Hjáleið um „hneyksli“ Þorsteinn Pálsson skrifar 22. október 2011 06:00 Athygli vakti þegar formaður efnahagsnefndar Alþingis sagði að ráðning nýs forstjóra Bankasýslu ríkisins væri hneyksli. Ríkisútvarpið greindi frá því í fréttum í byrjun vikunnar að einmitt þau ummæli hefðu breytt stöðunni og að sá sem ráðinn var yrði ekki forstjóri. Hér verður ekki lagður dómur á ákvörðun stjórnar Bankasýslunnar. Engin samanburðargögn um umsækjendur hafa verið birt. Aðrir umsækjendur hafa ekki opinberlega lýst því að á þeim hafi verið brotið. Ekki var auglýst að umsækjendur af tilteknu sauðahúsi væru samkvæmt eðli máls óæskilegir. Þetta útilokar að sjálfsögðu ekki að Alþingi eða einstakir alþingismenn hafi skoðun á málinu og færi rök fyrir henni. Alþingi hefur þær valdheimildir sem nauðsynlegar eru til að koma þessu máli í það horf sem það telur sóma af. Aftur á móti skiptir öllu að alþingismenn fari að réttum stjórnskipunarreglum til þess að koma vilja sínum fram í þessu falli sem öðrum. Þingmenn hafa margir hverjir lýst áhyggjum vegna þverrandi virðingar sem trúnaðarhlutverk þeirra nýtur. Sumir vilja endurheimta glataða virðingu með því að skerpa skil milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. En þá er betra að virða þær reglur sem í gildi eru um þessi skil. Samkvæmt þeim blandar Alþingi sér ekki í stjórnsýslumál nema með því móti að kalla viðkomandi ráðherra til ábyrgðar. Sú leið var ekki farin. Þingmennirnir kusu að fara hjáleið um þessa grundvallarreglu stjórnskipulegrar ábyrgðar.Að hengja bakara fyrir smið Algjörlega óháð því hvort menn telja að gagnrýni þingmanna hafi við rök að styðjast eða ekki verður að gera þá kröfu til þeirra að draga þá eina til ábyrgðar sem hana bera. Umsækjandinn sem fékk stöðuna hefur sannarlega ekkert til sakar unnið í tengslum við þessa ákvörðun. Ef gengið er út frá að stöðuveitingin sé hneyksli er það stjórn Bankasýslunnar sem ber ábyrgð á því gagnvart ráðherra. Hann ber síðan ábyrgð andspænis Alþingi. Þetta er skipan mála sem mælt er fyrir um í lögum og stjórnarskrá. Þingmenn hafa ekki staðhæft að lög hafi verið brotin. Í orðum þeirra felst því það mat að stjórn Bankasýslunnar hafi gerst sek um svo mikinn dómgreindarbrest að jafngildi hneyksli. Fjármálaráðherra kallaði af því tilefni eftir rökstuðningi sem hann taldi ekki gefa tilefni til viðbragða af sinni hálfu. Ábyrgðin á hneykslinu sem þingmenn nefna svo hvílir eftir það á herðum hans. Sú ábyrgð hverfur ekki þó að forstjórinn sé beittur þrýstingi til að hætta. Dómgreindarbresturinn gufar ekki upp við það. Eina ráð Alþingis í máli sem þessu er að víkja ráðherranum frá og setja annan í hans stað. Nýr ráðherra yrði síðan að leysa stjórnina frá störfum og skipa í hana menn er ógiltu ráðninguna. Alþingi kaus aftur á móti að efna til umræðu til að magna slíkan óróa að nýja forstjóranum yrði óvært í sætinu eins og Ríkisútvarpið upplýsti rétt og skilmerkilega. Þetta heitir að hengja bakara fyrir smið. Stjórn Bankasýslunnar og ráðherrann eiga hins vegar að sitja eins og ekkert hafi í skorist. Við stöðu þeirra á ekki að hrófla þó að ábyrgðin á töldu hneyksli liggi þar. Af hverju skyldi það vera?Rím orða og athafna Þingmenn fara með vald. Virðing þeirra ræðst af því hvernig þeir ríma athafnir við orð. Orðið hneyksli af vörum valdhafa eins og alþingismanna hefur því aðeins eitthvert gildi að þeir kalli þá til ábyrgðar sem úrslitum réðu um það mál sem til umfjöllunar er. Ekki er unnt að útiloka að ákvörðun Bankasýslunnar sé hneyksli. Það kemur á hinn bóginn ekki í ljós hvort þingmenn meina það sem þeir segja nema þeir láti til skarar skríða með þeim stjórnskipulegu ráðum sem þeir hafa gagnvart þeim sem ábyrgð bera. Klípa þeirra þingmanna sem hér eiga hlut að máli er sú að fari þeir að settum stjórnskipunarreglum er stjórnarsamstarfið í húfi. Þeir vilja ekki fórna því til að uppræta það sem þeir sjálfir kalla hneyksli. Þetta er skýrt val. Stór orð á Alþingi eru lítils virði ef menn geta ekki gert upp á milli þessara hagsmuna. Ætli þingmenn umfram allt annað að vernda þann ráðherra sem ber ábyrgð á því sem þeir kalla hneyksli fer betur á því að tala af meiri hógværð. Þingmennirnir féllu á þessu prófi. Sighvatur Björgvinsson, fyrrum ráðherra, benti á hliðstæðan tvískinnung á dögunum þegar hann vakti athygli á að þingmenn láta nú embættismenn bera ábyrgð á pólitískum ákvörðunum um niðurskurð. Hugsanlega var rétt að taka á þessu Bankasýslumáli. En þingmenn gerðu það hins vegar með þeim hætti að þeir smækkuðu sjálfa sig og virðingu þingsins. Hjáleiðin afhjúpaði skinhelgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun
Athygli vakti þegar formaður efnahagsnefndar Alþingis sagði að ráðning nýs forstjóra Bankasýslu ríkisins væri hneyksli. Ríkisútvarpið greindi frá því í fréttum í byrjun vikunnar að einmitt þau ummæli hefðu breytt stöðunni og að sá sem ráðinn var yrði ekki forstjóri. Hér verður ekki lagður dómur á ákvörðun stjórnar Bankasýslunnar. Engin samanburðargögn um umsækjendur hafa verið birt. Aðrir umsækjendur hafa ekki opinberlega lýst því að á þeim hafi verið brotið. Ekki var auglýst að umsækjendur af tilteknu sauðahúsi væru samkvæmt eðli máls óæskilegir. Þetta útilokar að sjálfsögðu ekki að Alþingi eða einstakir alþingismenn hafi skoðun á málinu og færi rök fyrir henni. Alþingi hefur þær valdheimildir sem nauðsynlegar eru til að koma þessu máli í það horf sem það telur sóma af. Aftur á móti skiptir öllu að alþingismenn fari að réttum stjórnskipunarreglum til þess að koma vilja sínum fram í þessu falli sem öðrum. Þingmenn hafa margir hverjir lýst áhyggjum vegna þverrandi virðingar sem trúnaðarhlutverk þeirra nýtur. Sumir vilja endurheimta glataða virðingu með því að skerpa skil milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. En þá er betra að virða þær reglur sem í gildi eru um þessi skil. Samkvæmt þeim blandar Alþingi sér ekki í stjórnsýslumál nema með því móti að kalla viðkomandi ráðherra til ábyrgðar. Sú leið var ekki farin. Þingmennirnir kusu að fara hjáleið um þessa grundvallarreglu stjórnskipulegrar ábyrgðar.Að hengja bakara fyrir smið Algjörlega óháð því hvort menn telja að gagnrýni þingmanna hafi við rök að styðjast eða ekki verður að gera þá kröfu til þeirra að draga þá eina til ábyrgðar sem hana bera. Umsækjandinn sem fékk stöðuna hefur sannarlega ekkert til sakar unnið í tengslum við þessa ákvörðun. Ef gengið er út frá að stöðuveitingin sé hneyksli er það stjórn Bankasýslunnar sem ber ábyrgð á því gagnvart ráðherra. Hann ber síðan ábyrgð andspænis Alþingi. Þetta er skipan mála sem mælt er fyrir um í lögum og stjórnarskrá. Þingmenn hafa ekki staðhæft að lög hafi verið brotin. Í orðum þeirra felst því það mat að stjórn Bankasýslunnar hafi gerst sek um svo mikinn dómgreindarbrest að jafngildi hneyksli. Fjármálaráðherra kallaði af því tilefni eftir rökstuðningi sem hann taldi ekki gefa tilefni til viðbragða af sinni hálfu. Ábyrgðin á hneykslinu sem þingmenn nefna svo hvílir eftir það á herðum hans. Sú ábyrgð hverfur ekki þó að forstjórinn sé beittur þrýstingi til að hætta. Dómgreindarbresturinn gufar ekki upp við það. Eina ráð Alþingis í máli sem þessu er að víkja ráðherranum frá og setja annan í hans stað. Nýr ráðherra yrði síðan að leysa stjórnina frá störfum og skipa í hana menn er ógiltu ráðninguna. Alþingi kaus aftur á móti að efna til umræðu til að magna slíkan óróa að nýja forstjóranum yrði óvært í sætinu eins og Ríkisútvarpið upplýsti rétt og skilmerkilega. Þetta heitir að hengja bakara fyrir smið. Stjórn Bankasýslunnar og ráðherrann eiga hins vegar að sitja eins og ekkert hafi í skorist. Við stöðu þeirra á ekki að hrófla þó að ábyrgðin á töldu hneyksli liggi þar. Af hverju skyldi það vera?Rím orða og athafna Þingmenn fara með vald. Virðing þeirra ræðst af því hvernig þeir ríma athafnir við orð. Orðið hneyksli af vörum valdhafa eins og alþingismanna hefur því aðeins eitthvert gildi að þeir kalli þá til ábyrgðar sem úrslitum réðu um það mál sem til umfjöllunar er. Ekki er unnt að útiloka að ákvörðun Bankasýslunnar sé hneyksli. Það kemur á hinn bóginn ekki í ljós hvort þingmenn meina það sem þeir segja nema þeir láti til skarar skríða með þeim stjórnskipulegu ráðum sem þeir hafa gagnvart þeim sem ábyrgð bera. Klípa þeirra þingmanna sem hér eiga hlut að máli er sú að fari þeir að settum stjórnskipunarreglum er stjórnarsamstarfið í húfi. Þeir vilja ekki fórna því til að uppræta það sem þeir sjálfir kalla hneyksli. Þetta er skýrt val. Stór orð á Alþingi eru lítils virði ef menn geta ekki gert upp á milli þessara hagsmuna. Ætli þingmenn umfram allt annað að vernda þann ráðherra sem ber ábyrgð á því sem þeir kalla hneyksli fer betur á því að tala af meiri hógværð. Þingmennirnir féllu á þessu prófi. Sighvatur Björgvinsson, fyrrum ráðherra, benti á hliðstæðan tvískinnung á dögunum þegar hann vakti athygli á að þingmenn láta nú embættismenn bera ábyrgð á pólitískum ákvörðunum um niðurskurð. Hugsanlega var rétt að taka á þessu Bankasýslumáli. En þingmenn gerðu það hins vegar með þeim hætti að þeir smækkuðu sjálfa sig og virðingu þingsins. Hjáleiðin afhjúpaði skinhelgi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun