Helgaruppskriftin - Rabarbarapæ með kaffinu 14. september 2012 13:45 Svava Gunnarsdóttir gefur ljúffenga uppskrift fyrir helgina. "Ég hef verið svo heppin að fá rabarbara frá vinkonu minni síðustu ár. Ég hef skorið hann niður og fryst í litlum pokum og get því unað mér rabarbarapæ yfir veturinn. Mér þykir þetta rabarbarapæ best heitt með góðum vanilluís og baka það oft þegar mig langar að bjóða upp á góðan eftirrétt eða til að hafa með kaffinu," segir Svava Gunnarsdóttir sem heldur úti heimasíðunni Ljufmeti.com og á Facebook, facebook.com/ljufmeti, en þar deilir hún einföldum og skemmtilegum uppskriftum.Rabarbarapæ500 gr rabarbari2 msk kartöflumjöl0,5 - 0,75 dl kanilsykurDeig3,5 dl hveiti1 dl kókosmjöl1 dl sykur150 gr smjör eða smjörlíki Hitið ofninn í 200°. Skerið rabarbarann í 1/2 cm þykkar sneiðar og leggið í botninn á eldföstu móti. Stráið kartöflumjöli og kanilsykri yfir. Blandið hveiti, sykri og kókosmjöli í skál. Skerið smjörið í litla bita og bætið í skálina. Blandið smjörinu saman við þurrefnin með höndunum þar til það myndast litlir kögglar og gróf mylsna. Dreifið deiginu yfir rabarbarann og bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 20 mínútur. Dögurður Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið
"Ég hef verið svo heppin að fá rabarbara frá vinkonu minni síðustu ár. Ég hef skorið hann niður og fryst í litlum pokum og get því unað mér rabarbarapæ yfir veturinn. Mér þykir þetta rabarbarapæ best heitt með góðum vanilluís og baka það oft þegar mig langar að bjóða upp á góðan eftirrétt eða til að hafa með kaffinu," segir Svava Gunnarsdóttir sem heldur úti heimasíðunni Ljufmeti.com og á Facebook, facebook.com/ljufmeti, en þar deilir hún einföldum og skemmtilegum uppskriftum.Rabarbarapæ500 gr rabarbari2 msk kartöflumjöl0,5 - 0,75 dl kanilsykurDeig3,5 dl hveiti1 dl kókosmjöl1 dl sykur150 gr smjör eða smjörlíki Hitið ofninn í 200°. Skerið rabarbarann í 1/2 cm þykkar sneiðar og leggið í botninn á eldföstu móti. Stráið kartöflumjöli og kanilsykri yfir. Blandið hveiti, sykri og kókosmjöli í skál. Skerið smjörið í litla bita og bætið í skálina. Blandið smjörinu saman við þurrefnin með höndunum þar til það myndast litlir kögglar og gróf mylsna. Dreifið deiginu yfir rabarbarann og bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 20 mínútur.
Dögurður Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið