Ný náttúruverndarólög 2. desember 2011 06:00 Nú liggur fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til breytingar á náttúruverndarlögum. Frumvarp sem lagt er fram til höfuðs frjálsri ferðamennsku á Íslandi. Í stuttu máli á að búa til gagnagrunn sem inniheldur þær akstursleiðir sem má aka, en allstaðar annarstaðar er það bannað. Einhver hefur kannski heyrt áður um reglur sem gera ráð fyrir að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft, hugmyndafræði sem ekki hefur tíðkast á Íslandi. Margir segja að það sé fínt að fá þetta á hreint þá sé bara vitað hvar má keyra og hvar má ekki keyra. En þetta er ekki svona einfalt. Eina forsenda þessa frumvarps virðist vera að utanvegaakstur sé stórt vandamál. Staðreyndin er hinsvegar sú að utanvegaakstur er alls ekki stórt vandamál þó almenningi sé reynt að telja trú um það. Meira að segja Umhverfisráðuneytið sjálft hefur sagt að dregið hafi úr utanvegaakstri (http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1700) og það án kortagrunns. Í ljósi þessa og þess að unnið er að heildarendurskoðun náttúruverndarlaganna (Hvítbók), hversvegna liggur þá svona á að leggja þetta frumvarp fram?. Það hefur verið viðurkennt að það geti tekið um áratug að kortleggja leiðir á landinu. Hvað liggur þá á? Getur verið að umhverfisráðherran sé vísvitandi að leggja þetta frumvarp fram gegn þeim frjálsu ferðamönnum sem hafa gagnrýnt hana í þessum málum? Hverjar verða afleiðingar þess að hafa kortagrunn um akstursleiðir á landinu? Ég sé fyrir mér nokkrar: l Ekki er endilega víst að fleiri verði teknir við akstur utan vega, því ekki er nóg að búa til kortagrunn til að fleiri verði „gómaðir“. l Ekki er líklegt að dragi úr utanvegaakstri vegna kortagrunns, því það verða alltaf til svartir sauðir sem hafa neikvæðan ásetning í þessum efnum. Það eru líka til húsmæður sem stunda búðarhnupl og afar sem stunda ofsaakstur, sama hversu ströng löggjöfin er. l Kortagrunnurinn mun aldrei innihalda allar akstursleiðir á landinu, en það veldur leiðinlegum hliðarverkunum. l Akstur um fáfarnar leiðir sem fólk hefur notað að sínum uppáhaldsstöðum gæti verið flokkaður sem utanvegaakstur. Afi og amma gætu því verið gómuð fyrir utanvegaakstur þegar þau fara til berja á leynistaðinn sinn að hausti. Þau eru nú samt á vegslóða, en hann er bara ekki í kortagrunninum og flokkast því sem utanvegaakstur. Pabbi og mamma gætu jafnframt verið tekin og sektuð fyrir utanvegaakstur þegar þau aka að sínu leyni-tjaldstæði að sumrinu. Breytir þá engu að afi, amma, pabbi og mamma hafa ferðast árum saman á þessa staði, án þess að nokkuð sjái á landinu, annað en ógreinileg slóð. Þetta gæti leitt til þess að fleiri verði sektaðir vegna utanvegaaksturs – viljum við hafa það svoleiðis ? l Leiðir sem hafa lítið verið farnar og þannig verndaðar, verða allt í einu öllum þekktar á korti og hætta á að umferð aukist með tilheyrandi raski og óþarfa tjóni á náttúrunni. Hvað er þá til ráða í því að útrýma skemmdum sem verða á náttúru vegna umferðar utan vega? Jú það eru nokkur atriði sem liggja beint við, hægt að fara í strax og nýta í það hluta þeirra fjármuna sem eiga að að fara í gerð kortagrunns: l Fræðsla, fræðsla og fræðsla l Aukin fræðsla til erlendra ferðamanna sem eru að koma til landsins l Aukin fræðsla til Íslendinga sjálfra í gegnum skólakerfið, ökukennslu, Landsbjörgu, fjölmiðla o.s.frv. l Stuðningur við félagasamtök sem hafa á stefnuskrá sinni að berjast gegn slíkum skemmdum. Viljum við búa í samfélagi þar sem allt er bannað, nema það sem sérstaklega er leyft? Eða viljum við búa í samfélagi þar sem frelsi ríkir, virðing er fyrir náttúrunni og náunganum og fólk er upplýst um hvernig best er að haga sínum ferðum til að afkomendur okkar fái einnig notið þess á sambærilegan hátt um ókomnar aldir? Ég skora á alþingismenn að hafa vit fyrir umhverfisráðherranum og fella þetta frumvarp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til breytingar á náttúruverndarlögum. Frumvarp sem lagt er fram til höfuðs frjálsri ferðamennsku á Íslandi. Í stuttu máli á að búa til gagnagrunn sem inniheldur þær akstursleiðir sem má aka, en allstaðar annarstaðar er það bannað. Einhver hefur kannski heyrt áður um reglur sem gera ráð fyrir að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft, hugmyndafræði sem ekki hefur tíðkast á Íslandi. Margir segja að það sé fínt að fá þetta á hreint þá sé bara vitað hvar má keyra og hvar má ekki keyra. En þetta er ekki svona einfalt. Eina forsenda þessa frumvarps virðist vera að utanvegaakstur sé stórt vandamál. Staðreyndin er hinsvegar sú að utanvegaakstur er alls ekki stórt vandamál þó almenningi sé reynt að telja trú um það. Meira að segja Umhverfisráðuneytið sjálft hefur sagt að dregið hafi úr utanvegaakstri (http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1700) og það án kortagrunns. Í ljósi þessa og þess að unnið er að heildarendurskoðun náttúruverndarlaganna (Hvítbók), hversvegna liggur þá svona á að leggja þetta frumvarp fram?. Það hefur verið viðurkennt að það geti tekið um áratug að kortleggja leiðir á landinu. Hvað liggur þá á? Getur verið að umhverfisráðherran sé vísvitandi að leggja þetta frumvarp fram gegn þeim frjálsu ferðamönnum sem hafa gagnrýnt hana í þessum málum? Hverjar verða afleiðingar þess að hafa kortagrunn um akstursleiðir á landinu? Ég sé fyrir mér nokkrar: l Ekki er endilega víst að fleiri verði teknir við akstur utan vega, því ekki er nóg að búa til kortagrunn til að fleiri verði „gómaðir“. l Ekki er líklegt að dragi úr utanvegaakstri vegna kortagrunns, því það verða alltaf til svartir sauðir sem hafa neikvæðan ásetning í þessum efnum. Það eru líka til húsmæður sem stunda búðarhnupl og afar sem stunda ofsaakstur, sama hversu ströng löggjöfin er. l Kortagrunnurinn mun aldrei innihalda allar akstursleiðir á landinu, en það veldur leiðinlegum hliðarverkunum. l Akstur um fáfarnar leiðir sem fólk hefur notað að sínum uppáhaldsstöðum gæti verið flokkaður sem utanvegaakstur. Afi og amma gætu því verið gómuð fyrir utanvegaakstur þegar þau fara til berja á leynistaðinn sinn að hausti. Þau eru nú samt á vegslóða, en hann er bara ekki í kortagrunninum og flokkast því sem utanvegaakstur. Pabbi og mamma gætu jafnframt verið tekin og sektuð fyrir utanvegaakstur þegar þau aka að sínu leyni-tjaldstæði að sumrinu. Breytir þá engu að afi, amma, pabbi og mamma hafa ferðast árum saman á þessa staði, án þess að nokkuð sjái á landinu, annað en ógreinileg slóð. Þetta gæti leitt til þess að fleiri verði sektaðir vegna utanvegaaksturs – viljum við hafa það svoleiðis ? l Leiðir sem hafa lítið verið farnar og þannig verndaðar, verða allt í einu öllum þekktar á korti og hætta á að umferð aukist með tilheyrandi raski og óþarfa tjóni á náttúrunni. Hvað er þá til ráða í því að útrýma skemmdum sem verða á náttúru vegna umferðar utan vega? Jú það eru nokkur atriði sem liggja beint við, hægt að fara í strax og nýta í það hluta þeirra fjármuna sem eiga að að fara í gerð kortagrunns: l Fræðsla, fræðsla og fræðsla l Aukin fræðsla til erlendra ferðamanna sem eru að koma til landsins l Aukin fræðsla til Íslendinga sjálfra í gegnum skólakerfið, ökukennslu, Landsbjörgu, fjölmiðla o.s.frv. l Stuðningur við félagasamtök sem hafa á stefnuskrá sinni að berjast gegn slíkum skemmdum. Viljum við búa í samfélagi þar sem allt er bannað, nema það sem sérstaklega er leyft? Eða viljum við búa í samfélagi þar sem frelsi ríkir, virðing er fyrir náttúrunni og náunganum og fólk er upplýst um hvernig best er að haga sínum ferðum til að afkomendur okkar fái einnig notið þess á sambærilegan hátt um ókomnar aldir? Ég skora á alþingismenn að hafa vit fyrir umhverfisráðherranum og fella þetta frumvarp.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar