Að hirða arðinn af veiðunum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2011 09:00 Það leggst illa í LÍÚ að greiða ríkinu gjald fyrir að nýta gjöful fiskimið við landið. Framkvæmdastjóri þess kallar það í grein í Fréttablaðinu að „hirða arðinn af veiðunum“ frá þeim sem skila íslensku þjóðarbúi miklum verðmætum. Greiddir voru 90 aurar fyrir hvert kg af makríl í árferði sem fer í annála fyrir methagnað. Flaggskip íslenskrar útgerðar, Samherji, greiddi sjálfviljugt færeyska landssjóðnum í útboði 100 kr. fyrir veiðirétt í þeirra lögsögu og græddi væntanlega samt. Varla verður það kallað að hirða arðinn af veiðunum. Færeyingar fengu 19 sinnum meira í veiðigjald af hverju kg en umbjóðendur LÍÚ greiddu í ríkissjóð. Ef sama hefði verið greitt hér hefði ríkið fengið 2,7 milljarða króna í stað 140 mkr. Ef kvótinn hefði verið boðinn upp þá hefðu útvegsmenn greitt það sem þeir treystu sér til. Samherji verðlagði réttinn, færeyski makríllinn var seldur sem unnin afurð á sömu erlendu mörkuðum og sá íslenski og fyrir hann fékkst sambærilegt verð. Mat mitt um 9 milljarða kr. fyrir veiðiréttinn, að því gefnu að fjórðungur kvótans hefði verið boðinn upp, hefur frekar styrkst með nýjum upplýsingum um mun hærra verð á erlendum mörkuðum en miðað hefur verið við. En LÍÚ hefur þegar lagt línurnar. Vaxandi hluta kvótans veiða útvegsmenn ekki sjálfir heldur leigja öðrum á markaði gegn gjaldi til sín. Þá hirða umbjóðendur framkvæmdastjóra LÍÚ allan arð af veiðunum og telja það eðlilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu var meðalleiguverðið á þorski síðasta fiskveiðiár 292 kr/kg. Af því greiddu útvegsmennirnir aðeins 6,44 kr. til ríkisins. Afganginn hirtu þeir í eigin vasa án nokkurs útgerðarkostnaðar. LÍÚ á að skammast sín fyrir það að bera blak af þessari taumlausu græðgi. Það er mikill hagnaður á hverju ári af fiskveiðum umfram rekstrarkostnað og eðlilegan hagnað. Fjárhæðin er 35-45 milljarðar króna. Ætla má að ríkið fengi þessa fjárhæð að miklu leyti, ef veiðiheimildum væri ráðstafað á markaði beint til þeirra sem veiða. Óþarfi er að hafa milliliði. 71% kjósenda vill fara þá leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það leggst illa í LÍÚ að greiða ríkinu gjald fyrir að nýta gjöful fiskimið við landið. Framkvæmdastjóri þess kallar það í grein í Fréttablaðinu að „hirða arðinn af veiðunum“ frá þeim sem skila íslensku þjóðarbúi miklum verðmætum. Greiddir voru 90 aurar fyrir hvert kg af makríl í árferði sem fer í annála fyrir methagnað. Flaggskip íslenskrar útgerðar, Samherji, greiddi sjálfviljugt færeyska landssjóðnum í útboði 100 kr. fyrir veiðirétt í þeirra lögsögu og græddi væntanlega samt. Varla verður það kallað að hirða arðinn af veiðunum. Færeyingar fengu 19 sinnum meira í veiðigjald af hverju kg en umbjóðendur LÍÚ greiddu í ríkissjóð. Ef sama hefði verið greitt hér hefði ríkið fengið 2,7 milljarða króna í stað 140 mkr. Ef kvótinn hefði verið boðinn upp þá hefðu útvegsmenn greitt það sem þeir treystu sér til. Samherji verðlagði réttinn, færeyski makríllinn var seldur sem unnin afurð á sömu erlendu mörkuðum og sá íslenski og fyrir hann fékkst sambærilegt verð. Mat mitt um 9 milljarða kr. fyrir veiðiréttinn, að því gefnu að fjórðungur kvótans hefði verið boðinn upp, hefur frekar styrkst með nýjum upplýsingum um mun hærra verð á erlendum mörkuðum en miðað hefur verið við. En LÍÚ hefur þegar lagt línurnar. Vaxandi hluta kvótans veiða útvegsmenn ekki sjálfir heldur leigja öðrum á markaði gegn gjaldi til sín. Þá hirða umbjóðendur framkvæmdastjóra LÍÚ allan arð af veiðunum og telja það eðlilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu var meðalleiguverðið á þorski síðasta fiskveiðiár 292 kr/kg. Af því greiddu útvegsmennirnir aðeins 6,44 kr. til ríkisins. Afganginn hirtu þeir í eigin vasa án nokkurs útgerðarkostnaðar. LÍÚ á að skammast sín fyrir það að bera blak af þessari taumlausu græðgi. Það er mikill hagnaður á hverju ári af fiskveiðum umfram rekstrarkostnað og eðlilegan hagnað. Fjárhæðin er 35-45 milljarðar króna. Ætla má að ríkið fengi þessa fjárhæð að miklu leyti, ef veiðiheimildum væri ráðstafað á markaði beint til þeirra sem veiða. Óþarfi er að hafa milliliði. 71% kjósenda vill fara þá leið.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun