Deiliskipulag þriggja hverfa í Garðabæ 2. desember 2011 06:00 Garðahverfi á Garðaholti er 79 hektarar að stærð, í dag er búið þar á 14 bæjum og stundaður smábúskapur með sauðfé og hross. Í deiliskipulaginu segir að landið sé í eigu Garðabæjar en um það gildi svokölluð byggingarbréf sem er samningur á milli Garðabæjar og landhafa. Garðahverfi er deiliskipulagt í einkaframkvæmd af áhugasömum einstaklingum sem lögðu fram fjármuni og stofnuðu áhugamannafélagið Garðafélagið en forsvarsmaður þess félags er Óskar Magnússon. Tilgangur Garðafélagsins er að Garðahverfi verði staður friðsældar og íhugunar til minningar um Guðrúnu Jónsdóttir sem lést í bílslysi 28. febrúar 2006 og er jarðsett í Garðakirkjugarði. Sem minnst skal byggt á svæðinu en deiliskipulagið gerir ráð fyrir ellefu „bæjartorfum“ – á hverri torfu er gert ráð fyrir tveimur nýjum íbúðarhúsum og útihúsum. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir „náttúrustíg“ utan um hverfið og reiðstíg sem tengja má við reiðleiðir um Álftanes. Silfurtúnið er elsta hverfi Garðabæjar, deiliskipulagsvæðið er 14,7 hektarar að stærð og fjöldi íbúðarhúsalóða er 95. Í dag er í gildi deiliskipulag fyrir „Silfurtún, Hofstaðamýri“ sem samþykkt var 28. september 2001 en það nær til útivistar og þjónustusvæðis austan íbúðarbyggðarinnar þar sem er leikskólinn Bæjarból, Skátaheimilið Jötunheimar og athafnasvæði Garðyrkjudeildar Garðabæjar. Um þetta svæði „Silfurtún, Hofstaðamýri“ hafa flestar kvartanir og ábendingar íbúa hverfisins snúist. Í nýja deiliskipulaginu er athafnasvæði garðyrkjudeildarinnar víkjandi og nýtingarhlutfall lóðar Skátaheimilisins og leikskólans Bæjarbóls óbreytt. Í sumar fluttu bæjaryfirvöld gamla færanlega kennslustofu á leikskólalóðina þrátt fyrir yfirstandandi deiliskipulagsvinnu og kröftug mótmæli íbúanna í grenndarkynningu. Gamla „rólóhúsið“ sem Kiwanismenn eru með til afnota er einnig víkjandi en verður ekki fjarlægt nema að ósk eiganda. En eigandinn er Garðabær svo eitthvað fær „rólóhúsið“ að standa lengur. Á gamla rólóvallarsvæðinu er í nýja deiliskipulaginu gert ráð fyrir skrúðgarði í minningu séra Braga Friðrikssonar, fyrsta heiðursborgara Garðabæjar, þannig að við skulum vona að gamla „rólóhúsið“ verði rifið sem fyrst og upp rísi „Bragalundur“. Ekkert er tekið á umferðarhávaða frá Hafnarfjarðarveginum en í nýja deiliskipulaginu stendur að í nokkrum húsanna næst Hafnarfjarðarvegi búi íbúar við heilsuspillandi aðstæður. Deiliskipulagssvæði Arnarness er 36 hektarar að stærð og fjöldi íbúðarhúsalóða 186. Lóðir á Arnarnesi eru í einkaeign en opin svæði, strandlengjan, götur og óbyggt skipulagsvæði á háholtinu miðsvæðis eru eign Garðabæjar. Í nýja deiliskipulaginu er ekki gert ráð fyrir göngu- og hjólastíg um Arnarnesið eins og meirihluti Sjálfstæðismanna ákvað. Útivistarleið (sem enginn veit enn þá hvað þýðir) er meðfram strandlengjunni og þeim íbúum við ströndina sem búnir voru að stækka lóðir sínar niður í fjöru er gert að leiðrétta þau mistök og hefta ekki „útivistarleiðina“. Aðgengi fyrir alla við ströndina er leyst með þremur útsýnisstöðum sem tengjast við húsagötur hverfisins með göngustíg að ströndinni. Ef góð aðsókn verður að þessum útsýnisstöðum við ströndina verður mikil bílaumferð í íbúagötunum en ekki er gert ráð fyrir bílaplönum við útsýnisstaðina þannig að íbúðargatan verður þá líka eitt stórt bílaplan. Nýr reiðhjólastígur verður lagður meðfram Hafnarfjarðarveginum en ekki er gert ráð fyrir göngum undir mislægu gatnamótin á Arnarneshálsinum en slík ráðstöfun hefði verið nauðsynleg enda er umferð þar nú mjög hættuleg fyrir gangandi og hjólandi. Á háholti miðsvæðis á Arnarnesinu verður ekki byggt en þar mun rísa útivistarsvæði sem tengist Werner-stöplinum. Grein þessi er skrifuð til að upplýsa íbúa Garðabæjar um að nú er nýtt deiliskipulag tilbúið fyrir þessi þrjú svæði. Skipulagsyfirvöld telja sig búin að taka tillit til umsagna og ábendinga sem borist hafa frá íbúum bæjarins. Deiliskipulagið er í lokakynningu og að því loknu verða þau tekin fyrir á skipulagsnefndarfundi til umsagnar og samþykktar og í framhaldi send bæjarstjórn til samþykktar. Mikilvægt er að ítreka að verið er að vinna deiliskipulagsferlið samkvæmt reglum nýrra Skipulagslaga nr. 123/2010. Samkvæmt þeim er ferlið margskipt og á síðara stigi þurfa athugasemdir íbúa að koma aftur á lokakynningarstigi ef íbúar telja að ekki hafa verið tekið tillit til athugasemda þeirra á fyrri stigum málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Garðahverfi á Garðaholti er 79 hektarar að stærð, í dag er búið þar á 14 bæjum og stundaður smábúskapur með sauðfé og hross. Í deiliskipulaginu segir að landið sé í eigu Garðabæjar en um það gildi svokölluð byggingarbréf sem er samningur á milli Garðabæjar og landhafa. Garðahverfi er deiliskipulagt í einkaframkvæmd af áhugasömum einstaklingum sem lögðu fram fjármuni og stofnuðu áhugamannafélagið Garðafélagið en forsvarsmaður þess félags er Óskar Magnússon. Tilgangur Garðafélagsins er að Garðahverfi verði staður friðsældar og íhugunar til minningar um Guðrúnu Jónsdóttir sem lést í bílslysi 28. febrúar 2006 og er jarðsett í Garðakirkjugarði. Sem minnst skal byggt á svæðinu en deiliskipulagið gerir ráð fyrir ellefu „bæjartorfum“ – á hverri torfu er gert ráð fyrir tveimur nýjum íbúðarhúsum og útihúsum. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir „náttúrustíg“ utan um hverfið og reiðstíg sem tengja má við reiðleiðir um Álftanes. Silfurtúnið er elsta hverfi Garðabæjar, deiliskipulagsvæðið er 14,7 hektarar að stærð og fjöldi íbúðarhúsalóða er 95. Í dag er í gildi deiliskipulag fyrir „Silfurtún, Hofstaðamýri“ sem samþykkt var 28. september 2001 en það nær til útivistar og þjónustusvæðis austan íbúðarbyggðarinnar þar sem er leikskólinn Bæjarból, Skátaheimilið Jötunheimar og athafnasvæði Garðyrkjudeildar Garðabæjar. Um þetta svæði „Silfurtún, Hofstaðamýri“ hafa flestar kvartanir og ábendingar íbúa hverfisins snúist. Í nýja deiliskipulaginu er athafnasvæði garðyrkjudeildarinnar víkjandi og nýtingarhlutfall lóðar Skátaheimilisins og leikskólans Bæjarbóls óbreytt. Í sumar fluttu bæjaryfirvöld gamla færanlega kennslustofu á leikskólalóðina þrátt fyrir yfirstandandi deiliskipulagsvinnu og kröftug mótmæli íbúanna í grenndarkynningu. Gamla „rólóhúsið“ sem Kiwanismenn eru með til afnota er einnig víkjandi en verður ekki fjarlægt nema að ósk eiganda. En eigandinn er Garðabær svo eitthvað fær „rólóhúsið“ að standa lengur. Á gamla rólóvallarsvæðinu er í nýja deiliskipulaginu gert ráð fyrir skrúðgarði í minningu séra Braga Friðrikssonar, fyrsta heiðursborgara Garðabæjar, þannig að við skulum vona að gamla „rólóhúsið“ verði rifið sem fyrst og upp rísi „Bragalundur“. Ekkert er tekið á umferðarhávaða frá Hafnarfjarðarveginum en í nýja deiliskipulaginu stendur að í nokkrum húsanna næst Hafnarfjarðarvegi búi íbúar við heilsuspillandi aðstæður. Deiliskipulagssvæði Arnarness er 36 hektarar að stærð og fjöldi íbúðarhúsalóða 186. Lóðir á Arnarnesi eru í einkaeign en opin svæði, strandlengjan, götur og óbyggt skipulagsvæði á háholtinu miðsvæðis eru eign Garðabæjar. Í nýja deiliskipulaginu er ekki gert ráð fyrir göngu- og hjólastíg um Arnarnesið eins og meirihluti Sjálfstæðismanna ákvað. Útivistarleið (sem enginn veit enn þá hvað þýðir) er meðfram strandlengjunni og þeim íbúum við ströndina sem búnir voru að stækka lóðir sínar niður í fjöru er gert að leiðrétta þau mistök og hefta ekki „útivistarleiðina“. Aðgengi fyrir alla við ströndina er leyst með þremur útsýnisstöðum sem tengjast við húsagötur hverfisins með göngustíg að ströndinni. Ef góð aðsókn verður að þessum útsýnisstöðum við ströndina verður mikil bílaumferð í íbúagötunum en ekki er gert ráð fyrir bílaplönum við útsýnisstaðina þannig að íbúðargatan verður þá líka eitt stórt bílaplan. Nýr reiðhjólastígur verður lagður meðfram Hafnarfjarðarveginum en ekki er gert ráð fyrir göngum undir mislægu gatnamótin á Arnarneshálsinum en slík ráðstöfun hefði verið nauðsynleg enda er umferð þar nú mjög hættuleg fyrir gangandi og hjólandi. Á háholti miðsvæðis á Arnarnesinu verður ekki byggt en þar mun rísa útivistarsvæði sem tengist Werner-stöplinum. Grein þessi er skrifuð til að upplýsa íbúa Garðabæjar um að nú er nýtt deiliskipulag tilbúið fyrir þessi þrjú svæði. Skipulagsyfirvöld telja sig búin að taka tillit til umsagna og ábendinga sem borist hafa frá íbúum bæjarins. Deiliskipulagið er í lokakynningu og að því loknu verða þau tekin fyrir á skipulagsnefndarfundi til umsagnar og samþykktar og í framhaldi send bæjarstjórn til samþykktar. Mikilvægt er að ítreka að verið er að vinna deiliskipulagsferlið samkvæmt reglum nýrra Skipulagslaga nr. 123/2010. Samkvæmt þeim er ferlið margskipt og á síðara stigi þurfa athugasemdir íbúa að koma aftur á lokakynningarstigi ef íbúar telja að ekki hafa verið tekið tillit til athugasemda þeirra á fyrri stigum málsins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar