Skipulag höfuðborgarsvæðisins - magn eða gæði 8. nóvember 2011 06:00 Í dag er alþjóðlegi skipulagsdagurinn og því vel við hæfi að leiða hugann í meira mæli að skipulagsmálum en alla jafna. Ekkert svæði á Íslandi hefur verið skipulagt jafn mikið og höfuðborgarsvæðið og segja má að þar kristallist nálgun okkar Íslendinga í skipulagsmálum sem einkennist meira af magni en gæðum. Höfuðborgarsvæðið er ungt, varð til á seinni hluta síðustu aldar. Á miðri 20. öldinni voru kaupstaðirnir tveir Reykjavík og Hafnarfjörður sem engum datt í hug að spyrða saman. Frá þeim tíma hefur íbúafjöldi fjórfaldast, farið úr 50 þúsund í 200 þúsund. Í dag nær höfuðborgarsvæðið á milli þessara tveggja gömlu kaupstaða og þær raddir verða sífellt háværari að sameina beri þau sveitarfélög sem mynda höfuðborgarsvæðið. Um þetta hraðvaxtarskeið höfuðborgarsvæðisins gilda sömu lögmál og önnur slík. Kappið, sem er tvenns konar, vill verða meira en forsjáin. Annars vegar hefur verið kapp milli sveitarfélaga um fólk og fyrirtæki. Hins vegar hefur kappið birst í einskærri framkvæmdagleði sem nær sér reglulega á flug milli þess sem byggingariðnaðurinn hrynur. Þetta hefur haldist í hendur því þegar hamarshöggin byrja að dynja í einu sveitarfélaginu hefur það næsta kynt undir sínum mönnum og svo koll af kolli. Niðurstaðan af þessu kappi blasir við okkur; höfuðborgarsvæðið er samfelld en þó sundurlaus byggð sem dreifir sér yfir allt of stórt svæði. Það hefur verið rólegt í skipulagsmálum undanfarin tvö ár. Ýmis teikn eru nú á lofti um að brátt fari boltinn að rúlla á ný þó snúningarnir verði ekki eins hraðir og fyrir hrun. Þá vaknar sú spurning; höfum við eitthvað lært, mun okkur takast betur við að skipuleggja höfuðborgarsvæðið í framtíðinni? Svarið við þeirri spurningu gæti verið já, það gerist þó ekki sjálfkrafa. Áherslan verður að færast frá magni yfir í gæði ef næsta vaxtarskeið á að vera með öðrum hætti en það síðasta. Til að svo megi verða þarf að auka skilning á skipulagsmálum. Rannsóknir og athuganir á skipulagsmálum á Íslandi eru sáralitlar en hafa þó aukist upp á síðkastið. Því er ekki síst að þakka að íslenskir háskólar hafa í auknum mæli tekið upp kennslu og rannsóknir á sviði skipulagsmála. Það gefast því tækifæri til auka skilning þeirra sem koma að skipulagsmálum. Í tilefni alþjóðlega skipulagsdagsins vill Skipulagsfræðingafélag Íslands vekja athygli á afrakstri slíkrar vinnu með hádegisfundi í Þjóðarbókhlöðunni. Þar verður fjallað um þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðasta áratuginn sem er hluti af rannsóknarverkefni í HR. Einnig munu niðurstöður viðhorfskönnunar um helstu skipulagsmistök á höfuðborgarsvæðinu verða kynntar en sú könnun er hluti af meistaraverkefni við LbhÍ. Hvoru tveggja á erindi við alla þá sem láta sig skipulagsmál varða og vilja læra af fortíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi skipulagsdagurinn og því vel við hæfi að leiða hugann í meira mæli að skipulagsmálum en alla jafna. Ekkert svæði á Íslandi hefur verið skipulagt jafn mikið og höfuðborgarsvæðið og segja má að þar kristallist nálgun okkar Íslendinga í skipulagsmálum sem einkennist meira af magni en gæðum. Höfuðborgarsvæðið er ungt, varð til á seinni hluta síðustu aldar. Á miðri 20. öldinni voru kaupstaðirnir tveir Reykjavík og Hafnarfjörður sem engum datt í hug að spyrða saman. Frá þeim tíma hefur íbúafjöldi fjórfaldast, farið úr 50 þúsund í 200 þúsund. Í dag nær höfuðborgarsvæðið á milli þessara tveggja gömlu kaupstaða og þær raddir verða sífellt háværari að sameina beri þau sveitarfélög sem mynda höfuðborgarsvæðið. Um þetta hraðvaxtarskeið höfuðborgarsvæðisins gilda sömu lögmál og önnur slík. Kappið, sem er tvenns konar, vill verða meira en forsjáin. Annars vegar hefur verið kapp milli sveitarfélaga um fólk og fyrirtæki. Hins vegar hefur kappið birst í einskærri framkvæmdagleði sem nær sér reglulega á flug milli þess sem byggingariðnaðurinn hrynur. Þetta hefur haldist í hendur því þegar hamarshöggin byrja að dynja í einu sveitarfélaginu hefur það næsta kynt undir sínum mönnum og svo koll af kolli. Niðurstaðan af þessu kappi blasir við okkur; höfuðborgarsvæðið er samfelld en þó sundurlaus byggð sem dreifir sér yfir allt of stórt svæði. Það hefur verið rólegt í skipulagsmálum undanfarin tvö ár. Ýmis teikn eru nú á lofti um að brátt fari boltinn að rúlla á ný þó snúningarnir verði ekki eins hraðir og fyrir hrun. Þá vaknar sú spurning; höfum við eitthvað lært, mun okkur takast betur við að skipuleggja höfuðborgarsvæðið í framtíðinni? Svarið við þeirri spurningu gæti verið já, það gerist þó ekki sjálfkrafa. Áherslan verður að færast frá magni yfir í gæði ef næsta vaxtarskeið á að vera með öðrum hætti en það síðasta. Til að svo megi verða þarf að auka skilning á skipulagsmálum. Rannsóknir og athuganir á skipulagsmálum á Íslandi eru sáralitlar en hafa þó aukist upp á síðkastið. Því er ekki síst að þakka að íslenskir háskólar hafa í auknum mæli tekið upp kennslu og rannsóknir á sviði skipulagsmála. Það gefast því tækifæri til auka skilning þeirra sem koma að skipulagsmálum. Í tilefni alþjóðlega skipulagsdagsins vill Skipulagsfræðingafélag Íslands vekja athygli á afrakstri slíkrar vinnu með hádegisfundi í Þjóðarbókhlöðunni. Þar verður fjallað um þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðasta áratuginn sem er hluti af rannsóknarverkefni í HR. Einnig munu niðurstöður viðhorfskönnunar um helstu skipulagsmistök á höfuðborgarsvæðinu verða kynntar en sú könnun er hluti af meistaraverkefni við LbhÍ. Hvoru tveggja á erindi við alla þá sem láta sig skipulagsmál varða og vilja læra af fortíðinni.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun