Stuðningsgrein: Hræddu mig til að kjósa Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 21. júní 2012 13:31 Þetta er í annað sinn sem ég kýs forseta og ég hlakka til að gefa þeim frambjóðanda atkvæði sem mér þykir hafa mest til brunns að bera. Forsetakosningar eru nefnilega frekar sjaldgæfar hér á landi. Síðustu alvöru kosningarnar voru 1996 og það var ekkert auðvelt að velja, ég kaus Ólaf. Síðan þá hefur forsetaembættið verið í andlegri lægð og enginn falast eftir því - nánast enginn. Ég hef ekki þurft að kjósa Ólaf aftur. Fyrst leit út fyrir að enn ætlaði enginn að bjóða sig fram og ég þyrfti að velja á milli Ólafs og Ástþórs. Það hefði í alvöru verið erfitt val. Á þessum 16 árum hefur Ólafi tekist að verða vinsæll af þeim sem hötuðu hann og hataður af þeim sem dáðu hann. Það er afrek út af fyrir sig. Vinsældirnar tóku skiljanlega dýfu þegar spilaborg fjárglæframanna hrundi og þáttur Ólafs var skoðaður. Sumir héldu að hann segði af sér en það voru aðallega þeir sem höfðu verið of mikið í útlöndum. Þar er fólk stöðugt að segja af sér út af alls konar smámunum. Ólafur er löngu búinn að útskýra þetta allt og auðvitað skrítið að sumt fólk þurfi að jagast í honum fyrir löngu liðna atburði. Hann gerði þetta fyrir okkur. Það hefur hann sagt mér í föðurlegum tón í útvarps- og sjónvarpsviðtölum síðustu vikur. Í sama tóni tilkynnti hann í áramótaræðunni að hann hyggðist sennilega hætta en samt ekki endilega. Sá tónn er líka notaður til þess að setja ofan í við helsta keppinautinn sem veit hvorki né skilur eins og Ólafur, en fyrst og fremst er hann notaður til þess að skýra út fyrir okkur sauðunum ógnina sem steðjar að þjóðinni. Ólafur er nefnilega ekki venjulegur maður. Hann er brimgarður, hann er brynvarinn skriðdreki, hann er kastali. Það er ekki aðeins að ríkisstjórnin sé að steypa okkur í glötun. Heimurinn vill traðka á okkur, sölsa okkur undir sig og sennilega sökkva okkur. Vegna þess að fólk er oft lengi að taka við sér og heldur jafnvel að aðrir frambjóðendur gætu verið brimgarðar, hefur Ólafur í sínum föðurlega kærleika bent ítrekað á að okkur stafi beinlínis hætta af fyrrnefndum frambjóðanda sem eflaust starfar í boði Illra afla hf. Það skiptir ekki máli að rök hans séu hrakin aftur og aftur. Ólafur óx nefnilega og dafnaði hvað mest á smjörklíputímabilinu og veit að ef lygar eru endurteknar nógu oft verða þær sannar. Við höfum í fyrsta skipti í 16 ár val um alvöru frambjóðendur. Allir hafa þeir kosti og galla sem við veltum fyrir okkur. Forsetinn sem vill ekki fara hefur brugðið á það ráð að hræða okkur til fylgis, en kosningarnar snúast ekki um síbreytilega flokkadrætti og pólítík. Þær snúast um val á þjóðhöfðingja sem verður andlit okkar út á við, orð hans og gerðir ættu að endurspegla íslenskt samfélag eins og það er í dag. Hann ætti að tala máli okkar allra því hann er þjóðhöfðingi okkar allra. Ég ætla ekki að eiga mitt undir geðþóttaákvörðunum gamals refs. Ég ætla ekki að láta hræða mig með samsæriskenningum skítkastarans. Ég kýs Þóru af því að í henni sé ég réttláta, vel upplýsta og yfirvegaða konu sem hefur þrátt fyrir allt tekist ótrúlega vel að sneiða hjá pólítísku þrasi og hefur einlægan áhuga á að gera sitt besta fyrir íslenska þjóð. Þannig forseta vil ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem ég kýs forseta og ég hlakka til að gefa þeim frambjóðanda atkvæði sem mér þykir hafa mest til brunns að bera. Forsetakosningar eru nefnilega frekar sjaldgæfar hér á landi. Síðustu alvöru kosningarnar voru 1996 og það var ekkert auðvelt að velja, ég kaus Ólaf. Síðan þá hefur forsetaembættið verið í andlegri lægð og enginn falast eftir því - nánast enginn. Ég hef ekki þurft að kjósa Ólaf aftur. Fyrst leit út fyrir að enn ætlaði enginn að bjóða sig fram og ég þyrfti að velja á milli Ólafs og Ástþórs. Það hefði í alvöru verið erfitt val. Á þessum 16 árum hefur Ólafi tekist að verða vinsæll af þeim sem hötuðu hann og hataður af þeim sem dáðu hann. Það er afrek út af fyrir sig. Vinsældirnar tóku skiljanlega dýfu þegar spilaborg fjárglæframanna hrundi og þáttur Ólafs var skoðaður. Sumir héldu að hann segði af sér en það voru aðallega þeir sem höfðu verið of mikið í útlöndum. Þar er fólk stöðugt að segja af sér út af alls konar smámunum. Ólafur er löngu búinn að útskýra þetta allt og auðvitað skrítið að sumt fólk þurfi að jagast í honum fyrir löngu liðna atburði. Hann gerði þetta fyrir okkur. Það hefur hann sagt mér í föðurlegum tón í útvarps- og sjónvarpsviðtölum síðustu vikur. Í sama tóni tilkynnti hann í áramótaræðunni að hann hyggðist sennilega hætta en samt ekki endilega. Sá tónn er líka notaður til þess að setja ofan í við helsta keppinautinn sem veit hvorki né skilur eins og Ólafur, en fyrst og fremst er hann notaður til þess að skýra út fyrir okkur sauðunum ógnina sem steðjar að þjóðinni. Ólafur er nefnilega ekki venjulegur maður. Hann er brimgarður, hann er brynvarinn skriðdreki, hann er kastali. Það er ekki aðeins að ríkisstjórnin sé að steypa okkur í glötun. Heimurinn vill traðka á okkur, sölsa okkur undir sig og sennilega sökkva okkur. Vegna þess að fólk er oft lengi að taka við sér og heldur jafnvel að aðrir frambjóðendur gætu verið brimgarðar, hefur Ólafur í sínum föðurlega kærleika bent ítrekað á að okkur stafi beinlínis hætta af fyrrnefndum frambjóðanda sem eflaust starfar í boði Illra afla hf. Það skiptir ekki máli að rök hans séu hrakin aftur og aftur. Ólafur óx nefnilega og dafnaði hvað mest á smjörklíputímabilinu og veit að ef lygar eru endurteknar nógu oft verða þær sannar. Við höfum í fyrsta skipti í 16 ár val um alvöru frambjóðendur. Allir hafa þeir kosti og galla sem við veltum fyrir okkur. Forsetinn sem vill ekki fara hefur brugðið á það ráð að hræða okkur til fylgis, en kosningarnar snúast ekki um síbreytilega flokkadrætti og pólítík. Þær snúast um val á þjóðhöfðingja sem verður andlit okkar út á við, orð hans og gerðir ættu að endurspegla íslenskt samfélag eins og það er í dag. Hann ætti að tala máli okkar allra því hann er þjóðhöfðingi okkar allra. Ég ætla ekki að eiga mitt undir geðþóttaákvörðunum gamals refs. Ég ætla ekki að láta hræða mig með samsæriskenningum skítkastarans. Ég kýs Þóru af því að í henni sé ég réttláta, vel upplýsta og yfirvegaða konu sem hefur þrátt fyrir allt tekist ótrúlega vel að sneiða hjá pólítísku þrasi og hefur einlægan áhuga á að gera sitt besta fyrir íslenska þjóð. Þannig forseta vil ég.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun