Þórður Magnússon: Búið að "hringla alveg óskaplega í sköttunum“ 28. mars 2012 11:11 Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku. Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku, segir að ýmislegt hafi verið vel gert hér á landi varðandi nýsköpun, t.d. hafi Tækniþróunarsjóður skipt sköpum fyrir mörg fyrirtæki og fjárfestingar hans margborgað sig til baka. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegu viðtali við Þórð í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis. Þórður ræðir ítarlega um fjárfestingar í nýsköpunargeiranum, skattaumhverfið og einnig um álitamál er tengjast peningastefnu. „Það er búið að hringla alveg óskaplega í sköttunum, og sumt hefur hreinilega verið slegið af sem hefur verið boðað," segir Þórður m.a. og bendir á að þetta hafi átt við um skattlagningu á vaxtagreiðslur til erlendra aðila. „Þá héldu menn því fram að hálfu fjármálaráðuneytisins að hinn erlendi lánveitandi myndi greiða þessa skatta, þrátt fyrir að mönnum hafi verið sagt frá því að það væru ákvæði í lánasamningum um að lántakinn myndi taka á sig skattlagningu af þessu tagi. En það er nú búið að vinda ofan af þessu, en þetta stóð í eitt ár...Aðalmálið er að skattalegt umhverfi þarf að standast samanburð við það sem gengur og gerist annars staðar, annars leitar atvinnan í annað umhverfi og frá landinu, þó það geti tekið langan tíma." Þórður segir endurgreiðslu á 20 prósent af þróunar- og rannsóknarkostnaði hjá minni nýsköpunarfyrirtækjum vera afar mikilvæga og styðji vel við nýsköpunarstarf. Endurgreiðsla á skatti, t.d. í kvikmyndageiranum, skipti einnig máli. Þegar kemur að nýsköpunarverkefnum þurfi menn að gera sér grein fyrir því, að nánast öruggt sé að grunnhugmyndin muni taka breytingum frá því hún varð fyrst til. Mikilvægt sé að styrkja tæknilegan grunn hugmynda og sýna þolinmæði. „Over night success takes eleven years (Árangur yfir nótt tekur ellefu ár)," segir Þórður. Sjá má ítarlegt viðtal við Þórð hér. Klinkið Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku, segir að ýmislegt hafi verið vel gert hér á landi varðandi nýsköpun, t.d. hafi Tækniþróunarsjóður skipt sköpum fyrir mörg fyrirtæki og fjárfestingar hans margborgað sig til baka. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegu viðtali við Þórð í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis. Þórður ræðir ítarlega um fjárfestingar í nýsköpunargeiranum, skattaumhverfið og einnig um álitamál er tengjast peningastefnu. „Það er búið að hringla alveg óskaplega í sköttunum, og sumt hefur hreinilega verið slegið af sem hefur verið boðað," segir Þórður m.a. og bendir á að þetta hafi átt við um skattlagningu á vaxtagreiðslur til erlendra aðila. „Þá héldu menn því fram að hálfu fjármálaráðuneytisins að hinn erlendi lánveitandi myndi greiða þessa skatta, þrátt fyrir að mönnum hafi verið sagt frá því að það væru ákvæði í lánasamningum um að lántakinn myndi taka á sig skattlagningu af þessu tagi. En það er nú búið að vinda ofan af þessu, en þetta stóð í eitt ár...Aðalmálið er að skattalegt umhverfi þarf að standast samanburð við það sem gengur og gerist annars staðar, annars leitar atvinnan í annað umhverfi og frá landinu, þó það geti tekið langan tíma." Þórður segir endurgreiðslu á 20 prósent af þróunar- og rannsóknarkostnaði hjá minni nýsköpunarfyrirtækjum vera afar mikilvæga og styðji vel við nýsköpunarstarf. Endurgreiðsla á skatti, t.d. í kvikmyndageiranum, skipti einnig máli. Þegar kemur að nýsköpunarverkefnum þurfi menn að gera sér grein fyrir því, að nánast öruggt sé að grunnhugmyndin muni taka breytingum frá því hún varð fyrst til. Mikilvægt sé að styrkja tæknilegan grunn hugmynda og sýna þolinmæði. „Over night success takes eleven years (Árangur yfir nótt tekur ellefu ár)," segir Þórður. Sjá má ítarlegt viðtal við Þórð hér.
Klinkið Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira