Lúxus hafragrautur - Bestur á morgnana eða milli mála 5. apríl 2012 11:00 „Hafragrauturinn er mitt uppáhald og er fastur liður á nánast hverjum degi," segir Elísabet Margeirsdóttir, löggiltur næringarfræðingur og veðurfréttakona. „Ég fæ mér hafragrautinn yfirleitt í morgunmat en finnst líka gott að gera auka skammt af grautnum til hafa með mér í nesti í vinnuna. Grauturinn er nefnilega fínn kaldur og hentugt að fá sér hann sem millimáltíð seinni partinn eða nota hann í léttri máltíð.“Lúxus hafragrautur fyrir tvo:-2 dl tröllahafrar-6 dl vatn-2 tsk chia fræ -Smá salt -Kanill eftir smekk Hafrar, chia fræ og vatn sett saman í pott. Stillið á hæsta hita og bíðið eftir að suðan kemur upp. Slökkvið næst undir og byrjið að hræra í grautnum. Stundum er gott að taka pottinn af hellunni og lengja þannig eldunartímann ef þið eruð t.d. að hella upp á kaffi í leiðinni. Hrærið í grautnum þar til hafrarnir og fræin hafa tekið mest allt vatnið í sig. Chia fræin eru mjög næringarrík og gefa grautnum skemmtilega og góða áferð. Kryddið grautinn með kanil eftir smekk og skiptið honum í tvær skálar eða nestisbox.Gott er að setja ofan á grautinn: - Hálfan bolla af hreinu skyri eða jógúrt - 1/2 bolla af 1-2 tegundum af ávöxtum (t.d. banana, epli, peru eða ber) - 1 msk sykurlaust múslí - 1 msk hnetur (t.d. pecan, valhnetur eða möndlur) gróft saxaðar - 2 döðlur smátt skornar eða annan þurrkaðan ávöxt - 1 tsk hreint hnetusmjör Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
„Hafragrauturinn er mitt uppáhald og er fastur liður á nánast hverjum degi," segir Elísabet Margeirsdóttir, löggiltur næringarfræðingur og veðurfréttakona. „Ég fæ mér hafragrautinn yfirleitt í morgunmat en finnst líka gott að gera auka skammt af grautnum til hafa með mér í nesti í vinnuna. Grauturinn er nefnilega fínn kaldur og hentugt að fá sér hann sem millimáltíð seinni partinn eða nota hann í léttri máltíð.“Lúxus hafragrautur fyrir tvo:-2 dl tröllahafrar-6 dl vatn-2 tsk chia fræ -Smá salt -Kanill eftir smekk Hafrar, chia fræ og vatn sett saman í pott. Stillið á hæsta hita og bíðið eftir að suðan kemur upp. Slökkvið næst undir og byrjið að hræra í grautnum. Stundum er gott að taka pottinn af hellunni og lengja þannig eldunartímann ef þið eruð t.d. að hella upp á kaffi í leiðinni. Hrærið í grautnum þar til hafrarnir og fræin hafa tekið mest allt vatnið í sig. Chia fræin eru mjög næringarrík og gefa grautnum skemmtilega og góða áferð. Kryddið grautinn með kanil eftir smekk og skiptið honum í tvær skálar eða nestisbox.Gott er að setja ofan á grautinn: - Hálfan bolla af hreinu skyri eða jógúrt - 1/2 bolla af 1-2 tegundum af ávöxtum (t.d. banana, epli, peru eða ber) - 1 msk sykurlaust múslí - 1 msk hnetur (t.d. pecan, valhnetur eða möndlur) gróft saxaðar - 2 döðlur smátt skornar eða annan þurrkaðan ávöxt - 1 tsk hreint hnetusmjör
Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira