúar 2000 til 2008 hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 169%, en verðtrygging skulda var á sama tíma aðeins 45%, aðeins fjórðungur af eignahækkuninni. Frá janúar 2008 hefur dæmið snúist við, fasteignir hafa lækkað um 10% en verðbólgan hefur verið 35%. Engu að síður er hækkun eigna yfir allt tímabilið 142% og verðbólgan 96%. Skuldirnar þyrftu að hækka til þess að haldast í hendur við verðhækkun eignanna. Hver er vandinn við verðtryggingu lánsfjár? Það fer hins vegar ekki á milli mála að Eygló Harðardóttir boðar að afnám verðtryggingar eigi að lækka skuldir. Það verður þá einhver að borga reikninginn. Þar horfir ritari Framsóknarflokksins til sparifjáreigenda og eigenda lífeyrisréttinda. Reikningurinn verður ekki sendur þeim sem högnuðust á gífurlegri verðhækkun fasteigna heldur til ömmu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar