Náum núllpunkti! Már Kristjánsson og Bergþóra Karlsdóttir skrifar 1. desember 2011 06:00 Þema alnæmisdagsins 2011 er Náum núllpunkti (Getting to Zero). Það eru samtökin The World AIDS Campaign sem ákvarða þema alnæmisdagsins og í ár beina þau sjónum sínum að útrýmingu dauðsfalla af völdum alnæmis og þannig þrýsta þau á stjórnvöld um víða veröld að auka aðgengi að meðferð. Af 33,3 milljónum HIV-smitaðra í heiminum í dag er talið að 15 milljónir þurfi á ævilangri meðferð að halda. Aðeins þriðjungur þeirra á kost á meðferð. Meginmarkmið samtakanna eru engin nýsmit af HIV, engir fordómar gagnvart HIV-smituðum og engin dauðsföll af völdum alnæmis. Til að ná þessum markmiðum er sett fram eftirfarandi áætlun í 10 liðum fram til ársins 2015: l Smiti gegnum kynmök fækki um helming og einkum er lögð áhersla á ungt fólk, samkynhneigða og þá sem stunda vændi. l Smit frá móður til barns við fæðingu verði úr sögunni og dauðsföllum mæðra vegna alnæmis, fækki um helming. l Nýsmit vegna fíkniefnaneyslu verði úr sögunni. l Alþjóðlegt aðgengi að veirulyfjum fyrir HIV-smitaða sem þurfa á þeim að halda. l Dauðsföllum af völdum berkla meðal HIV-smitaðra fækki um helming. l HIV-smituðum og aðstandendum þeirra verði tryggð með lögum félagsleg réttindi og aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og stuðningi. l Löndum sem hafa ströng hegningarákvæði vegna HIV-smits, vændis, fíkniefnaneyslu eða samkynhneigðar sem koma í veg fyrir nauðsynlega þjónustu, verði fækkað um helming. l Löndum sem hafa HIV-tengdar hömlur á komu, landvistarleyfi og búsetu, verði fækkað um helming. l Sérstakar þarfir HIV-smitaðra kvenna og stúlkna verði virtar. l Kynbundið ofbeldi verði ekki liðið. World AIDS Campaign leggur til að í hverju landi fyrir sig verði einn eða fleiri þessara punkta árlega settir í brennidepil þannig að öllum markmiðum verði náð 2015. Hver er staðan á Íslandi?Fyrsta tilfelli HIV-sýkingar var greint á Íslandi árið 1983. Fram til ársloka 2010 hafa alls 257 einstaklingar á Íslandi greinst. Dauðsföll af völdum alnæmis eru 38 frá upphafi en 66 einstaklingar hafa greinst með alnæmi. Það sem af er þessu ári hafa 20 einstaklingar greinst til viðbótar með HIV. Bætt HIV-lyfjameðferð og gott aðgengi smitaðra einstaklinga að þjónustu hefur gjörbreytt lífslíkum þeirra. Barnshafandi HIV smitaðar konur fá viðeigandi lyfjameðferð á meðgöngu. Barnið fær lyfjameðferð fyrstu vikur ævi sinnar og ekkert þessara barna er smitað af HIV. Á Íslandi hefur einstaklingum með nýtt HIV-smit fjölgað seinustu ár og mesta fjölgunin er í hópi þeirra sem sprauta sig með fíkniefnum. Af þeim 20 einstaklingum sem hafa greinst með HIV-smit það sem af er þessu ári hafa 13 smitast við notkun fíkniefna. Enn eru fordómar gagnvart HIV-smituðum. Fæstir þeirra þora að segja frá smitinu af ótta við fordóma meðal vinnufélaga, fjölskyldu og vina. Fyrir utan álag sem fylgir því að greinast með langvinnan sjúkdóm, valda fordómar mikilli byrði fyrir hinn smitaða. Samtökin HIV Ísland hafa unnið mikið forvarnarstarf síðustu 23 ár með fræðslu og öflugri baráttu gegn fordómum og staðið fyrir umfangsmiklu fræðslustarfi í grunnskólum landsins seinustu 10 árin. HIV Ísland og Göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala hafa staðið fyrir fræðslu fyrir meðferðarstofnanir og fangelsi. Á Göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala er boðið upp á lyfjaeftirfylgd og stuðning fyrir þá HIV-smitaða sem eru í neyslu eða eru að koma sér úr neyslu. Þar er einnig boðið upp á ráðgjöf fyrir þá sem óska eftir HIV-prófi. Bæði ráðgjöfin og blóðprufan er einstaklingnum að kostnaðarlausu. Starfsmenn verkefnisins Frú Ragnheiðar á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða Kross Íslands hafa unnið mikið forvarnarstarf í Reykjavík með dreifingu ókeypis nála og sprauta auk fræðslustarfs. Aðgengi að hreinum nálum og sprautum þarf að vera til staðar allan sólarhringinn, alla daga en slíku er ekki til að dreifa í dag. Ekki má gleyma að HIV er kynsjúkdómur og því er nauðsynlegt að auka aðgengi að smokkum. Í dag eru smokkar lúxusvara með álögur í Ríkissjóð í samræmi við það. Í allri þeirri umræðu sem hefur verið undanfarin misseri um HIV-smit meðal fíkniefnaneytenda á Íslandi verður að hafa hugfast, að flestir með HIV-smit hérlendis hafa ekki smitast vegna fíkniefnaneyslu heldur með kynmökum. Flestir þeirra stunda vinnu og lifa lífinu á sama hátt og sá sem er ósmitaður. Það er ábyrgð okkar allra í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld á Íslandi að vinna að því að ná markmiðum The World AIDS Campaign fyrir árið 2015! Í þema alnæmisdagsins 2011 endurspeglast bjartari framtíðarsýn en áður fyrir alþjóðasamfélagið, bæði gagnvart HIV-smituðum og forvörnum gegn HIV-smiti. Hverjum hefði dottið í hug í árdaga faraldursins að það væri raunhæft markmið að komast á núllpunkt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þema alnæmisdagsins 2011 er Náum núllpunkti (Getting to Zero). Það eru samtökin The World AIDS Campaign sem ákvarða þema alnæmisdagsins og í ár beina þau sjónum sínum að útrýmingu dauðsfalla af völdum alnæmis og þannig þrýsta þau á stjórnvöld um víða veröld að auka aðgengi að meðferð. Af 33,3 milljónum HIV-smitaðra í heiminum í dag er talið að 15 milljónir þurfi á ævilangri meðferð að halda. Aðeins þriðjungur þeirra á kost á meðferð. Meginmarkmið samtakanna eru engin nýsmit af HIV, engir fordómar gagnvart HIV-smituðum og engin dauðsföll af völdum alnæmis. Til að ná þessum markmiðum er sett fram eftirfarandi áætlun í 10 liðum fram til ársins 2015: l Smiti gegnum kynmök fækki um helming og einkum er lögð áhersla á ungt fólk, samkynhneigða og þá sem stunda vændi. l Smit frá móður til barns við fæðingu verði úr sögunni og dauðsföllum mæðra vegna alnæmis, fækki um helming. l Nýsmit vegna fíkniefnaneyslu verði úr sögunni. l Alþjóðlegt aðgengi að veirulyfjum fyrir HIV-smitaða sem þurfa á þeim að halda. l Dauðsföllum af völdum berkla meðal HIV-smitaðra fækki um helming. l HIV-smituðum og aðstandendum þeirra verði tryggð með lögum félagsleg réttindi og aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og stuðningi. l Löndum sem hafa ströng hegningarákvæði vegna HIV-smits, vændis, fíkniefnaneyslu eða samkynhneigðar sem koma í veg fyrir nauðsynlega þjónustu, verði fækkað um helming. l Löndum sem hafa HIV-tengdar hömlur á komu, landvistarleyfi og búsetu, verði fækkað um helming. l Sérstakar þarfir HIV-smitaðra kvenna og stúlkna verði virtar. l Kynbundið ofbeldi verði ekki liðið. World AIDS Campaign leggur til að í hverju landi fyrir sig verði einn eða fleiri þessara punkta árlega settir í brennidepil þannig að öllum markmiðum verði náð 2015. Hver er staðan á Íslandi?Fyrsta tilfelli HIV-sýkingar var greint á Íslandi árið 1983. Fram til ársloka 2010 hafa alls 257 einstaklingar á Íslandi greinst. Dauðsföll af völdum alnæmis eru 38 frá upphafi en 66 einstaklingar hafa greinst með alnæmi. Það sem af er þessu ári hafa 20 einstaklingar greinst til viðbótar með HIV. Bætt HIV-lyfjameðferð og gott aðgengi smitaðra einstaklinga að þjónustu hefur gjörbreytt lífslíkum þeirra. Barnshafandi HIV smitaðar konur fá viðeigandi lyfjameðferð á meðgöngu. Barnið fær lyfjameðferð fyrstu vikur ævi sinnar og ekkert þessara barna er smitað af HIV. Á Íslandi hefur einstaklingum með nýtt HIV-smit fjölgað seinustu ár og mesta fjölgunin er í hópi þeirra sem sprauta sig með fíkniefnum. Af þeim 20 einstaklingum sem hafa greinst með HIV-smit það sem af er þessu ári hafa 13 smitast við notkun fíkniefna. Enn eru fordómar gagnvart HIV-smituðum. Fæstir þeirra þora að segja frá smitinu af ótta við fordóma meðal vinnufélaga, fjölskyldu og vina. Fyrir utan álag sem fylgir því að greinast með langvinnan sjúkdóm, valda fordómar mikilli byrði fyrir hinn smitaða. Samtökin HIV Ísland hafa unnið mikið forvarnarstarf síðustu 23 ár með fræðslu og öflugri baráttu gegn fordómum og staðið fyrir umfangsmiklu fræðslustarfi í grunnskólum landsins seinustu 10 árin. HIV Ísland og Göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala hafa staðið fyrir fræðslu fyrir meðferðarstofnanir og fangelsi. Á Göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala er boðið upp á lyfjaeftirfylgd og stuðning fyrir þá HIV-smitaða sem eru í neyslu eða eru að koma sér úr neyslu. Þar er einnig boðið upp á ráðgjöf fyrir þá sem óska eftir HIV-prófi. Bæði ráðgjöfin og blóðprufan er einstaklingnum að kostnaðarlausu. Starfsmenn verkefnisins Frú Ragnheiðar á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða Kross Íslands hafa unnið mikið forvarnarstarf í Reykjavík með dreifingu ókeypis nála og sprauta auk fræðslustarfs. Aðgengi að hreinum nálum og sprautum þarf að vera til staðar allan sólarhringinn, alla daga en slíku er ekki til að dreifa í dag. Ekki má gleyma að HIV er kynsjúkdómur og því er nauðsynlegt að auka aðgengi að smokkum. Í dag eru smokkar lúxusvara með álögur í Ríkissjóð í samræmi við það. Í allri þeirri umræðu sem hefur verið undanfarin misseri um HIV-smit meðal fíkniefnaneytenda á Íslandi verður að hafa hugfast, að flestir með HIV-smit hérlendis hafa ekki smitast vegna fíkniefnaneyslu heldur með kynmökum. Flestir þeirra stunda vinnu og lifa lífinu á sama hátt og sá sem er ósmitaður. Það er ábyrgð okkar allra í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld á Íslandi að vinna að því að ná markmiðum The World AIDS Campaign fyrir árið 2015! Í þema alnæmisdagsins 2011 endurspeglast bjartari framtíðarsýn en áður fyrir alþjóðasamfélagið, bæði gagnvart HIV-smituðum og forvörnum gegn HIV-smiti. Hverjum hefði dottið í hug í árdaga faraldursins að það væri raunhæft markmið að komast á núllpunkt?
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar