Notum allar góðu barnabækurnar Steinunn Stefánsdóttir skrifar 6. desember 2011 06:00 Íslendingar eru bókaþjóð – því er að minnsta kosti haldið fram á tyllidögum. Árlega eru gefnir út mýmargir bókatitlar, ekki síst ef tillit er tekið til höfðatölunnar góðu. Barnabókaútgáfa er hér blómleg og þótt á þeim akri sé vissulega ekki allt jafngott má samt sem áður fullyrða að úrvalið af góðum og vönduðum barnabókum, íslenskum og þýddum, fyrir alla aldurshópa sé gott. Sala bóka á Íslandi er einnig með ágætum þannig að að óathuguðu máli mætti gera ráð fyrir að íslensk börn væru eins og fiskar í vatni þegar kemur að því að lesa bækur sér til fróðleiks og skemmtunar. Skammmt er síðan birtar voru niðurstöður könnunar sem leiddi í ljós að um fjórðungur unglingsdrengja og tæplega tíu prósent jafnaldra stúlkna lesa sér ekki til gagns. Það kann að standa í einhverju samhengi við niðurstöður rannsóknar á notkun barnabókmennta í skólum og lestrarvenjum átta til ellefu ára barna á Íslandi og í þremur öðrum Evrópulöndum. Þar kemur fram að íslenskar barnabækur eru ekki hluti af námskrá grunnskóla á sama hátt og tíðkast til dæmis í Bretlandi og á Spáni. Íslenskir kennarar virðast síður meta og nýta barnabókmenntir í kennslu en kennarar hinna landanna þar sem rannsóknin var gerð. Íslensk börn mynda sér einnig síður skoðanir á því sem þau lesa en börn í hinum löndunum þremur og skrifa sömuleiðis sjaldnar um það sem þau lesa. Nú þegar jólabókaflóðið er í algleymingi og foreldrar og frændfólk huga að jólagjöfum handa erfingjum landsins er ágætt að velta fyrir sér gildi þess að börn lesi. Lestur og lesskilningur er lykilþáttur í öllu námi og einnig í gríðarstórum hluta þeirra starfa sem börnin eiga eftir að leggja fyrir sig í framtíðinni. Þá er ótalin sú gleði sem getur falist í því að gleyma sér með góðri bók. Það er því til mikils að vinna að laða börnin að bókum. Það þarf þorp til að ala upp barn. Guðmundur Engilbertsson, lektor við Háskólann á Akureyri, bendir á í frétt hér í blaðinu að það sé ekki aðeins á ábyrgð skóla og foreldra að hvetja börn til lestrar, heldur alls samfélagsins. Á Spáni og í Englandi og Tyrklandi, sem rannsóknin náði einnig til, er mun meiri áhersla lögð á hlutverk systkina, fjölmiðla, vina og bekkjarfélaga þegar kemur að lestraruppeldi meðan íslenskir þátttakendur töldu ábyrgðina alfarið liggja hjá foreldrum og kennurum. Það þarf samstillt átak til að hefja barnabókmenntir til meiri virðingar, ekki bara í skólum heldur í öllu samfélaginu. Það á að fjalla meira um barnabækur í fjölmiðlum, fullorðnir fyrir fullorðna, fullorðnir og börn fyrir börn. Foreldrar og aðrir sem umgangast og ala upp börn eiga ekki bara að lesa fyrir lítil börn heldur halda áfram að lesa barnabækurnar sem börnin eru farin að lesa sjálf og tala um þær við börnin. Í skólanum á að vera vettvangur fyrir börn að miðla hvert öðru af því sem þau lesa. Í góðri barnabók er menningu barna miðlað með allt öðrum hætti en kostur gefst á í hefðbundnu námsefni. Öll börn ættu að eiga aðgang að þeim heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Íslendingar eru bókaþjóð – því er að minnsta kosti haldið fram á tyllidögum. Árlega eru gefnir út mýmargir bókatitlar, ekki síst ef tillit er tekið til höfðatölunnar góðu. Barnabókaútgáfa er hér blómleg og þótt á þeim akri sé vissulega ekki allt jafngott má samt sem áður fullyrða að úrvalið af góðum og vönduðum barnabókum, íslenskum og þýddum, fyrir alla aldurshópa sé gott. Sala bóka á Íslandi er einnig með ágætum þannig að að óathuguðu máli mætti gera ráð fyrir að íslensk börn væru eins og fiskar í vatni þegar kemur að því að lesa bækur sér til fróðleiks og skemmtunar. Skammmt er síðan birtar voru niðurstöður könnunar sem leiddi í ljós að um fjórðungur unglingsdrengja og tæplega tíu prósent jafnaldra stúlkna lesa sér ekki til gagns. Það kann að standa í einhverju samhengi við niðurstöður rannsóknar á notkun barnabókmennta í skólum og lestrarvenjum átta til ellefu ára barna á Íslandi og í þremur öðrum Evrópulöndum. Þar kemur fram að íslenskar barnabækur eru ekki hluti af námskrá grunnskóla á sama hátt og tíðkast til dæmis í Bretlandi og á Spáni. Íslenskir kennarar virðast síður meta og nýta barnabókmenntir í kennslu en kennarar hinna landanna þar sem rannsóknin var gerð. Íslensk börn mynda sér einnig síður skoðanir á því sem þau lesa en börn í hinum löndunum þremur og skrifa sömuleiðis sjaldnar um það sem þau lesa. Nú þegar jólabókaflóðið er í algleymingi og foreldrar og frændfólk huga að jólagjöfum handa erfingjum landsins er ágætt að velta fyrir sér gildi þess að börn lesi. Lestur og lesskilningur er lykilþáttur í öllu námi og einnig í gríðarstórum hluta þeirra starfa sem börnin eiga eftir að leggja fyrir sig í framtíðinni. Þá er ótalin sú gleði sem getur falist í því að gleyma sér með góðri bók. Það er því til mikils að vinna að laða börnin að bókum. Það þarf þorp til að ala upp barn. Guðmundur Engilbertsson, lektor við Háskólann á Akureyri, bendir á í frétt hér í blaðinu að það sé ekki aðeins á ábyrgð skóla og foreldra að hvetja börn til lestrar, heldur alls samfélagsins. Á Spáni og í Englandi og Tyrklandi, sem rannsóknin náði einnig til, er mun meiri áhersla lögð á hlutverk systkina, fjölmiðla, vina og bekkjarfélaga þegar kemur að lestraruppeldi meðan íslenskir þátttakendur töldu ábyrgðina alfarið liggja hjá foreldrum og kennurum. Það þarf samstillt átak til að hefja barnabókmenntir til meiri virðingar, ekki bara í skólum heldur í öllu samfélaginu. Það á að fjalla meira um barnabækur í fjölmiðlum, fullorðnir fyrir fullorðna, fullorðnir og börn fyrir börn. Foreldrar og aðrir sem umgangast og ala upp börn eiga ekki bara að lesa fyrir lítil börn heldur halda áfram að lesa barnabækurnar sem börnin eru farin að lesa sjálf og tala um þær við börnin. Í skólanum á að vera vettvangur fyrir börn að miðla hvert öðru af því sem þau lesa. Í góðri barnabók er menningu barna miðlað með allt öðrum hætti en kostur gefst á í hefðbundnu námsefni. Öll börn ættu að eiga aðgang að þeim heimi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun