Drangsnesingar reka bæjarútgerð og fiskvinnslu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. desember 2012 10:19 Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og rekstri stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 af sveitarfélaginu, kaupfélaginu á Hólmavík, Byggðastofnun og einstaklingum og útgerðum á Drangsnesi. Þetta var þannig sameiginlegt átak til að tryggja atvinnu á Drangsnesi þegar Útgerðarfélag Akureyringa keypti fyrirtækið Hólmadrang, sem áður var með vinnsluna. Spurður hvort úr þessu megi lesa að mikil samheldni sá á Drangsnesi svarar Óskar að það sé engin spurning. Að halda starfseminni gangandi sé algerlega sameiginlegt verkefni þeirra sem þarna búa. „Menn hlaupa hver fyrir annan ef á þarf að halda. Menn hjálpast mjög mikið að," segir Óskar.Línubáturinn Skúli ST-75 heldur uppi atvinnu á Drangsnesi allt árið.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Og samvinnuhugsjónin nær yfir fleira því hér má segja að einskonar bæjarútgerð sé við lýði því samfélagið sameinast einnig um að gera út línubátinn Skúla, sem er kvótamesti og aflahæsti bátur Drangsness, og hann landar aflanum hjá Drangi. Drangsnesingar kalla þetta raunar bæjarútgerðina enda er báturinn eign hreppbúa, að sögn Haraldar Ingólfssonar skipstjóra. Kaldrananesheppur á bátinn ásamt mörgum heimamönnum, en Skúli er eini línubáturinn sem gerður er út allt árið frá Drangsnesi. „Þetta er máttarstólpinn í byggðarlaginu, þessi bátur," segir Haraldur. Báturinn skapar einnig atvinnu fyrir beitingafólk í landi en þrjár konur annast línubeitinguna fyrir Skúla og við þær var einnig rætt í þættinum. Áður fyrr var rækja þýðingarmikill þáttur í útgerð og vinnslu á Drangsnesi. Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Friðgeir Höskuldsson hafði keypt Grímsey ST-2, stærsta skip Drangsnesinga, til rækjuveiða og þekkir það á eigin skinni að það er ekki eintóm sæla að gera út. „Rækjan hvarf og við kvótalausir. Höfðum einbeitt okkur að rækju alla tíð meðan viðmiðunarárin voru, - kvótaárin," sagði Friðgeir. Kaldrananeshreppur Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og rekstri stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 af sveitarfélaginu, kaupfélaginu á Hólmavík, Byggðastofnun og einstaklingum og útgerðum á Drangsnesi. Þetta var þannig sameiginlegt átak til að tryggja atvinnu á Drangsnesi þegar Útgerðarfélag Akureyringa keypti fyrirtækið Hólmadrang, sem áður var með vinnsluna. Spurður hvort úr þessu megi lesa að mikil samheldni sá á Drangsnesi svarar Óskar að það sé engin spurning. Að halda starfseminni gangandi sé algerlega sameiginlegt verkefni þeirra sem þarna búa. „Menn hlaupa hver fyrir annan ef á þarf að halda. Menn hjálpast mjög mikið að," segir Óskar.Línubáturinn Skúli ST-75 heldur uppi atvinnu á Drangsnesi allt árið.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Og samvinnuhugsjónin nær yfir fleira því hér má segja að einskonar bæjarútgerð sé við lýði því samfélagið sameinast einnig um að gera út línubátinn Skúla, sem er kvótamesti og aflahæsti bátur Drangsness, og hann landar aflanum hjá Drangi. Drangsnesingar kalla þetta raunar bæjarútgerðina enda er báturinn eign hreppbúa, að sögn Haraldar Ingólfssonar skipstjóra. Kaldrananesheppur á bátinn ásamt mörgum heimamönnum, en Skúli er eini línubáturinn sem gerður er út allt árið frá Drangsnesi. „Þetta er máttarstólpinn í byggðarlaginu, þessi bátur," segir Haraldur. Báturinn skapar einnig atvinnu fyrir beitingafólk í landi en þrjár konur annast línubeitinguna fyrir Skúla og við þær var einnig rætt í þættinum. Áður fyrr var rækja þýðingarmikill þáttur í útgerð og vinnslu á Drangsnesi. Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Friðgeir Höskuldsson hafði keypt Grímsey ST-2, stærsta skip Drangsnesinga, til rækjuveiða og þekkir það á eigin skinni að það er ekki eintóm sæla að gera út. „Rækjan hvarf og við kvótalausir. Höfðum einbeitt okkur að rækju alla tíð meðan viðmiðunarárin voru, - kvótaárin," sagði Friðgeir.
Kaldrananeshreppur Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira