Upplýsingar frá Mænuskaðastofnun Íslands 16. desember 2011 06:00 Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaráð íslenska tillögu um mænuskaða á þingi sínu í nóvember sl. Efni tillögunnar var að ráðið setti á laggirnar starfshóp lækna og vísindamanna með það hlutverk að skoða þá vísindaþekkingu á mænunni sem nú er til staðar og skoða hvort mögulegt væri að samþætta hana svo að leggja mætti skipulagðan grunn að þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Þessi góði árangur náðist vegna ötullar vinnu og samstöðu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, forsætisráðherra og 8.500 íslenskra kvenna sem rituðu nöfn sín í bænaskrá sem Siv Friðleifsdóttir formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs afhenti forseta ráðsins með glæsibrag á þinginu. Texta bænaskrárinnar má sjá á www.is.isci.is undir yfirskriftinni: Bænaskrá frá íslenskum konum til Norðurlandaráðs um leit að lækningu á mænuskaða. Ferlið og þáttur velferðarráðuneytisFerlið hjá Norðurlandaráði gengur þannig fyrir sig að nú mun embættismannanefnd ráðsins taka við. Hennar hlutverk er að skoða þær tillögur sem Norðurlandaþingið samþykkti í nóvember og bera fram tillögur til ráðherranefndar Norðurlandaráðs um hvernig samþykktum tillögunum verði best komið í framkvæmd. Tillaga um mænuskaða er þar innifalin. Í ferlinu mun velferðarnefnd Norðurlandaráðs fylgjast með afdrifum sinnar tillögu. Auk þess eiga sæti í embættismannanefndinni tveir embættismenn úr íslenska velferðarráðuneytinu ásamt því sem íslenski velferðarráðherrann á sæti í norrænu ráðherranefndinni um velferðarmál. Mænuskaðatillögunni ætti því ekki að verða í kot vísað. Þáttur forsetans og utanríkisráðuneytisFyrir nokkru heimsótti Ísland Jean Todt, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FÍA). Tilgangur ferðar hans var að vekja athygli forseta Íslands og íslenskra stjórnvalda á átaki Sameinuðu þjóðanna gegn umferðarslysum sem standa mun yfir næsta áratug. Á fundi hans með forsetanum áttaði hinn glöggi forseti okkar sig strax á samhengi átaksins og mænuskaða en nær helmingur þess fólks sem hlýtur mænuskaða í slysum og lamast, hlýtur skaðann í umferðarslysum. Forsetinn leitaði því eftir við Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) að félagið kæmi á sambandi mínu og forseta FÍA sem gert var, en FÍB er öllum hnútum kunnugt innan FÍA og ríkir þar á milli mikill vinskapur. Í framhaldi af þessu hefur bæði forsetinn og sendiherra okkar í París haft samband við aðila innan FÍA og leitað eftir að félagið styðji væntanlegar framkvæmdir Norðurlandaráðs um mænuskaða. Svör FÍA við þeirri bón hafa verið jákvæð. Á þessari stundu er ekki mögulegt að segja í hverju stuðningur FÍA verður fólginn en það mun væntanlega skýrast á árinu 2012. Þakkir til ÍslendingaÞað væri ómetanlegt ef okkur Íslendingum auðnaðist að eiga frumkvæði að því að tvær sterkar alþjóðastofnanir, Norðurlandaráð og FÍA, tækju höndum saman og hrintu af stokkunum átaki í þágu lækninga á mænuskaða. Sú er mín tilfinning að þá myndu stórstígar framfarir verða á sviðinu og ekki veitir af. Með samþykkt Norðurlandaráðs og jákvæðu viðhorfi FÍA erum við nú þegar komin rúmlega hálfa leið í þeim efnum. Að endingu vil ég þakka Íslendingum fyrir ómetanlegan stuðning við hugsjón mína og vona að þessi mikla barátta til breytinga á viðhorfi til meðhöndlunar á mænuskaða eigi eftir að koma öllu mannkyni til góða og færa Íslandi heiður heim í tímans rás. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaráð íslenska tillögu um mænuskaða á þingi sínu í nóvember sl. Efni tillögunnar var að ráðið setti á laggirnar starfshóp lækna og vísindamanna með það hlutverk að skoða þá vísindaþekkingu á mænunni sem nú er til staðar og skoða hvort mögulegt væri að samþætta hana svo að leggja mætti skipulagðan grunn að þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Þessi góði árangur náðist vegna ötullar vinnu og samstöðu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, forsætisráðherra og 8.500 íslenskra kvenna sem rituðu nöfn sín í bænaskrá sem Siv Friðleifsdóttir formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs afhenti forseta ráðsins með glæsibrag á þinginu. Texta bænaskrárinnar má sjá á www.is.isci.is undir yfirskriftinni: Bænaskrá frá íslenskum konum til Norðurlandaráðs um leit að lækningu á mænuskaða. Ferlið og þáttur velferðarráðuneytisFerlið hjá Norðurlandaráði gengur þannig fyrir sig að nú mun embættismannanefnd ráðsins taka við. Hennar hlutverk er að skoða þær tillögur sem Norðurlandaþingið samþykkti í nóvember og bera fram tillögur til ráðherranefndar Norðurlandaráðs um hvernig samþykktum tillögunum verði best komið í framkvæmd. Tillaga um mænuskaða er þar innifalin. Í ferlinu mun velferðarnefnd Norðurlandaráðs fylgjast með afdrifum sinnar tillögu. Auk þess eiga sæti í embættismannanefndinni tveir embættismenn úr íslenska velferðarráðuneytinu ásamt því sem íslenski velferðarráðherrann á sæti í norrænu ráðherranefndinni um velferðarmál. Mænuskaðatillögunni ætti því ekki að verða í kot vísað. Þáttur forsetans og utanríkisráðuneytisFyrir nokkru heimsótti Ísland Jean Todt, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FÍA). Tilgangur ferðar hans var að vekja athygli forseta Íslands og íslenskra stjórnvalda á átaki Sameinuðu þjóðanna gegn umferðarslysum sem standa mun yfir næsta áratug. Á fundi hans með forsetanum áttaði hinn glöggi forseti okkar sig strax á samhengi átaksins og mænuskaða en nær helmingur þess fólks sem hlýtur mænuskaða í slysum og lamast, hlýtur skaðann í umferðarslysum. Forsetinn leitaði því eftir við Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) að félagið kæmi á sambandi mínu og forseta FÍA sem gert var, en FÍB er öllum hnútum kunnugt innan FÍA og ríkir þar á milli mikill vinskapur. Í framhaldi af þessu hefur bæði forsetinn og sendiherra okkar í París haft samband við aðila innan FÍA og leitað eftir að félagið styðji væntanlegar framkvæmdir Norðurlandaráðs um mænuskaða. Svör FÍA við þeirri bón hafa verið jákvæð. Á þessari stundu er ekki mögulegt að segja í hverju stuðningur FÍA verður fólginn en það mun væntanlega skýrast á árinu 2012. Þakkir til ÍslendingaÞað væri ómetanlegt ef okkur Íslendingum auðnaðist að eiga frumkvæði að því að tvær sterkar alþjóðastofnanir, Norðurlandaráð og FÍA, tækju höndum saman og hrintu af stokkunum átaki í þágu lækninga á mænuskaða. Sú er mín tilfinning að þá myndu stórstígar framfarir verða á sviðinu og ekki veitir af. Með samþykkt Norðurlandaráðs og jákvæðu viðhorfi FÍA erum við nú þegar komin rúmlega hálfa leið í þeim efnum. Að endingu vil ég þakka Íslendingum fyrir ómetanlegan stuðning við hugsjón mína og vona að þessi mikla barátta til breytinga á viðhorfi til meðhöndlunar á mænuskaða eigi eftir að koma öllu mannkyni til góða og færa Íslandi heiður heim í tímans rás.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar