Frægðin að utan Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Hvað getur umheimurinn lært af fordæmi Íslands um það, hvernig á að vinna sig út úr kreppu, án þess að slíta í sundur samfélagsvefinn? Þetta var „milljóndollaraspurningin“, sem heimsfrægir hagfræðingar voru fengnir til að svara í Hörpunni (var hún ekki annars byggð fyrir Icesave-þýfið mestan part?) um daginn í kveðjuhófi IMF (AGS). Það vakti athygli mína, að hver og einn hinna heimsfrægu fann það helst til eftirbreytni, sem féll eins og flís við rass inn í fyrirfram mótaða mynd þeirra sjálfra um það, hvað bæri að gera og hvað ætti að forðast. Martin Wolf hjá Financial Times, klassískur breskur evruvafri (e. eurosceptic), hældi Íslendingum fyrir að halda sig utan ESB og hallmælti þeim, sem vilja sækja um aðild. Hjá Bretum hefur þokan yfir Ermarsundið löngum byrgt sýn. Nóbelshagfræðingurinn Krugman er á móti því, rétt eins og ég, að bjarga bönkum á kostnað skattgreiðenda (grísk-írska leiðin). Hann sagði það til fyrirmyndar, að íslensku bankarnir fóru á hausinn – og enginn fékk gert við því – af því að þeim var ekki viðbjargandi (og að „Þjóðverjar“ sátu uppi með 2/3 af skuldunum). Krugman virtist líka standa í þeirri trú, að „innri gengisfelling“ (lækkun launa og félagslegra útgjalda með handafli) à la Eistland/Lettland sé sársaukafyllri en gengisfelling gjaldmiðilsins à la Ísland, sem sannar það eitt, að jafnvel Nóbelsverðlaunahafar geta haft rangt fyrir sér, ef þá skortir réttar upplýsingar. Vinurinn – sem til vamms sagðiWillem Buiter (sá sem varaði íslensk stjórnvöld við yfirvofandi hruni snemma árs 2008 – án þess á hann væri hlustað) var sá eini, sem benti á, hvað læra mætti af mistökum Íslendinga við endurreisn bankakerfisins. Við hefðum átt að vista stökkbreytt og ókræf lán í innheimtustofnun ríkisins (e. bad bank), svo að hinir endurreistu bankar gætu gegnt hlutverki sínu, sem væri að lána fé til framkvæmda. Buiter sagði, að enn væri tími til að kippa þessu í liðinn með afskriftum á ónýtum lánum (e. toxic loans). Fyrr færi hagvaxtarvélin (sköpun starfa) ekki í gang. Þetta blífur reyndar sem helsta niðurstaða hófsins. Voruð þið að hlusta, Steingrímur og Árni Páll? En reyndar var það hið syfjulega gáfnaljós, hagfræðiprófessorinn við H.Í., Gylfi Zoëga, sem sló öllum hinum heimsfrægu við á lokasprettinum. Hann lagði smádæmi fyrir þá Wolf & Krugman og félaga – sem boðuðu patentlausnir – og viðbrögðin sýndu, að þeir féllu á prófinu. Hagfræði handa byrjendumGylfi sagði: Finnar búa við evru, en Svíar við krónu. Báðar komu þessar þjóðir hlutfallslega vel út úr kreppunni. Ályktun: Gjaldmiðillinn EINN og SÉR skiptir ekki ÖLLU máli um árangur í hagstjórn. Agi í ríkisfjármálum og fyrirhyggja í fjármálastjórn skiptir líka máli. Annað dæmi, sem leiðir til sömu niðurstöðu: Eistar búa við evru, en Íslendingar við (verðtryggingar)krónu. Báðar þjóðir fóru illa út úr kreppunni. En hvor er lengra komin á batavegi? Íslendingar (heimili og fyrirtæki) þjást enn af óleystum skuldavanda, veikum hagvexti og óvissu í gjaldmiðilsmálum. Eistar eru lausir við þessa kvilla, erlendar fjárfestingar streyma inn og hagvöxtur mældist 8,6% á fyrri hluta þessa árs. Ályktun: Patentlausnin – sjálfstæður gjaldmiðill, sem má gengisfella skv. pöntun sérhagsmunaaðila – dugar ekki einn og sér. Og Krugman má vita það, að gengisfelling gjaldmiðilsins er líka sársaukafullt meðal með miklum aukaverkunum fyrir skuldugt fólk. Jafnvel lífshættulegum. Það þarf annað og meira en patentlausnir. Það þarf þekkingu, reynslu, aga og fyrirhyggju. Og virðingu fyrir staðreyndum. Það er þetta, sem er af svo skornum skammti með vorri þjóð. Gylfi hafði rétt fyrir sér – og bar af öllum hinum. (Höf. las hagfræði við skóla Adams Smith fyrir hálfri öld) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hvað getur umheimurinn lært af fordæmi Íslands um það, hvernig á að vinna sig út úr kreppu, án þess að slíta í sundur samfélagsvefinn? Þetta var „milljóndollaraspurningin“, sem heimsfrægir hagfræðingar voru fengnir til að svara í Hörpunni (var hún ekki annars byggð fyrir Icesave-þýfið mestan part?) um daginn í kveðjuhófi IMF (AGS). Það vakti athygli mína, að hver og einn hinna heimsfrægu fann það helst til eftirbreytni, sem féll eins og flís við rass inn í fyrirfram mótaða mynd þeirra sjálfra um það, hvað bæri að gera og hvað ætti að forðast. Martin Wolf hjá Financial Times, klassískur breskur evruvafri (e. eurosceptic), hældi Íslendingum fyrir að halda sig utan ESB og hallmælti þeim, sem vilja sækja um aðild. Hjá Bretum hefur þokan yfir Ermarsundið löngum byrgt sýn. Nóbelshagfræðingurinn Krugman er á móti því, rétt eins og ég, að bjarga bönkum á kostnað skattgreiðenda (grísk-írska leiðin). Hann sagði það til fyrirmyndar, að íslensku bankarnir fóru á hausinn – og enginn fékk gert við því – af því að þeim var ekki viðbjargandi (og að „Þjóðverjar“ sátu uppi með 2/3 af skuldunum). Krugman virtist líka standa í þeirri trú, að „innri gengisfelling“ (lækkun launa og félagslegra útgjalda með handafli) à la Eistland/Lettland sé sársaukafyllri en gengisfelling gjaldmiðilsins à la Ísland, sem sannar það eitt, að jafnvel Nóbelsverðlaunahafar geta haft rangt fyrir sér, ef þá skortir réttar upplýsingar. Vinurinn – sem til vamms sagðiWillem Buiter (sá sem varaði íslensk stjórnvöld við yfirvofandi hruni snemma árs 2008 – án þess á hann væri hlustað) var sá eini, sem benti á, hvað læra mætti af mistökum Íslendinga við endurreisn bankakerfisins. Við hefðum átt að vista stökkbreytt og ókræf lán í innheimtustofnun ríkisins (e. bad bank), svo að hinir endurreistu bankar gætu gegnt hlutverki sínu, sem væri að lána fé til framkvæmda. Buiter sagði, að enn væri tími til að kippa þessu í liðinn með afskriftum á ónýtum lánum (e. toxic loans). Fyrr færi hagvaxtarvélin (sköpun starfa) ekki í gang. Þetta blífur reyndar sem helsta niðurstaða hófsins. Voruð þið að hlusta, Steingrímur og Árni Páll? En reyndar var það hið syfjulega gáfnaljós, hagfræðiprófessorinn við H.Í., Gylfi Zoëga, sem sló öllum hinum heimsfrægu við á lokasprettinum. Hann lagði smádæmi fyrir þá Wolf & Krugman og félaga – sem boðuðu patentlausnir – og viðbrögðin sýndu, að þeir féllu á prófinu. Hagfræði handa byrjendumGylfi sagði: Finnar búa við evru, en Svíar við krónu. Báðar komu þessar þjóðir hlutfallslega vel út úr kreppunni. Ályktun: Gjaldmiðillinn EINN og SÉR skiptir ekki ÖLLU máli um árangur í hagstjórn. Agi í ríkisfjármálum og fyrirhyggja í fjármálastjórn skiptir líka máli. Annað dæmi, sem leiðir til sömu niðurstöðu: Eistar búa við evru, en Íslendingar við (verðtryggingar)krónu. Báðar þjóðir fóru illa út úr kreppunni. En hvor er lengra komin á batavegi? Íslendingar (heimili og fyrirtæki) þjást enn af óleystum skuldavanda, veikum hagvexti og óvissu í gjaldmiðilsmálum. Eistar eru lausir við þessa kvilla, erlendar fjárfestingar streyma inn og hagvöxtur mældist 8,6% á fyrri hluta þessa árs. Ályktun: Patentlausnin – sjálfstæður gjaldmiðill, sem má gengisfella skv. pöntun sérhagsmunaaðila – dugar ekki einn og sér. Og Krugman má vita það, að gengisfelling gjaldmiðilsins er líka sársaukafullt meðal með miklum aukaverkunum fyrir skuldugt fólk. Jafnvel lífshættulegum. Það þarf annað og meira en patentlausnir. Það þarf þekkingu, reynslu, aga og fyrirhyggju. Og virðingu fyrir staðreyndum. Það er þetta, sem er af svo skornum skammti með vorri þjóð. Gylfi hafði rétt fyrir sér – og bar af öllum hinum. (Höf. las hagfræði við skóla Adams Smith fyrir hálfri öld)
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson Skoðun