Nefna dansdúett eftir stærsta vöðva líkamans 30. mars 2012 11:15 Þeir Margeir Ingólfsson og Stephan Stephensen mynda dansdúettinn Gluteus Maximus en þeir hafa einnig stofnað útgáfufyrirtækið Radíó Bongó. Á morgun frumflytja þeir lagið Everlasting á RFF í Hörpu en Högni Egilsson er gestasöngvari í laginu. Mynd/Vilhelm „Ég er viss um að við verðum eftirlætishljómsveit sjúkra- og einkaþjálfara," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson um dansdúettinn Gluteus Maximus sem hann hefur stofnað ásamt Stephan Stephensen. Dúettinn kemur í fyrsta sinn fram á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu á morgun en þar frumflytur hann lagið Everlasting og hefur fengið til liðs við sig söngvarann Högna Egilsson. „Við erum mjög ánægðir með að Högni samþykkti að syngja í laginu enda með frábæra rödd. Við erum langt komnir með næsta lag og þar fáum við leikarann Magnús Jónsson til liðs við okkur," segir Margeir og bætir við að dúettinn ætli sér að vinna með ýmsum gestasöngvurum í framtíðinni. Nafn dúettsins vekur athygli en Gluetus Maximus er heiti á stærsta vöðva líkamans, rassvöðvans. „Rassvöðvinn er mjög mikilvægur. Maður getur til dæmis ekki dansað án rassvöðvans ," segir Margeir. Margeir og Stephan, betur þekktur sem President Bongo úr GusGus, hafa verið að vinna saman í nokkurn tíma og þá aðallega við að endurhljóðblanda lög, til dæmis fyrir sveitina Sigur Rós. „Samstarf okkar nær nokkur ár aftur í tímann en við höfum undanfarið verið að prófa okkur áfram með eigið efni og nú er komið að frumflutningi á því," segir Margeir en það er góðvinur þeirra, finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor, sem samdi enska texta lagsins. Lagið kemur út með vorinu hjá nýstofnaðri útgáfu þeirra kappa, Radíó Bongó, en það er Stephan sem á veg og vanda að þeirri útgáfu. Hún sérhæfir sig í að gefa út tónlist á vínyl í takmörkuðu upplagi. Lagið Everlasting verður önnur útgáfa Radíó Bongó en sú fyrsta er sólóplata Davíðs Þórs Jónssonar píanóleikara. „Dúettinn er kominn til að vera og við erum spenntir yfir að koma í fyrsta sinn fram á Íslandi en hingað til höfum við verið að prufukeyra Gluteus Maximus erlendis við góðar viðtökur," segir Margeir og er nokkuð viss um að þeir hnykli rassvöðvana á tískupöllunum í Hörpu á morgun. [email protected] RFF Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
„Ég er viss um að við verðum eftirlætishljómsveit sjúkra- og einkaþjálfara," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson um dansdúettinn Gluteus Maximus sem hann hefur stofnað ásamt Stephan Stephensen. Dúettinn kemur í fyrsta sinn fram á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu á morgun en þar frumflytur hann lagið Everlasting og hefur fengið til liðs við sig söngvarann Högna Egilsson. „Við erum mjög ánægðir með að Högni samþykkti að syngja í laginu enda með frábæra rödd. Við erum langt komnir með næsta lag og þar fáum við leikarann Magnús Jónsson til liðs við okkur," segir Margeir og bætir við að dúettinn ætli sér að vinna með ýmsum gestasöngvurum í framtíðinni. Nafn dúettsins vekur athygli en Gluetus Maximus er heiti á stærsta vöðva líkamans, rassvöðvans. „Rassvöðvinn er mjög mikilvægur. Maður getur til dæmis ekki dansað án rassvöðvans ," segir Margeir. Margeir og Stephan, betur þekktur sem President Bongo úr GusGus, hafa verið að vinna saman í nokkurn tíma og þá aðallega við að endurhljóðblanda lög, til dæmis fyrir sveitina Sigur Rós. „Samstarf okkar nær nokkur ár aftur í tímann en við höfum undanfarið verið að prófa okkur áfram með eigið efni og nú er komið að frumflutningi á því," segir Margeir en það er góðvinur þeirra, finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor, sem samdi enska texta lagsins. Lagið kemur út með vorinu hjá nýstofnaðri útgáfu þeirra kappa, Radíó Bongó, en það er Stephan sem á veg og vanda að þeirri útgáfu. Hún sérhæfir sig í að gefa út tónlist á vínyl í takmörkuðu upplagi. Lagið Everlasting verður önnur útgáfa Radíó Bongó en sú fyrsta er sólóplata Davíðs Þórs Jónssonar píanóleikara. „Dúettinn er kominn til að vera og við erum spenntir yfir að koma í fyrsta sinn fram á Íslandi en hingað til höfum við verið að prufukeyra Gluteus Maximus erlendis við góðar viðtökur," segir Margeir og er nokkuð viss um að þeir hnykli rassvöðvana á tískupöllunum í Hörpu á morgun. [email protected]
RFF Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira