Virðum rétt barna og ungmenna til vímulauss lífs Ingrid Kuhlman skrifar 29. október 2011 06:00 Vika 43, vímuvarnavikan, er haldin 23. – 30. október 2011. Markmið Viku 43 eru eftirfarandi: vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og kynna sérstaklega starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs. Að þessu sinni er athyglinni beint að rétti barna og ungmenna til vímulauss lífs og verndun þeirra gegn neikvæðum áhrifum neyslu áfengis og annarra vímuefna, eins og mælst er til í yfirlýsingu aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2001 og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. En hvað felst í þessum rétti þeirra og hvað getum við gert til að vernda þau? Ýmsar rannsóknir hafa staðfest að umhverfið hefur áhrif á drykkjumynstur ungmenna. Aðgengi að áfengi heima við, á skólaböllum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt sýnileika áfengis á skemmtistöðum og í auglýsingum spilar stóran þátt í aukinni neyslu áfengis meðal ungmenna. Í skólanum Forvarnastarf í skólum er samspil skóla, foreldra og nemenda. Skólinn er mikilvægur staður ungmenna þar sem þeir verja miklum tíma. Í grein 7.8 í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla er kveðið á um að öll meðferð og neysla áfengis og annarra vímuefna sé stranglega bönnuð í húsakynnum og á lóð skóla. Einnig kemur fram að framhaldsskólar skuli móta stefnu í áfengis- og vímuefnavörnum og birta í skólanámskrám sínum. Foreldrar geta veitt skóla barna sinna aðhald með því að fylgjast með að hann móti slíka forvarnaáætlun. Margir unglingar kynnast áfengi og vímuefnum á framhaldsskólaaldri, t.d. á skólaböllum eða öðrum skemmtunum. Því er mikilvægt að skólar og nemendafélög skoði leiðir til að draga úr áfengisneyslu í tengslum við þessa dansleiki. Það er t.d. hægt að gera með því að hafa strangara eftirlit með dansleikjum nemenda og við dyravörslu og leyfa engar vínveitingar né meðferð áfengis og annarra vímuefna. Einnig með því að hleypa nemendum sem koma undir áhrifum vímugjafa ekki inn á dansleiki skólans. Einnig þurfa skólar að tryggja að skólaböll fari ekki fram á þeim stöðum þar sem áfengisauglýsingar eru til staðar eða auðvelt aðgengi að áfengi. Mikilvægt er að skólinn hvetji foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi eða leyfa áfengi í heimahúsum í samkvæmum fyrir viðburði á vegum skólans. Foreldrar þurfa að tryggja að unglingurinn komist öruggur heim eftir skóladansleik, t.d. með því að sækja hann og brýna fyrir honum að þiggja ekki far með einhverjum sem hugsanlega er undir áhrifum vímuefna. Heima Eftir því sem ungmenni eldast verja þau mun meiri tíma með vinum og jafnöldrum. Það þýðir þó ekki að skoðun foreldra og hegðun hafi ekki lengur áhrif. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að reglur sem foreldrar setja hafa þýðingarmikil áhrif á áfengisneyslu barna. Einnig hafa rannsóknir sýnt að aðgengi að áfengi skiptir máli. Ungmenni sem fá áfengi heima drekka sem dæmi meira annars staðar, t.d. í vinahópnum. Það viðhorf sem var ríkjandi í gamla daga um að best væri að börnin lærðu að drekka heima hjá sér á því ekki lengur við. Foreldrar ættu ekki að kaupa áfengi handa börnum sínum heldur frekar einblína á að fresta áfengisnotkun eins lengi og hægt er. Hvert ár skiptir máli í þessu samhengi. Foreldrar sýni gott fordæmi til eftirbreytni Foreldrar eru lykilaðilar í að beina unglingum sínum inn á heilbrigða braut. Þeir eru mikilvægar fyrirmyndir og þurfa því að sýna gott fordæmi: Gott fordæmi þýðir ekki endilega bindindi heldur frekar áherslu á heilbrigðan lífsstíl og hóflega drykkju. Sumir foreldrar segjast ekki geta bannað barni sínu að drekka ef þeir drekka sjálfir. Það er ekki endilega rétt. Það gilda jú aðrar reglur fyrir börn en fyrir foreldra. Það má líkja þessu við ökuskírteinið. Gott fordæmi er að forða börnum frá áfengi og öðrum vímuefnum á meðgöngunni þar sem það getur valdið alvarlegum líkamlegum og andlegum fæðingargöllum og þroskaskerðingu. Gott fordæmi er að sýna börnunum að það er líka hægt að skemmta sér án áfengis. Gott fordæmi er að vera vel upplýstur sem uppalandi um afleiðingar drykkju og vímuefna, lögin og það sem er fáanlegt. Þannig er hægt að upplýsa barnið sitt vel og leiðbeina því. Gott fordæmi þýðir einnig að fylgja reglunum og setjast t.d. ekki undir stýri eftir að hafa drukkið áfengi. Áfengi fylgir ábyrgð. Hlutverk foreldra og uppalenda er að sjá til þess að unglingarnir okkar komist heilir í gegnum unglingsárin og geti tekið skynsamar ákvarðanir um líf sitt og annarra. Verum þeim fyrirmynd, vökum yfir velferð þeirra og tökum ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ingrid Kuhlman Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Vika 43, vímuvarnavikan, er haldin 23. – 30. október 2011. Markmið Viku 43 eru eftirfarandi: vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og kynna sérstaklega starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs. Að þessu sinni er athyglinni beint að rétti barna og ungmenna til vímulauss lífs og verndun þeirra gegn neikvæðum áhrifum neyslu áfengis og annarra vímuefna, eins og mælst er til í yfirlýsingu aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2001 og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. En hvað felst í þessum rétti þeirra og hvað getum við gert til að vernda þau? Ýmsar rannsóknir hafa staðfest að umhverfið hefur áhrif á drykkjumynstur ungmenna. Aðgengi að áfengi heima við, á skólaböllum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt sýnileika áfengis á skemmtistöðum og í auglýsingum spilar stóran þátt í aukinni neyslu áfengis meðal ungmenna. Í skólanum Forvarnastarf í skólum er samspil skóla, foreldra og nemenda. Skólinn er mikilvægur staður ungmenna þar sem þeir verja miklum tíma. Í grein 7.8 í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla er kveðið á um að öll meðferð og neysla áfengis og annarra vímuefna sé stranglega bönnuð í húsakynnum og á lóð skóla. Einnig kemur fram að framhaldsskólar skuli móta stefnu í áfengis- og vímuefnavörnum og birta í skólanámskrám sínum. Foreldrar geta veitt skóla barna sinna aðhald með því að fylgjast með að hann móti slíka forvarnaáætlun. Margir unglingar kynnast áfengi og vímuefnum á framhaldsskólaaldri, t.d. á skólaböllum eða öðrum skemmtunum. Því er mikilvægt að skólar og nemendafélög skoði leiðir til að draga úr áfengisneyslu í tengslum við þessa dansleiki. Það er t.d. hægt að gera með því að hafa strangara eftirlit með dansleikjum nemenda og við dyravörslu og leyfa engar vínveitingar né meðferð áfengis og annarra vímuefna. Einnig með því að hleypa nemendum sem koma undir áhrifum vímugjafa ekki inn á dansleiki skólans. Einnig þurfa skólar að tryggja að skólaböll fari ekki fram á þeim stöðum þar sem áfengisauglýsingar eru til staðar eða auðvelt aðgengi að áfengi. Mikilvægt er að skólinn hvetji foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi eða leyfa áfengi í heimahúsum í samkvæmum fyrir viðburði á vegum skólans. Foreldrar þurfa að tryggja að unglingurinn komist öruggur heim eftir skóladansleik, t.d. með því að sækja hann og brýna fyrir honum að þiggja ekki far með einhverjum sem hugsanlega er undir áhrifum vímuefna. Heima Eftir því sem ungmenni eldast verja þau mun meiri tíma með vinum og jafnöldrum. Það þýðir þó ekki að skoðun foreldra og hegðun hafi ekki lengur áhrif. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að reglur sem foreldrar setja hafa þýðingarmikil áhrif á áfengisneyslu barna. Einnig hafa rannsóknir sýnt að aðgengi að áfengi skiptir máli. Ungmenni sem fá áfengi heima drekka sem dæmi meira annars staðar, t.d. í vinahópnum. Það viðhorf sem var ríkjandi í gamla daga um að best væri að börnin lærðu að drekka heima hjá sér á því ekki lengur við. Foreldrar ættu ekki að kaupa áfengi handa börnum sínum heldur frekar einblína á að fresta áfengisnotkun eins lengi og hægt er. Hvert ár skiptir máli í þessu samhengi. Foreldrar sýni gott fordæmi til eftirbreytni Foreldrar eru lykilaðilar í að beina unglingum sínum inn á heilbrigða braut. Þeir eru mikilvægar fyrirmyndir og þurfa því að sýna gott fordæmi: Gott fordæmi þýðir ekki endilega bindindi heldur frekar áherslu á heilbrigðan lífsstíl og hóflega drykkju. Sumir foreldrar segjast ekki geta bannað barni sínu að drekka ef þeir drekka sjálfir. Það er ekki endilega rétt. Það gilda jú aðrar reglur fyrir börn en fyrir foreldra. Það má líkja þessu við ökuskírteinið. Gott fordæmi er að forða börnum frá áfengi og öðrum vímuefnum á meðgöngunni þar sem það getur valdið alvarlegum líkamlegum og andlegum fæðingargöllum og þroskaskerðingu. Gott fordæmi er að sýna börnunum að það er líka hægt að skemmta sér án áfengis. Gott fordæmi er að vera vel upplýstur sem uppalandi um afleiðingar drykkju og vímuefna, lögin og það sem er fáanlegt. Þannig er hægt að upplýsa barnið sitt vel og leiðbeina því. Gott fordæmi þýðir einnig að fylgja reglunum og setjast t.d. ekki undir stýri eftir að hafa drukkið áfengi. Áfengi fylgir ábyrgð. Hlutverk foreldra og uppalenda er að sjá til þess að unglingarnir okkar komist heilir í gegnum unglingsárin og geti tekið skynsamar ákvarðanir um líf sitt og annarra. Verum þeim fyrirmynd, vökum yfir velferð þeirra og tökum ábyrgð.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun