Í upphafi var orð Guðmundur Andri Thorsson skrifar 27. desember 2011 16:30 Tungumálið er DNA menningarinnar. Hugsun, lífsviðhorf og fordómar, viska, fáviska, þekking og blekking færist frá einni kynslóð til annarrar gegnum tungumálið, sumt fráleitt, sumt ómetanlegt. Það er í sjálfu sér nokkurs vert að við skulum enn geta lesið og skilið það sem elst var skrifað á íslensku máli. Við erum eina fólkið í öllum heiminum sem það getur – fyrir utan sérhæft háskólafólk sem líka kann að lesa gotnesku og önnur dauð tungumál. Þetta er það eina sem Íslendingar eru betri í en aðrar þjóðir: að tala, lesa og skilja íslensku. Við getum til dæmis lesið um orðið eins og það var ritað á íslensku um aldamótin 1200. Íslensk hómilíubók hefur að geyma stólræður frá elstu tíð íslensks ritmáls og þar er vitnar til upphafs Jóhannesar guðspjalls: „Í upphafi var orð, og orð var með Guði, og Guð var orð." Þegar Oddur Gottskálksson þýddi Biblíuna í fjósinu um miðja 16. öld í anda Lúthers sem taldi að heilagt orð ætti að vera á þjóðtungunum en ekki á latínu þá byggði hann á aldagamalli hefð við að nota íslensku við guðsorð. Svona þýddi hann upphaf Jóhannesar guðspjalls: „Í upphafi var orð, og það orð var hjá Guði, og Guð var það orð. Það sama var í upphafi hjá Guði. Og allir hlutir eru fyrir það gjörðir, og án þess er ekkert gjört hvað gjört er. Í því var líf, og lífið var ljós mannanna. Og ljósið lýsir í myrkrunum og myrkrin hafa það eigi höndlað. " Orð. Þrír stafir – eins og í orðinu Guð. Því að guð er orð og orð er guð. Orð af orðiAllt varð til af orði. Sú trú er grundvöllur menningar okkar – eldri en kristindómurinn, rétt eins og jólin, og rennur áreynslulaust inn í hann. Landnámsmennirnir fóru orði um landið, nefndu fjöll og dali og firði og um leið og landið fékk nöfn varð það í einhverjum skilningi til fyrir þessu fólki, fékk lögun sína og eðli í augum þess sem nafnið mælti fram. Jesús Kristur guðspjallanna notar fátt annað en orð. Hann fer um og talar, segir sögur sem postularnir botna eiginlega ekkert í. Hann talar á stöðum þar sem má ekki tala – við fólk sem má ekki tala við – um hluti sem ekki má nefna. Orð hans græða og opna. Og þegar hann gerir kraftaverk sín segir hann eitthvað; hann notar orðið og mátt þess. Allt á sér stað í orðinu. En tungumálið er í vissum skilningi eins og DNA menningarinnar. Tónlistin er æðst allra lista, vissulega; byggingarlistin, prjónaskapurinn, ballettinn, múrverkið, sjómennskan, kökugerðarlistin, spjótkast, glíma knattspyrna og allar hinar listirnar líka – allt ber þetta manninum fagurt vitni en það er samt í tungumálinu sem erfðaefni menningarinnar er borið áfram frá einni kynslóð til annarrar, í fastmótuðum orðasamböndum og orðatiltækjum sem geyma fastmótaða hugsun, sem við köllum sannindi. Íslensk menning hefur frá elstu tíð verið alveg sérstök menning orðræðunnar, hún hefur meira að segja á löngum köflum farið nær eingöngu fram í tungumálinu. Í bókmenntunum reistu Íslendingar sínar hallir, gerðu sínar uppgötvarnir, fóru í sinn víking; Íslendingar voru skáld – pappírskóngar og pappírshetjur; allt fór fram í orðinu og á pappírnum á meðan allt í kring var bara súld og suðaustan þræsingur, skortur á nýmeti og þverrandi eldiviður, kuldi, eymd og ekla. Riddarasögur voru skrifaðar hér á landi af ritóðu fólki fram á tuttugustu öld. Þetta fólk var ekki að flýja veruleikann inn í þessar sögur. Þessar sögur voru veruleikinn ekkert síður en það sem gerðist og gerðist ekki í kringum þetta fólk. Og eftirlætisfræðigrein Íslendinga, lögfræðin: hún er í rauninni ekkert annað en göfgaður orðhengilsháttur, þar sem íþróttin er að snúa orðum sér í hag. Þannig er Íslandssagan: skálduð afrek, orðaskak, orðaspjátur. Og þannig var umfram allt góðærið upp úr síðustu aldamótum. Það fór allt meira og minna fram á pappírnum – það var skáldað. Og á meðan það varði þá var það til og þegar það var afstaðið hafði það aldrei verið til. Vegna þess að „í upphafi var orð. Og allir hlutir voru fyrir það gjörðir, og án þess var ekkert gjört hvað gjört var. Í því var líf og lífið var ljós mannanna." Ég óska lesendum Fréttablaðsins árs og friðar og þakka samfylgdina á árinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Tungumálið er DNA menningarinnar. Hugsun, lífsviðhorf og fordómar, viska, fáviska, þekking og blekking færist frá einni kynslóð til annarrar gegnum tungumálið, sumt fráleitt, sumt ómetanlegt. Það er í sjálfu sér nokkurs vert að við skulum enn geta lesið og skilið það sem elst var skrifað á íslensku máli. Við erum eina fólkið í öllum heiminum sem það getur – fyrir utan sérhæft háskólafólk sem líka kann að lesa gotnesku og önnur dauð tungumál. Þetta er það eina sem Íslendingar eru betri í en aðrar þjóðir: að tala, lesa og skilja íslensku. Við getum til dæmis lesið um orðið eins og það var ritað á íslensku um aldamótin 1200. Íslensk hómilíubók hefur að geyma stólræður frá elstu tíð íslensks ritmáls og þar er vitnar til upphafs Jóhannesar guðspjalls: „Í upphafi var orð, og orð var með Guði, og Guð var orð." Þegar Oddur Gottskálksson þýddi Biblíuna í fjósinu um miðja 16. öld í anda Lúthers sem taldi að heilagt orð ætti að vera á þjóðtungunum en ekki á latínu þá byggði hann á aldagamalli hefð við að nota íslensku við guðsorð. Svona þýddi hann upphaf Jóhannesar guðspjalls: „Í upphafi var orð, og það orð var hjá Guði, og Guð var það orð. Það sama var í upphafi hjá Guði. Og allir hlutir eru fyrir það gjörðir, og án þess er ekkert gjört hvað gjört er. Í því var líf, og lífið var ljós mannanna. Og ljósið lýsir í myrkrunum og myrkrin hafa það eigi höndlað. " Orð. Þrír stafir – eins og í orðinu Guð. Því að guð er orð og orð er guð. Orð af orðiAllt varð til af orði. Sú trú er grundvöllur menningar okkar – eldri en kristindómurinn, rétt eins og jólin, og rennur áreynslulaust inn í hann. Landnámsmennirnir fóru orði um landið, nefndu fjöll og dali og firði og um leið og landið fékk nöfn varð það í einhverjum skilningi til fyrir þessu fólki, fékk lögun sína og eðli í augum þess sem nafnið mælti fram. Jesús Kristur guðspjallanna notar fátt annað en orð. Hann fer um og talar, segir sögur sem postularnir botna eiginlega ekkert í. Hann talar á stöðum þar sem má ekki tala – við fólk sem má ekki tala við – um hluti sem ekki má nefna. Orð hans græða og opna. Og þegar hann gerir kraftaverk sín segir hann eitthvað; hann notar orðið og mátt þess. Allt á sér stað í orðinu. En tungumálið er í vissum skilningi eins og DNA menningarinnar. Tónlistin er æðst allra lista, vissulega; byggingarlistin, prjónaskapurinn, ballettinn, múrverkið, sjómennskan, kökugerðarlistin, spjótkast, glíma knattspyrna og allar hinar listirnar líka – allt ber þetta manninum fagurt vitni en það er samt í tungumálinu sem erfðaefni menningarinnar er borið áfram frá einni kynslóð til annarrar, í fastmótuðum orðasamböndum og orðatiltækjum sem geyma fastmótaða hugsun, sem við köllum sannindi. Íslensk menning hefur frá elstu tíð verið alveg sérstök menning orðræðunnar, hún hefur meira að segja á löngum köflum farið nær eingöngu fram í tungumálinu. Í bókmenntunum reistu Íslendingar sínar hallir, gerðu sínar uppgötvarnir, fóru í sinn víking; Íslendingar voru skáld – pappírskóngar og pappírshetjur; allt fór fram í orðinu og á pappírnum á meðan allt í kring var bara súld og suðaustan þræsingur, skortur á nýmeti og þverrandi eldiviður, kuldi, eymd og ekla. Riddarasögur voru skrifaðar hér á landi af ritóðu fólki fram á tuttugustu öld. Þetta fólk var ekki að flýja veruleikann inn í þessar sögur. Þessar sögur voru veruleikinn ekkert síður en það sem gerðist og gerðist ekki í kringum þetta fólk. Og eftirlætisfræðigrein Íslendinga, lögfræðin: hún er í rauninni ekkert annað en göfgaður orðhengilsháttur, þar sem íþróttin er að snúa orðum sér í hag. Þannig er Íslandssagan: skálduð afrek, orðaskak, orðaspjátur. Og þannig var umfram allt góðærið upp úr síðustu aldamótum. Það fór allt meira og minna fram á pappírnum – það var skáldað. Og á meðan það varði þá var það til og þegar það var afstaðið hafði það aldrei verið til. Vegna þess að „í upphafi var orð. Og allir hlutir voru fyrir það gjörðir, og án þess var ekkert gjört hvað gjört var. Í því var líf og lífið var ljós mannanna." Ég óska lesendum Fréttablaðsins árs og friðar og þakka samfylgdina á árinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun