Jólabakstur fyrir alla fjölskylduna 1. nóvember 2011 00:01 Sælgætis smákökur140g vel mjúkt smjör3/2 dl hveiti1 dl grófsaxað dökkt súkkulaði1 dl grófsaxað hvítt súkkulaði1 dl smarties1 dl nóakropp5 msk púðursykur5 msk sykur3/4 tsk lyftiduft1/2 tsk vanilludropar1 egg1/2 tsk salt Hitið ofninn í 160°og notið blástur. Mælið allt í skál. Hrærið deigið vandlega saman með sleif og setjið með teskeið í litla toppa á bökunarplötu. Passið að hafa gott bil á milli því kökurnar renna dálítið út. Bakið efst í ofni í 8 mínútur (kökurnar eiga að vera svolítið blautar). Leyfið kökunum að kólna á plötunni í 6 mínútur áður en þið takið þær af með kökuspaða. Raðið í box.Lakkrístoppar3 eggjahvítur200 g púðursykur150 g súkkulaði (dökkt eða rjóma)150 g lakkrískurl Hitið ofninn í 170°og stillið á undir- og yfirhita. Athugið að öll áhöld sem notuð eru við stífþeytngu á eggjahvítum verða að vera tandurhrein og þurr. Það má ekki vera arða af rauðu með hvítunum, annars stífþeytast þær ekki. Þeytið eggjahvíturnar með sykrinum þangað til hægt er að hvolfa skálinni án þess að degið hreyfist. Saxið súkkulaðið gróft niður og blandið saman við stífþeyttar eggjahvíturnar ásamt lakkrískurinu. Setjið á plötu með teskeið en passið að hafa toppana afar litla því þeir stækka um helming þegar þeir eru bakaðir. Bakið við 170°í níu mínútur. Látið kólna alveg á plötunni áður en þið losið toppana varlega með kökuspaða.JólahornDeig:2 1/4 dl volgt vatn1 tsk sykur3 1/2 tsk þurrger6 dl hveiti50 g smjör1 tsk salt Fylling: 100 g smur- eða rjómaostur (til dæmis hvítlauksostur ef hvítlaukur er í uppáhaldi. 50 g skinka skorin í örlitla bita (má sleppa) Hrærið vandlega saman í skál Hitið ofninn í 210°og hafið blásturinn á. Mælið volgt vatn, sykur og þurrger í könnu eða skál. Látið standa á hlýjum stað í 10 mínútur. Mælið hveiti, salt og smjör í skál og myljið smjörið saman við hveitið. Hellið mjólkur- og gerblöndunni samanvið. Hrærið saman með sleif og hnoðið svo vandlega á hveitstráðu borði. Látið deigið lyfta sér í 30 mínútur á hlýjum stað. Hnoðið deigið og skiptið í 2 hluta. Fletjið hvorn hluta um sig út í u.þ.b. tólf tommu hring. Skerið með pizzu- eða kleinuhjóli í átta sneiðar líkt og pizzu. Setjið eina vel fulla teskeið af fyllingu í hverja skeið og rúllið upp frá breiðari endanum. Passið að osturinn sé alveg lokaður inni, annars rennur hann út um endana. Raðið á bökunarplötu og penslið með þeyttu eggi. Stráið birkifræjum ofan á og látið lyfta sér á plötuni í 15 mínútur. Bakið í miðjum ofni í 8 - 10 mínútur eða þar til hornin eru gullinbrún. Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Púslið sameinar fjölskylduna Jólin Serenukökur Jól Blandaður jólamatur - Gæsabollur og reykt gæsasalat Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Rauð jól þau úti séu þau hvít Jól Skín í rauðar skotthúfur Jól Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól
Sælgætis smákökur140g vel mjúkt smjör3/2 dl hveiti1 dl grófsaxað dökkt súkkulaði1 dl grófsaxað hvítt súkkulaði1 dl smarties1 dl nóakropp5 msk púðursykur5 msk sykur3/4 tsk lyftiduft1/2 tsk vanilludropar1 egg1/2 tsk salt Hitið ofninn í 160°og notið blástur. Mælið allt í skál. Hrærið deigið vandlega saman með sleif og setjið með teskeið í litla toppa á bökunarplötu. Passið að hafa gott bil á milli því kökurnar renna dálítið út. Bakið efst í ofni í 8 mínútur (kökurnar eiga að vera svolítið blautar). Leyfið kökunum að kólna á plötunni í 6 mínútur áður en þið takið þær af með kökuspaða. Raðið í box.Lakkrístoppar3 eggjahvítur200 g púðursykur150 g súkkulaði (dökkt eða rjóma)150 g lakkrískurl Hitið ofninn í 170°og stillið á undir- og yfirhita. Athugið að öll áhöld sem notuð eru við stífþeytngu á eggjahvítum verða að vera tandurhrein og þurr. Það má ekki vera arða af rauðu með hvítunum, annars stífþeytast þær ekki. Þeytið eggjahvíturnar með sykrinum þangað til hægt er að hvolfa skálinni án þess að degið hreyfist. Saxið súkkulaðið gróft niður og blandið saman við stífþeyttar eggjahvíturnar ásamt lakkrískurinu. Setjið á plötu með teskeið en passið að hafa toppana afar litla því þeir stækka um helming þegar þeir eru bakaðir. Bakið við 170°í níu mínútur. Látið kólna alveg á plötunni áður en þið losið toppana varlega með kökuspaða.JólahornDeig:2 1/4 dl volgt vatn1 tsk sykur3 1/2 tsk þurrger6 dl hveiti50 g smjör1 tsk salt Fylling: 100 g smur- eða rjómaostur (til dæmis hvítlauksostur ef hvítlaukur er í uppáhaldi. 50 g skinka skorin í örlitla bita (má sleppa) Hrærið vandlega saman í skál Hitið ofninn í 210°og hafið blásturinn á. Mælið volgt vatn, sykur og þurrger í könnu eða skál. Látið standa á hlýjum stað í 10 mínútur. Mælið hveiti, salt og smjör í skál og myljið smjörið saman við hveitið. Hellið mjólkur- og gerblöndunni samanvið. Hrærið saman með sleif og hnoðið svo vandlega á hveitstráðu borði. Látið deigið lyfta sér í 30 mínútur á hlýjum stað. Hnoðið deigið og skiptið í 2 hluta. Fletjið hvorn hluta um sig út í u.þ.b. tólf tommu hring. Skerið með pizzu- eða kleinuhjóli í átta sneiðar líkt og pizzu. Setjið eina vel fulla teskeið af fyllingu í hverja skeið og rúllið upp frá breiðari endanum. Passið að osturinn sé alveg lokaður inni, annars rennur hann út um endana. Raðið á bökunarplötu og penslið með þeyttu eggi. Stráið birkifræjum ofan á og látið lyfta sér á plötuni í 15 mínútur. Bakið í miðjum ofni í 8 - 10 mínútur eða þar til hornin eru gullinbrún.
Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Púslið sameinar fjölskylduna Jólin Serenukökur Jól Blandaður jólamatur - Gæsabollur og reykt gæsasalat Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Rauð jól þau úti séu þau hvít Jól Skín í rauðar skotthúfur Jól Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól
Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól
Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól