Viðbrögðin voru verri en ógildingin Þorsteinn Pálsson skrifar 29. janúar 2011 06:00 Ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningar til stjórnlagaþings var mikið áfall. Í henni felst að dómsmálaráðherra hafi sniðgengið lagaákvæði um leynilegar kosningar í hagræðingarskyni. Innanríkisráðherra sagði á Alþingi að með þessari afstöðu hefði Hæstiréttur ekki tekið tillit til almannahagsmuna. Þetta segir þá einu sögu að viðbrögð ráðherra voru meira áfall en ógildingin. Hvarvetna í lýðræðisríkjum hefði sá handhafi framkvæmdavaldsins sem borið hefði stjórnskipulega ábyrgð á svo alvarlegum mistökum tafarlaust þurft að taka afleiðingum þess að hafa ekki risið undir henni. Slík lagaleg og siðferðileg ábyrgð er svo víðsfjarri hugmyndaheimi forsætisráðherra að hann bað Alþingi ekki einu sinni afsökunar. Í siðferðiskafla rannsóknarskýrslu Alþingis er sérstaklega fundið að því hvernig stjórnendur bankanna teygðu og toguðu túlkun á bankalöggjöfinni til að ná markmiðum sínum. Það var nákvæmlega þetta sem dómsmálaráðherra gerði við framkvæmd stjórnlagaþingskosninganna. Til að auðvelda framkvæmd þeirra var gengið á svig við skýr lagafyirmæli og áratuga hefðir sem tryggja eiga leynilegar kosningar. Hagræðingin var metin meir en mannréttindin. Í siðferðiskafla rannsóknarskýrslu Alþingis er einnig fundið að því að eftirlitsaðilar skuli hafa túlkað lögin eins þröngt og verða mátti við mat á ábyrgð stjórnenda bankanna. Andi laganna um ábyrgð þeirra ætti að gilda. Þegar meirihluti Alþingis fjallar um ákvörðun Hæstaréttar sem eftirlitsaðili með framkvæmdavaldinu túlkar hann lögin um ábyrgð þess með sama hætti eins þröngt og verða má. Þannig ganga fyrstu viðbrögð meirihluta Alþingis gegn mikilvægustu ábendingunum í siðferðiskafla rannsóknarskýrslunnar. Afsögn forsætisráðherra væri ekki óeðlileg. Fullharkalegt má þó telja að krefjast hennar. Skylda hans er hins vegar að sjá til þess að viðkomandi ráðherra axli pólitíska ábyrgð.Hvernig á að bregðast við? Brýnasta viðfangsefni Alþingis er að taka á ábyrgðinni. Pólitísk ábyrgð er óhjákvæmileg enda eru ráðherraábyrgðarlögin ónothæf. Þetta mál er prófsteinn á það hvort Alþingi tekur siðferðiskafla rannsóknarskýrslunnar alvarlega. Það er ekki of seint fyrir meirihlutann að berja í þá alvarlegu bresti sem komu fram í fyrstu viðbrögðum hans. Hvernig á stjórnarandstaðan að bregðast við? Á það er að líta að Framsóknarflokkurinn studdi stjórnlagaþingsleiðina. Sjálfstæðisflokkurinn vildi hins vegar að Alþingi risi undir þessari skyldu sjálft. Það hefði getað tryggt skjótvirkari framgang þeirra stjórnarskrárbreytinga sem kallað er eftir. Jafnframt hefði það hjálpað Alþingi að ávinna sér það traust sem það hefur misst; að því gefnu að vel hefði tekist til. Í þeirri stöðu sem upp er komin er rétt að gera þá kröfu til beggja stjórnarandstöðuflokkanna að þeir gangi til samvinnu við ríkisstjórnina um lausn með ábyrgum hætti. Engin rök eru til að tefja þá skoðun. Hitt er ljóst að stjórnarandstöðuflokkarnir væru að bregðast hlutverki sínu sem eftirlitsaðilar með framkvæmdavaldinu ef þeir léðu máls á slíkum samtölum áður en niðurstaða er fengin um pólitíska ábyrgð málsins. Prófsteinninn á endurreisnina er að hún komi fyrst og efnisleg niðurstaða í framhaldinu.Hræðsla Íhaldsins Í stað þess að taka strax á pólitískri ábyrgð málsins ákvað forsætisráðherra að gera gagnárás á Íhaldið. Það orð notar forsætisráðherra jafnan í bræðiköstum sínum. Í því uppnefni á Sjálfstæðisflokknum er ekki sami broddur og fyrrum. Eitt er að helstu mistök Sjálfstæðisflokksins í uppsveiflunni voru skortur á íhaldssemi. Annað er að íhaldsúrræðin frá AGS eru það besta við ríkjandi stjórnarstefnu. Íhaldið er að mati forsætisráðherra hrætt við endurskoðun stjórnarskrárinnar vegna þess að þar muni koma inn ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Slíkt ákvæði er í fiskveiðistjórnunarlögunum. Hæstiréttur hefur margsinnis staðfest að það ákvæði sé í samræmi við stjórnarskrána og að önnur ákvæði laganna samræmist því. Flutningur þess yfir í stjórnarskrá hefur því enga efnislega þýðingu. Ágreiningurinn stendur um hitt hvernig á að tryggja almannahagsmuni við nýtingu auðlindanna. Þann ágreining þarf að gera út um í almennum lögum hvort sem ákvæðið er í stjórnarskrá eða ekki. Verkurinn er sá að forsætisráðherra er nú á móti þeim lögum sem hann setti sjálfur en hefur ekki lausn á því hvað á að koma í staðinn. Málefnalega fór þessi gagnárás því út um þúfur. Íhaldshugtakið má hins vegar að ósekju hefja til meiri vegs en verið hefur um tíma því að hófsemin er dyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningar til stjórnlagaþings var mikið áfall. Í henni felst að dómsmálaráðherra hafi sniðgengið lagaákvæði um leynilegar kosningar í hagræðingarskyni. Innanríkisráðherra sagði á Alþingi að með þessari afstöðu hefði Hæstiréttur ekki tekið tillit til almannahagsmuna. Þetta segir þá einu sögu að viðbrögð ráðherra voru meira áfall en ógildingin. Hvarvetna í lýðræðisríkjum hefði sá handhafi framkvæmdavaldsins sem borið hefði stjórnskipulega ábyrgð á svo alvarlegum mistökum tafarlaust þurft að taka afleiðingum þess að hafa ekki risið undir henni. Slík lagaleg og siðferðileg ábyrgð er svo víðsfjarri hugmyndaheimi forsætisráðherra að hann bað Alþingi ekki einu sinni afsökunar. Í siðferðiskafla rannsóknarskýrslu Alþingis er sérstaklega fundið að því hvernig stjórnendur bankanna teygðu og toguðu túlkun á bankalöggjöfinni til að ná markmiðum sínum. Það var nákvæmlega þetta sem dómsmálaráðherra gerði við framkvæmd stjórnlagaþingskosninganna. Til að auðvelda framkvæmd þeirra var gengið á svig við skýr lagafyirmæli og áratuga hefðir sem tryggja eiga leynilegar kosningar. Hagræðingin var metin meir en mannréttindin. Í siðferðiskafla rannsóknarskýrslu Alþingis er einnig fundið að því að eftirlitsaðilar skuli hafa túlkað lögin eins þröngt og verða mátti við mat á ábyrgð stjórnenda bankanna. Andi laganna um ábyrgð þeirra ætti að gilda. Þegar meirihluti Alþingis fjallar um ákvörðun Hæstaréttar sem eftirlitsaðili með framkvæmdavaldinu túlkar hann lögin um ábyrgð þess með sama hætti eins þröngt og verða má. Þannig ganga fyrstu viðbrögð meirihluta Alþingis gegn mikilvægustu ábendingunum í siðferðiskafla rannsóknarskýrslunnar. Afsögn forsætisráðherra væri ekki óeðlileg. Fullharkalegt má þó telja að krefjast hennar. Skylda hans er hins vegar að sjá til þess að viðkomandi ráðherra axli pólitíska ábyrgð.Hvernig á að bregðast við? Brýnasta viðfangsefni Alþingis er að taka á ábyrgðinni. Pólitísk ábyrgð er óhjákvæmileg enda eru ráðherraábyrgðarlögin ónothæf. Þetta mál er prófsteinn á það hvort Alþingi tekur siðferðiskafla rannsóknarskýrslunnar alvarlega. Það er ekki of seint fyrir meirihlutann að berja í þá alvarlegu bresti sem komu fram í fyrstu viðbrögðum hans. Hvernig á stjórnarandstaðan að bregðast við? Á það er að líta að Framsóknarflokkurinn studdi stjórnlagaþingsleiðina. Sjálfstæðisflokkurinn vildi hins vegar að Alþingi risi undir þessari skyldu sjálft. Það hefði getað tryggt skjótvirkari framgang þeirra stjórnarskrárbreytinga sem kallað er eftir. Jafnframt hefði það hjálpað Alþingi að ávinna sér það traust sem það hefur misst; að því gefnu að vel hefði tekist til. Í þeirri stöðu sem upp er komin er rétt að gera þá kröfu til beggja stjórnarandstöðuflokkanna að þeir gangi til samvinnu við ríkisstjórnina um lausn með ábyrgum hætti. Engin rök eru til að tefja þá skoðun. Hitt er ljóst að stjórnarandstöðuflokkarnir væru að bregðast hlutverki sínu sem eftirlitsaðilar með framkvæmdavaldinu ef þeir léðu máls á slíkum samtölum áður en niðurstaða er fengin um pólitíska ábyrgð málsins. Prófsteinninn á endurreisnina er að hún komi fyrst og efnisleg niðurstaða í framhaldinu.Hræðsla Íhaldsins Í stað þess að taka strax á pólitískri ábyrgð málsins ákvað forsætisráðherra að gera gagnárás á Íhaldið. Það orð notar forsætisráðherra jafnan í bræðiköstum sínum. Í því uppnefni á Sjálfstæðisflokknum er ekki sami broddur og fyrrum. Eitt er að helstu mistök Sjálfstæðisflokksins í uppsveiflunni voru skortur á íhaldssemi. Annað er að íhaldsúrræðin frá AGS eru það besta við ríkjandi stjórnarstefnu. Íhaldið er að mati forsætisráðherra hrætt við endurskoðun stjórnarskrárinnar vegna þess að þar muni koma inn ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Slíkt ákvæði er í fiskveiðistjórnunarlögunum. Hæstiréttur hefur margsinnis staðfest að það ákvæði sé í samræmi við stjórnarskrána og að önnur ákvæði laganna samræmist því. Flutningur þess yfir í stjórnarskrá hefur því enga efnislega þýðingu. Ágreiningurinn stendur um hitt hvernig á að tryggja almannahagsmuni við nýtingu auðlindanna. Þann ágreining þarf að gera út um í almennum lögum hvort sem ákvæðið er í stjórnarskrá eða ekki. Verkurinn er sá að forsætisráðherra er nú á móti þeim lögum sem hann setti sjálfur en hefur ekki lausn á því hvað á að koma í staðinn. Málefnalega fór þessi gagnárás því út um þúfur. Íhaldshugtakið má hins vegar að ósekju hefja til meiri vegs en verið hefur um tíma því að hófsemin er dyggð.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun