Amstrið tekur yfir Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 4. janúar 2012 06:00 Sviptingar urðu í Stjórnarráðinu um áramótin og stokkað var upp í skipan ráðuneyta. Sjálfsagt eru þetta heilmikil tíðindi en einhvern veginn kippti ég mér ekkert upp við þetta. Forsetinn tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur, en ég kippti mér ekki heldur upp við það. Nennti ekki að taka þátt í vangaveltum um hver yrði næsti forseti né hvort von væri á „ferskari" vindum í stjórnmálunum með nýjum framboðum. Hef hálfpartinn litla trú á stjórnmálaafli sem hefur hvorki stefnuskrá né nafn þegar það stígur fram. Sá reyndar í fréttum í gær að nýtt „þverpólitískt afl" væri í smíðum. En þá fór ég bara að velta fyrir mér í hverra umboði þingmaður starfar á þingi ef hann segir sig úr flokknum sem fólkið kaus. Og hvernig það snúi að kjósendum ef hann stofnar svo nýtt stjórnmálaafl í framhaldinu, meðan hann situr á þingi! Annars grunar mig hverjir munu taka við stjórnartaumunum þegar kosið verður á ný og að þar muni gamalkunnug andlit fara á stjá. Ég las það einmitt fyrir stuttu hér í blaðinu að samkvæmt skoðanakönnunum treysti meirihluti þjóðarinnar Sjálfstæðisflokknum best til að fara með völdin, eins öfugsnúið og það nú er. Sennilega hittu höfundar áramótaskaupsins naglann á höfuðið, þetta hljóta að vera „djöfulsins snillingar". Áhugi minn á því hverjir stýra þjóðarskútunni hefur minnkað, ég viðurkenni það bara. Ég veit svo sem ekki hverju ég bjóst við af stjórninni sem tók við rústunum en ýmiss konar skattar, álögur og gjöld hafa orðið til þess að það hefur dregið niður í mér. Það er varla að ég geti æst mig yfir Landsdómsmálinu, hvað þá annað, enda tilgangurinn enginn að sækja aðeins einn mann til saka. Ég held að ég hafi bara ekki trú á nokkrum stjórnmálamanni lengur, sama úr hvaða röðum hann kemur. Hversdagslegt amstur hefur tekið yfir og hver hugsar um sitt. Muna eftir ullarnærskyrtunum á krakkana svo þau kvefist ekki í þessum kulda, muna eftir lýsinu til að hrista úr mér flensuna og muna eftir að setja snjóblautu vettlingana á ofninn að kveldi svo allir eigi þurrt daginn eftir. Muna eftir að henda í vél, hendast í búð, henda ruslinu. Meðan ég baksa þetta hugsa ég ekkert um það hver verður næsti bóndi á Bessastöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun
Sviptingar urðu í Stjórnarráðinu um áramótin og stokkað var upp í skipan ráðuneyta. Sjálfsagt eru þetta heilmikil tíðindi en einhvern veginn kippti ég mér ekkert upp við þetta. Forsetinn tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur, en ég kippti mér ekki heldur upp við það. Nennti ekki að taka þátt í vangaveltum um hver yrði næsti forseti né hvort von væri á „ferskari" vindum í stjórnmálunum með nýjum framboðum. Hef hálfpartinn litla trú á stjórnmálaafli sem hefur hvorki stefnuskrá né nafn þegar það stígur fram. Sá reyndar í fréttum í gær að nýtt „þverpólitískt afl" væri í smíðum. En þá fór ég bara að velta fyrir mér í hverra umboði þingmaður starfar á þingi ef hann segir sig úr flokknum sem fólkið kaus. Og hvernig það snúi að kjósendum ef hann stofnar svo nýtt stjórnmálaafl í framhaldinu, meðan hann situr á þingi! Annars grunar mig hverjir munu taka við stjórnartaumunum þegar kosið verður á ný og að þar muni gamalkunnug andlit fara á stjá. Ég las það einmitt fyrir stuttu hér í blaðinu að samkvæmt skoðanakönnunum treysti meirihluti þjóðarinnar Sjálfstæðisflokknum best til að fara með völdin, eins öfugsnúið og það nú er. Sennilega hittu höfundar áramótaskaupsins naglann á höfuðið, þetta hljóta að vera „djöfulsins snillingar". Áhugi minn á því hverjir stýra þjóðarskútunni hefur minnkað, ég viðurkenni það bara. Ég veit svo sem ekki hverju ég bjóst við af stjórninni sem tók við rústunum en ýmiss konar skattar, álögur og gjöld hafa orðið til þess að það hefur dregið niður í mér. Það er varla að ég geti æst mig yfir Landsdómsmálinu, hvað þá annað, enda tilgangurinn enginn að sækja aðeins einn mann til saka. Ég held að ég hafi bara ekki trú á nokkrum stjórnmálamanni lengur, sama úr hvaða röðum hann kemur. Hversdagslegt amstur hefur tekið yfir og hver hugsar um sitt. Muna eftir ullarnærskyrtunum á krakkana svo þau kvefist ekki í þessum kulda, muna eftir lýsinu til að hrista úr mér flensuna og muna eftir að setja snjóblautu vettlingana á ofninn að kveldi svo allir eigi þurrt daginn eftir. Muna eftir að henda í vél, hendast í búð, henda ruslinu. Meðan ég baksa þetta hugsa ég ekkert um það hver verður næsti bóndi á Bessastöðum.