Mansalsfórnarlömb frá Austur-Asíu í yfir 20 löndum Magnús Halldórsson skrifar 29. febrúar 2012 23:58 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að Indland og Kína muni standa undir um helmingi af öllum hagvexti í heiminum á árinu 2012. Þessi fjölmennustu ríki heims hafa umbreyst á liðnum fimmtán árum í efnahagsstórveldi með stöðugum árlegum hagvexti upp á 7 til 10 prósent. Þessum fordæmalausa vexti hafa fylgt félagslegir vaxtaverkir. Á Indlandi blasa miklar andstæður við þeim sem landið sækja heim, einkum í borgum. Öðru megin götunnar er bláfátækt fólk, ekki síst börn, á meðan glæsihótelin með velstæðum alþjóðlegum hótelgestum eru hinu megin. Kína birtist mörgum eins, þó mannmergðin sé sögð meira yfirþyrmandi víða á Indlandi. Nágrannaríki þessara stórvelda eru mörg hver með veika innviði. Það á ekki síst við um afskekkta en samt fjölmenna hluta þeirra. Á þeim slóðum grasserar glæpurinn „sem er okkur öllum til skammar" en það er heitið á ítarlegustu skýrslu stofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNODC) sem berst gegn glæpum, um mansal. Hingað til hafa ekki komið fram ítarlegri gögn frá Sameinuðu þjóðunum um mansal heldur en það sem samantekið er í fyrrnefndri skýrslu.Finnast víða Í Austur-Asíu, eins og hún er skilgreind í skýrslu UNODC, búa um 1,6 milljarður manna. Til þessa svæðis teljast m.a. Kína, Japan, Suður-Kórea, Norður-Kórea, Tævan, Víetnam, Kambódía og Hong Kong. Í fyrrnefndri skýrslu, segir orðrétt í niðurstöðukafla skýrslunnar : „Einna eftirtektarverðast við þessa rannsókn var það að fórnarlömb mansals frá Austur-Asíu fundust í meira en 20 löndum vítt og breitt um heiminn, þar á meðal í Evrópu, Norður-Ameríku, Mið-Austurlöndum, Mið-Asíu og Afríku. Þetta bendir til þess að mansalið í Austur-Asíu sé merkilegt fyrirbæri útaf fyrir sig og þörf sé á frekari rannsóknum á því." Staðan er verst á fátækustu svæðunum, t.d. Kambódíu, Víetnam og Tælandi. Þar er áralöng venja fyrir sölu á fólki, svo til óáreitt, og vændi á staðnum. Mikill meirihluti þeirra fórnarlamba sem voru frá Austur-Asíu, og skýrslur eru til um, voru börn, allt niður í sjö ára aldur. Í skýrslu UNODC er meðal annars talað um að borið hafi á aukningu á mansali á þessum slóðum til Ástralíu og Japan, en vísbendingar eru um að þaðan sé farið með fólk skipulega inn á önnur svæði, m.a. með skipum.Mikilvægast að fá Kínverja með Samkvæmt skýrslu UNODC er gagnsöfnun um mansal að batna hratt, en betur má ef duga skal. „Of mikinn tíma tekur að ljúka þeim fáu málum sem komast að," segir m.a. í skýrslunni um mál sem koma upp í Kína. Sameinuðu þjóðunum hefur gengið illa að fá yfirvöld í Kína til þess að setja upp öflugar stofnanir sem fylgjast með og rannsaka mansal. Einkum er það tregða við að manna stofnanirnar með fólki utan Kína sem hefur valdið erfiðleikum, að því er segir í skýrslunni. Kínversk yfirvöld hafa árum saman verið gagnrýnd harðlega fyrir margvísleg mannréttindabrot og hefur illa gengið að fá þá til þess að taka þátt í alþjóðasamstarfi, m.a. um mansalið. Antonio Maria Costa, yfirmaður UNODC, segir í niðurstöðukafla skýrslunnar að það sem helst vanti upp á þegar kemur að samræmingu aðgerða gegn mansali, er að stærstu ríkin í þeim hluta heimsins þar sem mansalið er alvarlegast, eins og í Asíu og Austur-Evrópu, taki forystu. „Það þarf að taka ábyrgð og leiða málin áfram. Þar geta stórar þjóðir staðið sig betur."(Þessi pistill er númer þrjú af sex um mansalsiðnaðinn á heimsvísu og eru þeir byggðir öðru fremur á skýrslum Sameinuðu þjóðanna um hann. Greinarnar birtast á nokkrum vikum hér á Vísi.is. Næst verður horft til umfangs viðskiptanna, hvernig þau fara fram samkvæmt opinberum gögnum Sameinuðu þjóðanna og hvernig þau mál komast upp, sem lenda á borði yfirvalda).Sjá grein um mansal á Eystrasaltslöndunum hér. Sjá grein um mansal í Afríku hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að Indland og Kína muni standa undir um helmingi af öllum hagvexti í heiminum á árinu 2012. Þessi fjölmennustu ríki heims hafa umbreyst á liðnum fimmtán árum í efnahagsstórveldi með stöðugum árlegum hagvexti upp á 7 til 10 prósent. Þessum fordæmalausa vexti hafa fylgt félagslegir vaxtaverkir. Á Indlandi blasa miklar andstæður við þeim sem landið sækja heim, einkum í borgum. Öðru megin götunnar er bláfátækt fólk, ekki síst börn, á meðan glæsihótelin með velstæðum alþjóðlegum hótelgestum eru hinu megin. Kína birtist mörgum eins, þó mannmergðin sé sögð meira yfirþyrmandi víða á Indlandi. Nágrannaríki þessara stórvelda eru mörg hver með veika innviði. Það á ekki síst við um afskekkta en samt fjölmenna hluta þeirra. Á þeim slóðum grasserar glæpurinn „sem er okkur öllum til skammar" en það er heitið á ítarlegustu skýrslu stofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNODC) sem berst gegn glæpum, um mansal. Hingað til hafa ekki komið fram ítarlegri gögn frá Sameinuðu þjóðunum um mansal heldur en það sem samantekið er í fyrrnefndri skýrslu.Finnast víða Í Austur-Asíu, eins og hún er skilgreind í skýrslu UNODC, búa um 1,6 milljarður manna. Til þessa svæðis teljast m.a. Kína, Japan, Suður-Kórea, Norður-Kórea, Tævan, Víetnam, Kambódía og Hong Kong. Í fyrrnefndri skýrslu, segir orðrétt í niðurstöðukafla skýrslunnar : „Einna eftirtektarverðast við þessa rannsókn var það að fórnarlömb mansals frá Austur-Asíu fundust í meira en 20 löndum vítt og breitt um heiminn, þar á meðal í Evrópu, Norður-Ameríku, Mið-Austurlöndum, Mið-Asíu og Afríku. Þetta bendir til þess að mansalið í Austur-Asíu sé merkilegt fyrirbæri útaf fyrir sig og þörf sé á frekari rannsóknum á því." Staðan er verst á fátækustu svæðunum, t.d. Kambódíu, Víetnam og Tælandi. Þar er áralöng venja fyrir sölu á fólki, svo til óáreitt, og vændi á staðnum. Mikill meirihluti þeirra fórnarlamba sem voru frá Austur-Asíu, og skýrslur eru til um, voru börn, allt niður í sjö ára aldur. Í skýrslu UNODC er meðal annars talað um að borið hafi á aukningu á mansali á þessum slóðum til Ástralíu og Japan, en vísbendingar eru um að þaðan sé farið með fólk skipulega inn á önnur svæði, m.a. með skipum.Mikilvægast að fá Kínverja með Samkvæmt skýrslu UNODC er gagnsöfnun um mansal að batna hratt, en betur má ef duga skal. „Of mikinn tíma tekur að ljúka þeim fáu málum sem komast að," segir m.a. í skýrslunni um mál sem koma upp í Kína. Sameinuðu þjóðunum hefur gengið illa að fá yfirvöld í Kína til þess að setja upp öflugar stofnanir sem fylgjast með og rannsaka mansal. Einkum er það tregða við að manna stofnanirnar með fólki utan Kína sem hefur valdið erfiðleikum, að því er segir í skýrslunni. Kínversk yfirvöld hafa árum saman verið gagnrýnd harðlega fyrir margvísleg mannréttindabrot og hefur illa gengið að fá þá til þess að taka þátt í alþjóðasamstarfi, m.a. um mansalið. Antonio Maria Costa, yfirmaður UNODC, segir í niðurstöðukafla skýrslunnar að það sem helst vanti upp á þegar kemur að samræmingu aðgerða gegn mansali, er að stærstu ríkin í þeim hluta heimsins þar sem mansalið er alvarlegast, eins og í Asíu og Austur-Evrópu, taki forystu. „Það þarf að taka ábyrgð og leiða málin áfram. Þar geta stórar þjóðir staðið sig betur."(Þessi pistill er númer þrjú af sex um mansalsiðnaðinn á heimsvísu og eru þeir byggðir öðru fremur á skýrslum Sameinuðu þjóðanna um hann. Greinarnar birtast á nokkrum vikum hér á Vísi.is. Næst verður horft til umfangs viðskiptanna, hvernig þau fara fram samkvæmt opinberum gögnum Sameinuðu þjóðanna og hvernig þau mál komast upp, sem lenda á borði yfirvalda).Sjá grein um mansal á Eystrasaltslöndunum hér. Sjá grein um mansal í Afríku hér.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun